„Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 13:37 Þórunn og Guðmundur Árni ætla sér bæði að leiða lista Samfylkingarinnar í Kraganum. vísir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. Þórunn og Guðmundur Árni hafa bæði áratugalanga reynslu úr pólitík. Þau hafa bæði verið ráðherrar, hurfu til annarra starfa upp úr aldamótum en sneru aftur í stjórnmálin tiltölulega nýlega. Þórunn segist vel stemmd, það sé heilbrigðismerki fyrir flokkinn að keppst sé um forystusæti. „Í stórum þingflokki, sem við verðum vonandi eftir kosningarnar, þá þarf rétta blöndu bæði af nýliðun og reynslu. Þannig virkar það best í pólitíkinni, bæði í Samfylkingunni og öðrum flokkum,“ segir Þórunn. Afgerandi nýliðun hefur orðið hjá Samfylkingunni síðustu misseri og fólk með reynslu horfið á braut. Þórunn upplifir ekki að þróunin sé í þá átt að verið sé að bola henni burt, sem fulltrúa gömlu Samfylkingarinnar, ef svo má að orði komast. „Nei, ég upplifi það ekki þannig og ég held að það sé mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þetta er lýðræðislegt ferli og það eru félagar í Samfylkingunni, fólkið sem starfar í grasrót flokksins, sem á endanum ákveður hvernig framboðslistar líta út.“ Býður sig ekki fram á móti einum eða neinum Guðmundur Árni segist bjóða sig fram í fullri auðmýkt til að leiða listann. Flokkurinn náði aðeins inn einum þingmanni í kjördæminu í síðustu þingkosningum, Þórunni, en Guðmundur Árni vill ná fjórum mönnum inn nú. „Það er jákvætt að margir gefi kost á sér, það var góður fundur í gærkvöldi þar sem við lögðum línur, og ég treysti mínu fólki til að finna farsæla lausn á þessu,“ segir Guðmundur Árni. Þá lítur hann ekki svo á að hann sé að troða Þórunni, sem vermdi sætið síðast, um tær. „Ég býð mig ekki fram á móti einum eða neinum, ég býð bara einfaldlega fram mína starfskrafta. Ég er varaformaður flokksins og hef reynt að styrkja starfið og það hefur gengið prýðilega. Við erum vel í stakk búin til að vinna kosningasigur á landinu öllu.“ Hvorugt þeirra svarar því hvert næsta skref yrði, hefðu þau ekki erindi sem erfiði Fari svo að þér verði boðið sæti neðar á lista, muntu taka því? „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ svarar Þórunn. „Ég svara engu í viðtengingarhætti,“ segir Guðmundur Árni við sömu spurningu. „Ég er að bjóða mig fram í þetta sæti og bíð niðurstöðu Í því. Svo sjáum við hvað setur.“ Spennan eykst Mikil ásókn virðist vera í sæti á lista Samfylkingarinnar. Tveir þekktir nýliðar blönduðu sér í baráttuna í morgun; Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins gefur kost á sér í 2. sæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna og Flosi Eiríksson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, íhugar alvarlega að gefa kost á sér. Á sunnudag verða svo allra augu á Valhöll; þá verður úr því skorið hvernig listi flokksins í Kraganum lítur út. Þar vilja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Jón Gunnarsson bæði annað sætið og einkum er talið mikið undir fyrir Þórdísi, sem ætlar sér formennsku þegar fram líða stundir. Ekki náðist í Þórdísi fyrir hádegisfréttir og Jón vildi ekki veita viðtal um málið. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma Möller skellir sér í pólitíkina Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. 17. október 2024 13:13 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Þórunn og Guðmundur Árni hafa bæði áratugalanga reynslu úr pólitík. Þau hafa bæði verið ráðherrar, hurfu til annarra starfa upp úr aldamótum en sneru aftur í stjórnmálin tiltölulega nýlega. Þórunn segist vel stemmd, það sé heilbrigðismerki fyrir flokkinn að keppst sé um forystusæti. „Í stórum þingflokki, sem við verðum vonandi eftir kosningarnar, þá þarf rétta blöndu bæði af nýliðun og reynslu. Þannig virkar það best í pólitíkinni, bæði í Samfylkingunni og öðrum flokkum,“ segir Þórunn. Afgerandi nýliðun hefur orðið hjá Samfylkingunni síðustu misseri og fólk með reynslu horfið á braut. Þórunn upplifir ekki að þróunin sé í þá átt að verið sé að bola henni burt, sem fulltrúa gömlu Samfylkingarinnar, ef svo má að orði komast. „Nei, ég upplifi það ekki þannig og ég held að það sé mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þetta er lýðræðislegt ferli og það eru félagar í Samfylkingunni, fólkið sem starfar í grasrót flokksins, sem á endanum ákveður hvernig framboðslistar líta út.“ Býður sig ekki fram á móti einum eða neinum Guðmundur Árni segist bjóða sig fram í fullri auðmýkt til að leiða listann. Flokkurinn náði aðeins inn einum þingmanni í kjördæminu í síðustu þingkosningum, Þórunni, en Guðmundur Árni vill ná fjórum mönnum inn nú. „Það er jákvætt að margir gefi kost á sér, það var góður fundur í gærkvöldi þar sem við lögðum línur, og ég treysti mínu fólki til að finna farsæla lausn á þessu,“ segir Guðmundur Árni. Þá lítur hann ekki svo á að hann sé að troða Þórunni, sem vermdi sætið síðast, um tær. „Ég býð mig ekki fram á móti einum eða neinum, ég býð bara einfaldlega fram mína starfskrafta. Ég er varaformaður flokksins og hef reynt að styrkja starfið og það hefur gengið prýðilega. Við erum vel í stakk búin til að vinna kosningasigur á landinu öllu.“ Hvorugt þeirra svarar því hvert næsta skref yrði, hefðu þau ekki erindi sem erfiði Fari svo að þér verði boðið sæti neðar á lista, muntu taka því? „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ svarar Þórunn. „Ég svara engu í viðtengingarhætti,“ segir Guðmundur Árni við sömu spurningu. „Ég er að bjóða mig fram í þetta sæti og bíð niðurstöðu Í því. Svo sjáum við hvað setur.“ Spennan eykst Mikil ásókn virðist vera í sæti á lista Samfylkingarinnar. Tveir þekktir nýliðar blönduðu sér í baráttuna í morgun; Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins gefur kost á sér í 2. sæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna og Flosi Eiríksson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, íhugar alvarlega að gefa kost á sér. Á sunnudag verða svo allra augu á Valhöll; þá verður úr því skorið hvernig listi flokksins í Kraganum lítur út. Þar vilja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Jón Gunnarsson bæði annað sætið og einkum er talið mikið undir fyrir Þórdísi, sem ætlar sér formennsku þegar fram líða stundir. Ekki náðist í Þórdísi fyrir hádegisfréttir og Jón vildi ekki veita viðtal um málið.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma Möller skellir sér í pólitíkina Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. 17. október 2024 13:13 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
„Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51
Alma Möller skellir sér í pólitíkina Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. 17. október 2024 13:13