Áskorun - Þingmenn, sýnið kjósendum stórhug 17. október 2024 15:16 Stjórnarskrárfélagið skorar á þingheim að sýna stórhug. Sýnið í verki að þið treystið þjóðinni ef þið viljið að þjóðin treysti ykkur. Komið henni ánægjulega á óvart. Tækifærið er núna, áður en kjörtímabilið er úti. Þingmenn úr öllum flokkum geta tekið höndum saman og losað um óafsakanlega kyrrstöðu í stjórnarskrármálinu fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Þingmenn geta kveikt von í brjóstum landsmanna um betri tíma og veitt gleðistraumum inn í kosningabaráttuna framundan. Takið höndum saman, þvert á flokka. Sýnið kjósendum stórhug í verki með því að gera afmarkaða breytingu á stjórnarskrá Íslands þannig að breytingarákvæði hennar verði lýðræðislegra. Tillaga að slíkri breytingu hefur þegar komið fram í þinginu fyrir tilstilli þingmanna Pírata og Samfylkingar og er svohljóðandi: „1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar orðast svo: Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.“ Verði slík breyting samþykkt verður hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing. Um leið yrði undirstrikuð í stjórnarskrá sú grunnhugmynd vestræns lýðræðis, að allt vald stafi frá þjóðinni. Að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: „Í fyrsta lagi liggur meginþungi umræðu um allar stjórnarskrárbreytingar við lok hvers kjörtímabils eins og málum er nú háttað. Þá eru störf þingsins gjarnan tekin að þyngjast og hætt við að grundvallarbreytingar á stjórnarskránni hljóti ekki þá athygli sem þeim ber. Í öðru lagi er ekki tryggð nein bein aðkoma almennings með þjóðaratkvæðagreiðslu. Segja má að með núverandi fyrirkomulagi sé kosið um stjórnarskrárbreytingar samhliða almennum þingkosningum, en reynslan hefur verið sú að kosningar sem haldnar eru í kjölfar slíks þingrofs snúist ekki um inntak breytinga á stjórnarskránni. Í þriðja lagi sýnir reynsla undanfarinna ára að núverandi fyrirkomulag hefur leitt til þráteflis á Alþingi um stjórnarskrárbreytingar. Hvort sem um er að ræða stærri eða smærri atriði hefur þinginu ekki auðnast að gera varanlegar breytingar á stjórnarskránni frá því að mannréttindakafla var bætt við árið 1995 og kjördæmamörkum breytt árið 1999.“ Þingmenn! Hér er þjóðþrifaverk að vinna. Grípið tækifærið! Fyrir hönd Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið skorar á þingheim að sýna stórhug. Sýnið í verki að þið treystið þjóðinni ef þið viljið að þjóðin treysti ykkur. Komið henni ánægjulega á óvart. Tækifærið er núna, áður en kjörtímabilið er úti. Þingmenn úr öllum flokkum geta tekið höndum saman og losað um óafsakanlega kyrrstöðu í stjórnarskrármálinu fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Þingmenn geta kveikt von í brjóstum landsmanna um betri tíma og veitt gleðistraumum inn í kosningabaráttuna framundan. Takið höndum saman, þvert á flokka. Sýnið kjósendum stórhug í verki með því að gera afmarkaða breytingu á stjórnarskrá Íslands þannig að breytingarákvæði hennar verði lýðræðislegra. Tillaga að slíkri breytingu hefur þegar komið fram í þinginu fyrir tilstilli þingmanna Pírata og Samfylkingar og er svohljóðandi: „1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar orðast svo: Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.“ Verði slík breyting samþykkt verður hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing. Um leið yrði undirstrikuð í stjórnarskrá sú grunnhugmynd vestræns lýðræðis, að allt vald stafi frá þjóðinni. Að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: „Í fyrsta lagi liggur meginþungi umræðu um allar stjórnarskrárbreytingar við lok hvers kjörtímabils eins og málum er nú háttað. Þá eru störf þingsins gjarnan tekin að þyngjast og hætt við að grundvallarbreytingar á stjórnarskránni hljóti ekki þá athygli sem þeim ber. Í öðru lagi er ekki tryggð nein bein aðkoma almennings með þjóðaratkvæðagreiðslu. Segja má að með núverandi fyrirkomulagi sé kosið um stjórnarskrárbreytingar samhliða almennum þingkosningum, en reynslan hefur verið sú að kosningar sem haldnar eru í kjölfar slíks þingrofs snúist ekki um inntak breytinga á stjórnarskránni. Í þriðja lagi sýnir reynsla undanfarinna ára að núverandi fyrirkomulag hefur leitt til þráteflis á Alþingi um stjórnarskrárbreytingar. Hvort sem um er að ræða stærri eða smærri atriði hefur þinginu ekki auðnast að gera varanlegar breytingar á stjórnarskránni frá því að mannréttindakafla var bætt við árið 1995 og kjördæmamörkum breytt árið 1999.“ Þingmenn! Hér er þjóðþrifaverk að vinna. Grípið tækifærið! Fyrir hönd Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun