Hagkaup hættir sölu á Sodastream í kjölfar mótmæla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. október 2024 15:05 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Hagkaup hefur hætt sölu á Sodastream í kjölfar mótmælaaðgerða en síðustu mánuði hafa aðgerðasinnar fest límmiða á vörurnar og hvatt neytendur til að sniðganga vörur frá Ísrael vegna átaka Ísraelska hersins í Palestínu. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en hann tekur fram að ákvörðun um að taka vöruna úr sölu eftir endurtekin skemmdarverk hafi verið tekin í samráði við Heimilistæki sem er umboðsaðili fyrir Sodastream hér á landi. Önnur sambærileg vara mun vera sett í sölu í staðinn. Heimildin greindi fyrst frá. Geti ekki boðið upp á vöruna til sölu „Það er verið að skemma söluvöru í verslunum og spurning hvernig best er að bregðast við því. Við getum ekki boðið upp á vöru í sölu sem er með svona merkingum á.“ Sagði Sigurður sem tók fram að annað slíkt hafi ekki komið fyrir áður hjá Hagkaup og segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hvort skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu Sodastream tæki má finna á mörgum heimilum.Vísir/Getty „Öll mál þar sem menn eru að skemma varning og valda tjóni inn í verslunum fara inn í farveg hjá okkur. Við erum með myndefni og vitum hverjir þetta eru og svo fer þetta í farveg.“ „Nú þurfum við að gefa í“ Færsla var birt á Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu - BDS Ísland undir nafnleynd í gær þar sem kemur fram að meðlimir hópsins hafi verið að senda pósta á Sigurð og Hagkaup í meira en ár til að biðja um að þessar vörur verði fjarlægðar úr sölu. „Sigurður er að íhuga að hætta að selja SodaStream vegna límmiða. Aðrar vörur hafa ekki verið merktar með fullnægjandi hætti. Nú þurfum við að gefa í, og merkja vörur frá Ísrael í Hagkaup. Við þurfum líka að segja Sigurði að hann sé á rangri leið, glæpavæðing aktivisma er hættuleg þróun sem við þurfum að stöðva,“ segir í færslunni. Spurður hvort að hann og aðrir hjá Hagkaup hafi orðið vör við mikil afskipti frá mótmælendum síðasta ár svarar Sigurður: „Nei alls ekki. Við svo sem höfum bara átt í ágætis samtali við þessa aðila hingað til þar sem þeir hafa oft á tíðum verið að forvitnast um stöðu ýmissa mála. Að öðru leyti hafa öll samskipti gengið nokkuð vel.“ Matvöruverslun Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en hann tekur fram að ákvörðun um að taka vöruna úr sölu eftir endurtekin skemmdarverk hafi verið tekin í samráði við Heimilistæki sem er umboðsaðili fyrir Sodastream hér á landi. Önnur sambærileg vara mun vera sett í sölu í staðinn. Heimildin greindi fyrst frá. Geti ekki boðið upp á vöruna til sölu „Það er verið að skemma söluvöru í verslunum og spurning hvernig best er að bregðast við því. Við getum ekki boðið upp á vöru í sölu sem er með svona merkingum á.“ Sagði Sigurður sem tók fram að annað slíkt hafi ekki komið fyrir áður hjá Hagkaup og segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hvort skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu Sodastream tæki má finna á mörgum heimilum.Vísir/Getty „Öll mál þar sem menn eru að skemma varning og valda tjóni inn í verslunum fara inn í farveg hjá okkur. Við erum með myndefni og vitum hverjir þetta eru og svo fer þetta í farveg.“ „Nú þurfum við að gefa í“ Færsla var birt á Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu - BDS Ísland undir nafnleynd í gær þar sem kemur fram að meðlimir hópsins hafi verið að senda pósta á Sigurð og Hagkaup í meira en ár til að biðja um að þessar vörur verði fjarlægðar úr sölu. „Sigurður er að íhuga að hætta að selja SodaStream vegna límmiða. Aðrar vörur hafa ekki verið merktar með fullnægjandi hætti. Nú þurfum við að gefa í, og merkja vörur frá Ísrael í Hagkaup. Við þurfum líka að segja Sigurði að hann sé á rangri leið, glæpavæðing aktivisma er hættuleg þróun sem við þurfum að stöðva,“ segir í færslunni. Spurður hvort að hann og aðrir hjá Hagkaup hafi orðið vör við mikil afskipti frá mótmælendum síðasta ár svarar Sigurður: „Nei alls ekki. Við svo sem höfum bara átt í ágætis samtali við þessa aðila hingað til þar sem þeir hafa oft á tíðum verið að forvitnast um stöðu ýmissa mála. Að öðru leyti hafa öll samskipti gengið nokkuð vel.“
Matvöruverslun Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira