Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 10:31 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur og getur það meira segja í leikjum sem lið hans er með yfirburði. vísir / anton brink Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. Bónus Körfuboltakvöld sýndi viðtölin úr Smáranum sem Ágúst Orri Arnarson tók og sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon sögðu síðan sína skoðun á því sem gekk á. Ágúst Orri ræddi við bæði Kane og Courvoisier McCauley um atvikið sem og við þjálfara beggja liða, Viðar Örn Hafsteinsson hjá Hetti og Jóhann Þór Ólafsson hjá Grindavík. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður, spurði sérfræðingana um þetta atvik þegar Kane gekk inn á vallarhelming Hattar og truflaði upphitun liðsins. Honum og McCauley lenti þá saman. Verst voru viðbrögð Hattarmanna „Hann á ekkert erindi þangað og ég skil alveg viðbrögðin. Mér finnst þetta ekkert stórmál en hann bara ýtir og slær eitthvað frá sér. Það meiðist enginn og persónulega finnst mér þetta ekkert stórmál,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Það sem mér finnst versti parturinn við þetta allt saman voru viðbrögð Hattarmanna inn á vellinum í þriðja leikhluta. Hvernig þeir svöruðu fyrir sig. Ég hélt að þeir myndu koma út alveg bandbrjálaðir og mögulega negla Kane í einhverri hindruninni eða eitthvað. Það var ekkert svoleiðis,“ sagði Helgi. „Teitur, hvað hefði gerst ef einhver hrokagikkur, einhver týpa eins og Kane, hefði gengið inn í upphitun hjá Njarðvíkurliðinu í gamla daga og hrint eða stjakað við leikmanni,“ spurði Helgi. „Það hefði bara orðið svipuð viðbrögð. Það hefði einhver sagt honum að drulla sér í burtu,“ sagði Teitur. Teitur er samt viss um að hans menn hefði svarað þessu betur inn á vellinum sjálfum. Fannst þetta svo skemmtilegt „Mér fannst þetta svo skemmtilegt af því að það brugðust allir við. Allir, hver einasti maður í húsinu. Það eru samt tveir menn sem hafa séð þetta allt áður,“ sagði Teitur og vakti athygli á viðbrögðum þjálfara Grindvíkurliðsins. „Það eru allir úr Kópavogi komnir út á gólfið en þeir haggast ekki. Hvað lesið þið í þetta? Eru þeir orðnir þreyttir á þessu eða vanir þessu,“ spurði Teitur. „Það má segja að maður sé að kóa með einhverju en hann er bara svona týpa og er á línunni. Stígur stundum yfir línuna og er örugglega krefjandi í samskiptum. Þetta er það góður körfuboltaleikmaður,“ sagði Helgi. Þetta er blíðasti drengur „Þetta er blíðasti drengur en um leið og körfuboltaleikurinn byrjar þá verður hann dálítið villtur,“ sagði Teitur. „Mér finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt,“ sagði Helgi. „Mér fannst Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] fara svolítið hátt upp í þessu viðtali. Það var eins og hann hefði kippt Vidda algjörlega úr sambandi þarna,“ sagði Teitur. Málið er komið inn á borð aganefndar KKÍ. Það má sjá alla umfjöllunina um atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld tók fyrir Kane málið Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Bónus Körfuboltakvöld sýndi viðtölin úr Smáranum sem Ágúst Orri Arnarson tók og sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon sögðu síðan sína skoðun á því sem gekk á. Ágúst Orri ræddi við bæði Kane og Courvoisier McCauley um atvikið sem og við þjálfara beggja liða, Viðar Örn Hafsteinsson hjá Hetti og Jóhann Þór Ólafsson hjá Grindavík. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður, spurði sérfræðingana um þetta atvik þegar Kane gekk inn á vallarhelming Hattar og truflaði upphitun liðsins. Honum og McCauley lenti þá saman. Verst voru viðbrögð Hattarmanna „Hann á ekkert erindi þangað og ég skil alveg viðbrögðin. Mér finnst þetta ekkert stórmál en hann bara ýtir og slær eitthvað frá sér. Það meiðist enginn og persónulega finnst mér þetta ekkert stórmál,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Það sem mér finnst versti parturinn við þetta allt saman voru viðbrögð Hattarmanna inn á vellinum í þriðja leikhluta. Hvernig þeir svöruðu fyrir sig. Ég hélt að þeir myndu koma út alveg bandbrjálaðir og mögulega negla Kane í einhverri hindruninni eða eitthvað. Það var ekkert svoleiðis,“ sagði Helgi. „Teitur, hvað hefði gerst ef einhver hrokagikkur, einhver týpa eins og Kane, hefði gengið inn í upphitun hjá Njarðvíkurliðinu í gamla daga og hrint eða stjakað við leikmanni,“ spurði Helgi. „Það hefði bara orðið svipuð viðbrögð. Það hefði einhver sagt honum að drulla sér í burtu,“ sagði Teitur. Teitur er samt viss um að hans menn hefði svarað þessu betur inn á vellinum sjálfum. Fannst þetta svo skemmtilegt „Mér fannst þetta svo skemmtilegt af því að það brugðust allir við. Allir, hver einasti maður í húsinu. Það eru samt tveir menn sem hafa séð þetta allt áður,“ sagði Teitur og vakti athygli á viðbrögðum þjálfara Grindvíkurliðsins. „Það eru allir úr Kópavogi komnir út á gólfið en þeir haggast ekki. Hvað lesið þið í þetta? Eru þeir orðnir þreyttir á þessu eða vanir þessu,“ spurði Teitur. „Það má segja að maður sé að kóa með einhverju en hann er bara svona týpa og er á línunni. Stígur stundum yfir línuna og er örugglega krefjandi í samskiptum. Þetta er það góður körfuboltaleikmaður,“ sagði Helgi. Þetta er blíðasti drengur „Þetta er blíðasti drengur en um leið og körfuboltaleikurinn byrjar þá verður hann dálítið villtur,“ sagði Teitur. „Mér finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt,“ sagði Helgi. „Mér fannst Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] fara svolítið hátt upp í þessu viðtali. Það var eins og hann hefði kippt Vidda algjörlega úr sambandi þarna,“ sagði Teitur. Málið er komið inn á borð aganefndar KKÍ. Það má sjá alla umfjöllunina um atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld tók fyrir Kane málið
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira