Innlent

„Ef allir gerðu þetta væri landið stjórn­laust“

Árni Sæberg skrifar
Guðlaugur Þór mætir til fundarins á Hverfisgötu síðdegis.
Guðlaugur Þór mætir til fundarins á Hverfisgötu síðdegis. vísir/vilhelm

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir með ólíkindum ábyrgðarlaust af Vinstri grænum að starfa ekki í starfsstjórn, sem forseti hefur óskað eftir að sitji þar til ný ríkisstjórn er mynduð.

Guðlaugur Þór ræddi við fréttamenn áður en hann gekk á fund ríkisstjórnar, sem boðaður var klukkan 16 á Hverfisgötu. 

Hann segir að á fundinum verði farið yfir forsetaúrskurð „út af því að einhver ákvað allt í einu hlaupa úr ríkisstjórninni.“ Þar vísar hann til Vinstri grænna en Svandís Svavarsdóttir formaður þeirra tilkynnti í gær að ráðherrar flokksins þrír muni ekki verða við beiðni forseta um að sitja áfram í starfsstjórn.

Guðlaugur Þór segist telja að ekki þurfi að boða til ríkisráðsfundar vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í stjórnmálunum.

„Þetta er örugglega það sem við leggjum upp hérna. Þetta er skrýtin staða og alveg með ólíkindum að flokkur hlaupi frá borði. Þetta er ekki þannig að ráðherraembætti séu þannig að bara ef einhverjum dettur í hug að hann vilji ekki lengur vera á vettvangi, af einhverjum ástæðum, að hann geti yfirgefið ríkisstjórnina. Hugsum það bara, ef allir gerðu þetta væri landið stjórnlaust. Þannig að þetta er með ólíkindum ábyrgðarlaust, sem við höfum séð, og við verðum auðvitað að taka á því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×