„Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 13:37 Þórunn og Guðmundur Árni ætla sér bæði að leiða lista Samfylkingarinnar í Kraganum. vísir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. Þórunn og Guðmundur Árni hafa bæði áratugalanga reynslu úr pólitík. Þau hafa bæði verið ráðherrar, hurfu til annarra starfa upp úr aldamótum en sneru aftur í stjórnmálin tiltölulega nýlega. Þórunn segist vel stemmd, það sé heilbrigðismerki fyrir flokkinn að keppst sé um forystusæti. „Í stórum þingflokki, sem við verðum vonandi eftir kosningarnar, þá þarf rétta blöndu bæði af nýliðun og reynslu. Þannig virkar það best í pólitíkinni, bæði í Samfylkingunni og öðrum flokkum,“ segir Þórunn. Afgerandi nýliðun hefur orðið hjá Samfylkingunni síðustu misseri og fólk með reynslu horfið á braut. Þórunn upplifir ekki að þróunin sé í þá átt að verið sé að bola henni burt, sem fulltrúa gömlu Samfylkingarinnar, ef svo má að orði komast. „Nei, ég upplifi það ekki þannig og ég held að það sé mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þetta er lýðræðislegt ferli og það eru félagar í Samfylkingunni, fólkið sem starfar í grasrót flokksins, sem á endanum ákveður hvernig framboðslistar líta út.“ Býður sig ekki fram á móti einum eða neinum Guðmundur Árni segist bjóða sig fram í fullri auðmýkt til að leiða listann. Flokkurinn náði aðeins inn einum þingmanni í kjördæminu í síðustu þingkosningum, Þórunni, en Guðmundur Árni vill ná fjórum mönnum inn nú. „Það er jákvætt að margir gefi kost á sér, það var góður fundur í gærkvöldi þar sem við lögðum línur, og ég treysti mínu fólki til að finna farsæla lausn á þessu,“ segir Guðmundur Árni. Þá lítur hann ekki svo á að hann sé að troða Þórunni, sem vermdi sætið síðast, um tær. „Ég býð mig ekki fram á móti einum eða neinum, ég býð bara einfaldlega fram mína starfskrafta. Ég er varaformaður flokksins og hef reynt að styrkja starfið og það hefur gengið prýðilega. Við erum vel í stakk búin til að vinna kosningasigur á landinu öllu.“ Hvorugt þeirra svarar því hvert næsta skref yrði, hefðu þau ekki erindi sem erfiði Fari svo að þér verði boðið sæti neðar á lista, muntu taka því? „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ svarar Þórunn. „Ég svara engu í viðtengingarhætti,“ segir Guðmundur Árni við sömu spurningu. „Ég er að bjóða mig fram í þetta sæti og bíð niðurstöðu Í því. Svo sjáum við hvað setur.“ Spennan eykst Mikil ásókn virðist vera í sæti á lista Samfylkingarinnar. Tveir þekktir nýliðar blönduðu sér í baráttuna í morgun; Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins gefur kost á sér í 2. sæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna og Flosi Eiríksson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, íhugar alvarlega að gefa kost á sér. Á sunnudag verða svo allra augu á Valhöll; þá verður úr því skorið hvernig listi flokksins í Kraganum lítur út. Þar vilja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Jón Gunnarsson bæði annað sætið og einkum er talið mikið undir fyrir Þórdísi, sem ætlar sér formennsku þegar fram líða stundir. Ekki náðist í Þórdísi fyrir hádegisfréttir og Jón vildi ekki veita viðtal um málið. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma Möller skellir sér í pólitíkina Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. 17. október 2024 13:13 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Þórunn og Guðmundur Árni hafa bæði áratugalanga reynslu úr pólitík. Þau hafa bæði verið ráðherrar, hurfu til annarra starfa upp úr aldamótum en sneru aftur í stjórnmálin tiltölulega nýlega. Þórunn segist vel stemmd, það sé heilbrigðismerki fyrir flokkinn að keppst sé um forystusæti. „Í stórum þingflokki, sem við verðum vonandi eftir kosningarnar, þá þarf rétta blöndu bæði af nýliðun og reynslu. Þannig virkar það best í pólitíkinni, bæði í Samfylkingunni og öðrum flokkum,“ segir Þórunn. Afgerandi nýliðun hefur orðið hjá Samfylkingunni síðustu misseri og fólk með reynslu horfið á braut. Þórunn upplifir ekki að þróunin sé í þá átt að verið sé að bola henni burt, sem fulltrúa gömlu Samfylkingarinnar, ef svo má að orði komast. „Nei, ég upplifi það ekki þannig og ég held að það sé mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þetta er lýðræðislegt ferli og það eru félagar í Samfylkingunni, fólkið sem starfar í grasrót flokksins, sem á endanum ákveður hvernig framboðslistar líta út.“ Býður sig ekki fram á móti einum eða neinum Guðmundur Árni segist bjóða sig fram í fullri auðmýkt til að leiða listann. Flokkurinn náði aðeins inn einum þingmanni í kjördæminu í síðustu þingkosningum, Þórunni, en Guðmundur Árni vill ná fjórum mönnum inn nú. „Það er jákvætt að margir gefi kost á sér, það var góður fundur í gærkvöldi þar sem við lögðum línur, og ég treysti mínu fólki til að finna farsæla lausn á þessu,“ segir Guðmundur Árni. Þá lítur hann ekki svo á að hann sé að troða Þórunni, sem vermdi sætið síðast, um tær. „Ég býð mig ekki fram á móti einum eða neinum, ég býð bara einfaldlega fram mína starfskrafta. Ég er varaformaður flokksins og hef reynt að styrkja starfið og það hefur gengið prýðilega. Við erum vel í stakk búin til að vinna kosningasigur á landinu öllu.“ Hvorugt þeirra svarar því hvert næsta skref yrði, hefðu þau ekki erindi sem erfiði Fari svo að þér verði boðið sæti neðar á lista, muntu taka því? „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ svarar Þórunn. „Ég svara engu í viðtengingarhætti,“ segir Guðmundur Árni við sömu spurningu. „Ég er að bjóða mig fram í þetta sæti og bíð niðurstöðu Í því. Svo sjáum við hvað setur.“ Spennan eykst Mikil ásókn virðist vera í sæti á lista Samfylkingarinnar. Tveir þekktir nýliðar blönduðu sér í baráttuna í morgun; Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins gefur kost á sér í 2. sæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna og Flosi Eiríksson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, íhugar alvarlega að gefa kost á sér. Á sunnudag verða svo allra augu á Valhöll; þá verður úr því skorið hvernig listi flokksins í Kraganum lítur út. Þar vilja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Jón Gunnarsson bæði annað sætið og einkum er talið mikið undir fyrir Þórdísi, sem ætlar sér formennsku þegar fram líða stundir. Ekki náðist í Þórdísi fyrir hádegisfréttir og Jón vildi ekki veita viðtal um málið.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma Möller skellir sér í pólitíkina Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. 17. október 2024 13:13 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
„Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51
Alma Möller skellir sér í pólitíkina Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. 17. október 2024 13:13