Leikurinn var í járnum frá því hann var flautaður á og mörkin létu svo sannarlega standa á sér. Staðan var 10-10 í hálfleik og því við hæfi að lokatölur væru 20-20.
Sigurður Snær Sigurjónsson var markahæstur í liði Hauka með fjögur mörk. Í markinu varði Aron Rafn Eðvarðsson sex skot og Vilius Rasimas varði fjögur.
Tandri Már Konráðsson var markahæstur í liði Stjörnunnar með átta mörk á meðan Adam Thorstensen og Sigurður Dan Óskarsson vörðu samtals níu skot í markinu.
Haukar eru nú í 4. sæti með 8 stig að loknum 8 leikjum. Stjarnan er í 7. sæti með 7 stig að loknum 7 leikjum.