Innlent

Þing­rof og kosningar á dag­skrá þingsins

Lovísa Arnardóttir skrifar
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnir um þingrof og kosningar á þingi í dag.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnir um þingrof og kosningar á þingi í dag. Vísir/Vilhelm

Þingfundur hefst klukkan 10.30 í dag. Á dagskrá fundarins er tilkynning forsætisráðherra um þingrof og alþingiskosningar þann 30. nóvember. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér að neðan.

Klukkan 18 í dag er ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem tveggja flokka starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tekur við völdum. 

Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem var skipuð í apríl þegar Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra lét af störfum til að fara í forsetaframboð.


Tengdar fréttir

Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun

Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti.

Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×