Þetta tilkynnti Áslaug Arna á Facebook. „Fyrir þremur árum héldum við stórt prófkjör þar sem sjö þúsund manns kusu forystu fyrir flokkinn í borginni. Nú snúum við bökum saman, stillum upp á lista og drífum okkur í kosningabaráttuna.“
Hún gefi kost á sér til að leiða lista flokksins í Reykjavík suður að nýju en hún leiddi listann í alþingiskosningunum árið 2021, eftir að hafa hafnað í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Hún segir mikilvægt að fá ný andlit á lista og í kosningabaráttuna og hvetur áhugasama til að skrá sig á þar til gert rafrænt eyðublað.
„Kosningabaráttan hefst líka fljótt og það er fátt skemmtilegra en að taka þátt í baráttu um grundvallar hagsmuni Íslendinga til framtíðar.“