Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. október 2024 13:17 Gylfi Þór Sigurðsson klikkaði á vítaspyrnu í blálokin. vísir/Hulda Margrét Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. Boðið var upp á mikið fjör í Kaplakrika. FH ógnaði meira fyrstu mínúturnar; Logi Hrafn fékk úrvalsfæri en var ragur við að skjóta sjálfur, Sigurður Bjartur potaði tánni í boltann af stuttu færi en Ögmundur varði með fætinum, Arnór Borg kom boltanum í netið en var augljóslega rangstæður og flaggið fór réttilega á loft. Eftir að Valur breytti leikplaninu aðeins fóru þeir að skapa sér færi, hættu að gefa langa bolta upp í horn, sem var ekki hægt með vindinn í bakið, og spiluðu meira í gegnum miðjuna. Valur komst nálægt því að taka forystuna eftir um hálftíma leik en Sindri Kristinn í marki FH vildi ekki að gefa þjálfaranum ástæðu til að setja sig aftur á bekkinn og varði stórkostlega í þrígang. Hann gerði hins vegar ekki eins vel fimmtán mínútum síðar þegar Valur tók forystuna. Gylfi Þór sveiflaði boltanum úr hornspyrnu og beint á markið. Sindri var í vandræðum, varði skotið en sló boltann út í teiginn, beint fyrir fætur Bjarna Mark sem skoraði. Leikurinn róaðist til muna í seinni hálfleik, allt þar til í uppbótartíma. Svo virtist sem Valur myndi bara sigla þægilegum 1-0 sigri heim en Böðvar Böðvarsson kveikti í mönnum með rosalegri rennitæklingu. Allt í einu kom mikill eldmóður í FH-liðið. Hornspyrna vannst, boltinn gefinn fyrir og Orri Sigurður varð fyrir því óláni að stanga hann í eigið net. Valsmenn brunuðu þá í sókn og unnu strax vítaspyrnu, sem má deila um hvort hafi verið rétt dæmd. Gylfi Þór Sigurðsson steig á punktinn, skaut á mitt markið og Sindri Kristinn varði með fætinum. Ótrúlegar lokamínútur og mikil læti en 1-1 jafntefli niðurstaðan. Atvik leiksins Böðvar Böðvarsson átti svakalega rennitæklingu í uppbótartíma. Vann boltann en fór í gegnum manninn til að gera það. Allt í einu var þvílíkur hiti í leik sem virtist steindauður, Valsmenn vildu sjá beint rautt og létu dómarann heyra það. Atvikið gerðist fyrir framan varamannabekkina þannig að þjálfarar og leikmenn blönduðust í málið. FH vaknaði til lífsins og skoraði jöfnunarmarkið skömmu síðar. Stemning og umgjörð Fámennt í stúkunni og lítil læti sem fylgdu. Vallarþulurinn reyndi að keyra stuðið og stemninguna í gang með smá tónlist í upphafi, slökkti ekki á græjunum fyrr en rúm mínúta var liðin af leiknum. Don‘t stop believen‘ með Journey, geggjað lag og vel viðeigandi. Umgjörðin annars til fyrirmyndar og aðstæður voru í ágætis lagi, náttúrulegt gras í Kaplakrika sem á erfitt með næturfrostið en það var grænt og fínt, vel hægt að spila á því. Dómarar [6] Sigurður Hjörtur Þrastarson með flautuna. Patrik Freyr Guðmundsson og Antoníus Bjarki Halldórsson til aðstoðar. Arnar Ingi Ingvarsson sá fjórði. Spurningamerki við vítaspyrnuna sem Valur fékk undir lokin. Leystu vel úr öllu öðru. Viðtöl „Ef við höfum ekki stoltið hvað höfum við þá?“ Sindri Kristinn var mættur aftur í mark FH. Vísir/Anton Brink „Mér líður vel með stigið úr því sem komið var, en þegar maður hugsar fljótt um leikinn eftir á fannst mér við eiga miklu hættulegri færi og fleiri færi. Auðvitað hefðum við viljað vinna en tökum stiginu,“ sagði hetjan sem bjargaði stiginu, Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður FH. Sindri varði mark FH í 21 leik áður en hann missti sætið til Daða Freys Arnarsonar, sem spilaði síðasta leikinn í deildinni og leikina þrjá hingað til í úrslitakeppninni. Hvernig var að komast aftur út á völl? „Það var bara yndislegt. Langflestir fótboltamenn eru í þessu til að fá að vera inni á vellinum, maður er að æfa í svakalegu frosti á veturna og taka langt undirbúningstímabil til að fá að spila fótbolta. Mjög ánægjulegt að vera kominn aftur.“ Það virtist sem Valur myndi halda út og hampa sigri, leikurinn var dauður en Böðvar Böðvarsson endurlífgaði hann með svakalegri tæklingu í uppbótartíma, sem kveikti vel í heimamönnum. „Já ég meina, það eru leikmenn í hinu liðinu sem eru þekktir fyrir þetta en ég nefni engin nöfn. En bara að henda sér í tæklingar til að kveikja í þessu, ég er bara mjög ánægður með Bödda. Þetta var vissulega glannaleg tækling en hann tók bara boltann og hann kveikti í þessu fyrir okkur. Mér fannst við samt búnir að reyna allan leikinn að öskra hvern annan í gang, þessi leikur var í jafnvægi allan tímann og við misstum þetta aldrei í rugl, en jú stundum þarf svona tæklingu til að gera allt vitlaust og kveikja í mönnum.“ Vitað var fyrir leik að FH hefði ekki að neinu að keppa og myndi ekki lyfta sér upp úr sjötta sæti deildarinnar. Spila bara upp á stoltið, eins og oft er sagt. „Hundrað prósent. Við erum að spila fyrir, að mér finnst, stærsta félag á Íslandi. Heimir er búinn að impra á því, ef við höfum ekki stoltið hvað höfum við þá? Fórum í þennan leik með engu að keppa að, nema stoltinu, og við verðum að gera það fyrir fimleikafélagið að sækja stig og sigra,“ sagði Sindri að lokum. „Alvöru sigurvegarar standa upp á erfiðum tímum og við eigum einn leik í viðbót“ Srdjan Tufegdzic tók við þjálfun Vals á miðju tímabili. Vísir/Ívar „Mér líður ekki vel og þetta er ekki í fyrsta sinn sem maður er með súra tilfinningu eftir leik. Enn og aftur með sigur í okkar hendi en náum ekki að klára þetta,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir leik. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Valur er yfir en missir sigurinn frá sér undir lokin. „Undanfarnar vikur hafa reynt mikið á okkur og verið erfiðar, en alvöru sigurvegarar standa upp á erfiðum tímum og við eigum einn leik í viðbót til að klára okkar markmið og ná í Evrópusæti.“ Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til að vinna leikinn fyrir Val, en brást bogalistin á vítapunktinum. „Ekki búinn að tala við hann en Gylfi er besta vítaskytta Íslands allra tíma held ég, hann gerir bara betur næst.“ Einhverjir Valsmenn vildu sjá rautt spjald en þjálfarinn setti ekkert út á tæklinguna sem Böðvar Böðvarsson renndi sér í. „Hann fer svolítið harkalega í hann, hvort hann fer beint í hann eða boltann, ég veit ekki. En þetta hafði ekkert með úrslit leiksins að gera, það er alltaf smá hiti þegar FH og Valur spila og Böddi er mikill stríðsmaður þannig að ég hef ekkert að segja við þessari tæklingu.“ Valur á einn leik eftir gegn ÍA og þarf á sigri að halda til að vera öruggir með sæti í undankeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári. „Vinna leikinn, það segir sig sjálft. Alvöru sigurvegarar berjast alveg til enda, það er ein vika í viðbót og lokaleikurinn gegn mjög góðu liði ÍA. Þetta er móment fyrir okkur að stíga upp, þétta raðirnar og vinna leikinn.“ Besta deild karla FH Valur
Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. Boðið var upp á mikið fjör í Kaplakrika. FH ógnaði meira fyrstu mínúturnar; Logi Hrafn fékk úrvalsfæri en var ragur við að skjóta sjálfur, Sigurður Bjartur potaði tánni í boltann af stuttu færi en Ögmundur varði með fætinum, Arnór Borg kom boltanum í netið en var augljóslega rangstæður og flaggið fór réttilega á loft. Eftir að Valur breytti leikplaninu aðeins fóru þeir að skapa sér færi, hættu að gefa langa bolta upp í horn, sem var ekki hægt með vindinn í bakið, og spiluðu meira í gegnum miðjuna. Valur komst nálægt því að taka forystuna eftir um hálftíma leik en Sindri Kristinn í marki FH vildi ekki að gefa þjálfaranum ástæðu til að setja sig aftur á bekkinn og varði stórkostlega í þrígang. Hann gerði hins vegar ekki eins vel fimmtán mínútum síðar þegar Valur tók forystuna. Gylfi Þór sveiflaði boltanum úr hornspyrnu og beint á markið. Sindri var í vandræðum, varði skotið en sló boltann út í teiginn, beint fyrir fætur Bjarna Mark sem skoraði. Leikurinn róaðist til muna í seinni hálfleik, allt þar til í uppbótartíma. Svo virtist sem Valur myndi bara sigla þægilegum 1-0 sigri heim en Böðvar Böðvarsson kveikti í mönnum með rosalegri rennitæklingu. Allt í einu kom mikill eldmóður í FH-liðið. Hornspyrna vannst, boltinn gefinn fyrir og Orri Sigurður varð fyrir því óláni að stanga hann í eigið net. Valsmenn brunuðu þá í sókn og unnu strax vítaspyrnu, sem má deila um hvort hafi verið rétt dæmd. Gylfi Þór Sigurðsson steig á punktinn, skaut á mitt markið og Sindri Kristinn varði með fætinum. Ótrúlegar lokamínútur og mikil læti en 1-1 jafntefli niðurstaðan. Atvik leiksins Böðvar Böðvarsson átti svakalega rennitæklingu í uppbótartíma. Vann boltann en fór í gegnum manninn til að gera það. Allt í einu var þvílíkur hiti í leik sem virtist steindauður, Valsmenn vildu sjá beint rautt og létu dómarann heyra það. Atvikið gerðist fyrir framan varamannabekkina þannig að þjálfarar og leikmenn blönduðust í málið. FH vaknaði til lífsins og skoraði jöfnunarmarkið skömmu síðar. Stemning og umgjörð Fámennt í stúkunni og lítil læti sem fylgdu. Vallarþulurinn reyndi að keyra stuðið og stemninguna í gang með smá tónlist í upphafi, slökkti ekki á græjunum fyrr en rúm mínúta var liðin af leiknum. Don‘t stop believen‘ með Journey, geggjað lag og vel viðeigandi. Umgjörðin annars til fyrirmyndar og aðstæður voru í ágætis lagi, náttúrulegt gras í Kaplakrika sem á erfitt með næturfrostið en það var grænt og fínt, vel hægt að spila á því. Dómarar [6] Sigurður Hjörtur Þrastarson með flautuna. Patrik Freyr Guðmundsson og Antoníus Bjarki Halldórsson til aðstoðar. Arnar Ingi Ingvarsson sá fjórði. Spurningamerki við vítaspyrnuna sem Valur fékk undir lokin. Leystu vel úr öllu öðru. Viðtöl „Ef við höfum ekki stoltið hvað höfum við þá?“ Sindri Kristinn var mættur aftur í mark FH. Vísir/Anton Brink „Mér líður vel með stigið úr því sem komið var, en þegar maður hugsar fljótt um leikinn eftir á fannst mér við eiga miklu hættulegri færi og fleiri færi. Auðvitað hefðum við viljað vinna en tökum stiginu,“ sagði hetjan sem bjargaði stiginu, Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður FH. Sindri varði mark FH í 21 leik áður en hann missti sætið til Daða Freys Arnarsonar, sem spilaði síðasta leikinn í deildinni og leikina þrjá hingað til í úrslitakeppninni. Hvernig var að komast aftur út á völl? „Það var bara yndislegt. Langflestir fótboltamenn eru í þessu til að fá að vera inni á vellinum, maður er að æfa í svakalegu frosti á veturna og taka langt undirbúningstímabil til að fá að spila fótbolta. Mjög ánægjulegt að vera kominn aftur.“ Það virtist sem Valur myndi halda út og hampa sigri, leikurinn var dauður en Böðvar Böðvarsson endurlífgaði hann með svakalegri tæklingu í uppbótartíma, sem kveikti vel í heimamönnum. „Já ég meina, það eru leikmenn í hinu liðinu sem eru þekktir fyrir þetta en ég nefni engin nöfn. En bara að henda sér í tæklingar til að kveikja í þessu, ég er bara mjög ánægður með Bödda. Þetta var vissulega glannaleg tækling en hann tók bara boltann og hann kveikti í þessu fyrir okkur. Mér fannst við samt búnir að reyna allan leikinn að öskra hvern annan í gang, þessi leikur var í jafnvægi allan tímann og við misstum þetta aldrei í rugl, en jú stundum þarf svona tæklingu til að gera allt vitlaust og kveikja í mönnum.“ Vitað var fyrir leik að FH hefði ekki að neinu að keppa og myndi ekki lyfta sér upp úr sjötta sæti deildarinnar. Spila bara upp á stoltið, eins og oft er sagt. „Hundrað prósent. Við erum að spila fyrir, að mér finnst, stærsta félag á Íslandi. Heimir er búinn að impra á því, ef við höfum ekki stoltið hvað höfum við þá? Fórum í þennan leik með engu að keppa að, nema stoltinu, og við verðum að gera það fyrir fimleikafélagið að sækja stig og sigra,“ sagði Sindri að lokum. „Alvöru sigurvegarar standa upp á erfiðum tímum og við eigum einn leik í viðbót“ Srdjan Tufegdzic tók við þjálfun Vals á miðju tímabili. Vísir/Ívar „Mér líður ekki vel og þetta er ekki í fyrsta sinn sem maður er með súra tilfinningu eftir leik. Enn og aftur með sigur í okkar hendi en náum ekki að klára þetta,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir leik. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Valur er yfir en missir sigurinn frá sér undir lokin. „Undanfarnar vikur hafa reynt mikið á okkur og verið erfiðar, en alvöru sigurvegarar standa upp á erfiðum tímum og við eigum einn leik í viðbót til að klára okkar markmið og ná í Evrópusæti.“ Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til að vinna leikinn fyrir Val, en brást bogalistin á vítapunktinum. „Ekki búinn að tala við hann en Gylfi er besta vítaskytta Íslands allra tíma held ég, hann gerir bara betur næst.“ Einhverjir Valsmenn vildu sjá rautt spjald en þjálfarinn setti ekkert út á tæklinguna sem Böðvar Böðvarsson renndi sér í. „Hann fer svolítið harkalega í hann, hvort hann fer beint í hann eða boltann, ég veit ekki. En þetta hafði ekkert með úrslit leiksins að gera, það er alltaf smá hiti þegar FH og Valur spila og Böddi er mikill stríðsmaður þannig að ég hef ekkert að segja við þessari tæklingu.“ Valur á einn leik eftir gegn ÍA og þarf á sigri að halda til að vera öruggir með sæti í undankeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári. „Vinna leikinn, það segir sig sjálft. Alvöru sigurvegarar berjast alveg til enda, það er ein vika í viðbót og lokaleikurinn gegn mjög góðu liði ÍA. Þetta er móment fyrir okkur að stíga upp, þétta raðirnar og vinna leikinn.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti