Erlent

Sprengjudróni hæfði heimili Netanjahús

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Engan sakaði í árásinni.
Engan sakaði í árásinni. AP/Pamela Smith

Sprengjudróni hæfði heimili Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, snemma í morgun. Um er að ræða hús hans í Sesareu í norðurhluta Ísraels.

Talsmaður forsætisráðherrans staðfestir þetta í samtali við Reuters en segir ráðherrann ekki hafa verið á svæðinu og að enginn hafi hlotið skaða af árásinni.

Fyrr í morgun hafði ísraelsk hernaðaryfirvöld greint frá því að dróna hafi verið flogið frá Líbanon og að hann hefði hæft byggingu. Óljóst var um hvaða byggingu hafi verið að ræða. Nú liggur fyrir að það hafi verið heimili forsætisráðherrans.

Tveimur öðrum drónum var flogið yfir landamærin en ísraelska hernum tókst að afstýra því að þeir hæfðu skotmörk sín.

Eins og fram kom særðist enginn í árásinni en yfirvöld á svæðinu segja að sprengingar hafi ómað um hina norðlægu Sesareu þar sem forsætisráðherrann eigi sumarhús.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni enn sem komið er en leiða má líkur að því að hryðjuverkasamtökin Hezbollah standi að baki árásinni en þau hafa átt í illvígum átökum við Ísraelsmenn á líbönsku landamærunum undanfarnar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×