Búin að biðja Jón afsökunar Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 18:36 Jón Gunnarsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir bjóða sig bæði fram í 2. sæti í Suðvesturkjördæmi og verður krefjandi fyrir uppstillingarnefnd að velja á milli þeirra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur beðið Jón Gunnarsson, flokksfélaga sinn, afsökunar fyrir að hafa ekki látið hann vita fyrirfram að hún byði sig fram í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af því að Þórdís hygðist bjóða sig fram í kjördæminu fyrr en hann las um það í Morgunblaðinu. Þá var hann þegar búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að sækjast aftur eftir öðru sætinu sem hann hefur vermt frá því í prófkjöri fyrir síðustu alþingiskosningar. Búin að sjatla málið Greint var frá málinu í Spursmálum mbl.is þar sem Jón og Þórdís voru bæði gestir. Þar spurði Stefán Einar Stefánsson Þórdísi hvort það hefði ekki verið klókt eða kurteisi að setja sig í samband við Jón. „Fyrst þegar ég set það út í kosmósið að þetta sé eitthvað sem ég sé að íhuga þá er ég á þeim tímapunkti ekki búin að taka ákvörðun um hvernig er best að gera þetta. Einmitt af því þetta kemur allt mjög hratt upp,“ svaraði Þórdís og sagði svo: „Auðvitað hefði ég átt að láta hann formlega vita og ræða það og fara yfir það hvers vegna ég væri að gera þetta. Það er ég búin að segja við Jón og ég hef beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það með formlegum hætti. „Við erum búin að sjatla það á milli okkar,“ skaut Jón þá inn í áður en Þórdís hélt áfram: „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af því að Þórdís hygðist bjóða sig fram í kjördæminu fyrr en hann las um það í Morgunblaðinu. Þá var hann þegar búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að sækjast aftur eftir öðru sætinu sem hann hefur vermt frá því í prófkjöri fyrir síðustu alþingiskosningar. Búin að sjatla málið Greint var frá málinu í Spursmálum mbl.is þar sem Jón og Þórdís voru bæði gestir. Þar spurði Stefán Einar Stefánsson Þórdísi hvort það hefði ekki verið klókt eða kurteisi að setja sig í samband við Jón. „Fyrst þegar ég set það út í kosmósið að þetta sé eitthvað sem ég sé að íhuga þá er ég á þeim tímapunkti ekki búin að taka ákvörðun um hvernig er best að gera þetta. Einmitt af því þetta kemur allt mjög hratt upp,“ svaraði Þórdís og sagði svo: „Auðvitað hefði ég átt að láta hann formlega vita og ræða það og fara yfir það hvers vegna ég væri að gera þetta. Það er ég búin að segja við Jón og ég hef beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það með formlegum hætti. „Við erum búin að sjatla það á milli okkar,“ skaut Jón þá inn í áður en Þórdís hélt áfram: „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13