Lýsir stjórnlausum rasisma: „Hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. október 2024 20:18 Navid hóf störf sem leigubílstjóri fyrir um þremur árum siðan og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Hann segir breytingu hafa orðið þar á fyrir nokkrum mánuðum og nú séu svívirðingar og rasismi sem daglegt brauð. Aðsend/Samsett Leigubílstjóri, sem er innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir fólskulegri árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu í samfélaginu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann hræddur og kvíðinn fyrir hverja vakt. Navid Nouri er af afgönskum ættum en hann fæddist með stöðu flóttamanns í Íran. Hann lýsir æsku sinni í Íran sem afar átakanlegri en fyrir þrettán árum flúði hann til Íslands og hér hefur hann náð að búa sér gott líf með Nönnu Hlín, eiginkonu sinni, og sonum þeirra tveimur. Hann hóf störf sem leigubílstjóri fyrir þremur árum og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Navid tilheyrir tólf manna vinhópi sem allir eru leigubílstjórar og flestir af erlendum uppruna. Þeir merkja skarpa breytingu á viðmóti í sinn garð og segja rasisma hafa náð yfirhöndinni. „Við erum hræddir. Þegar við mætum til vinnu vitum við ekki hvað muni gerast, hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar. Það gerist að minnsta kosti fjórum sinnum eða fimm sinnum á kvöldi um helgar.“ Navid keyrði til dæmis tvær konur fyrir nokkrum mánuðum. Hann fann samstundis breytt viðmót þegar hann sagði annarri þeirra hverrar þjóðar hann væri. „Hún sagði strax: Hvern andskotann ertu að gera hérna, helvítis hryðjuverkamaðurinn þinn? Rétt si-svona. Svona lagað gerist oft núna.“ Hann biðlar til fólks að láta sig það varða verði það vitni að ofbeldi og rasisma. Kollegi hans lenti í ömurlegri lífsreynslu eftir að farþegi komst að því að hann væri frá miðausturlöndum. „Á leiðinni tók þessi maður upp hníf og potaði í hann aftan frá og sagði: heyrðu ég er Íslendingur, ég er víkingur. Við viljum ekki hafa þig hérna.“ Navid varð fyrir þungu áfalli í byrjun október þegar farþegi réðist á hann þegar hann bað um greiðslu fyrir akstrinum. Farþeginn brást ókvæða við, rauk út og sparkaði í bílinn. „Og svo rak hann höfuðið inn í bílinn og hrækti á mig. Ég fór út og spurði af hverju hann hefði hrækt á mig og hann kýldi mig samstundis í nefið svo mér blæddi. Ég skil þetta ekki. Ég er bara að vinna. Ég á fjölskyldu hérna og ég á fjölskyldu í Afganistan sem ég verð að styðja. Þetta er ekki auðvelt fyrir mig.“ Navid sagðist hafa átt erfitt með að segja syni sínum hvað hefði komið fyrir. Hann óttaðist hvaða áhrif það hefði á hann að heyra að hann hefði verið kýldur fyrir að vera ekki talinn Íslendingur. „Þegar sonur minn spyr hvað hafi komið fyrir, hvað á ég að segja honum? Hvernig get ég útskýrt þetta fyrir honum?“ Hvernig hefur líf þitt verið eftir árásina? „Ég mætti ekki í vinnuna í þrjá daga. Ég var hræddur. En að lokum varð ég að fara í vinnuna en í hvert skipti sem ég fer í vinnuna er ég hræddur. Hvað mun gerast í kvöld?“ Kynþáttafordómar Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Navid Nouri er af afgönskum ættum en hann fæddist með stöðu flóttamanns í Íran. Hann lýsir æsku sinni í Íran sem afar átakanlegri en fyrir þrettán árum flúði hann til Íslands og hér hefur hann náð að búa sér gott líf með Nönnu Hlín, eiginkonu sinni, og sonum þeirra tveimur. Hann hóf störf sem leigubílstjóri fyrir þremur árum og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Navid tilheyrir tólf manna vinhópi sem allir eru leigubílstjórar og flestir af erlendum uppruna. Þeir merkja skarpa breytingu á viðmóti í sinn garð og segja rasisma hafa náð yfirhöndinni. „Við erum hræddir. Þegar við mætum til vinnu vitum við ekki hvað muni gerast, hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar. Það gerist að minnsta kosti fjórum sinnum eða fimm sinnum á kvöldi um helgar.“ Navid keyrði til dæmis tvær konur fyrir nokkrum mánuðum. Hann fann samstundis breytt viðmót þegar hann sagði annarri þeirra hverrar þjóðar hann væri. „Hún sagði strax: Hvern andskotann ertu að gera hérna, helvítis hryðjuverkamaðurinn þinn? Rétt si-svona. Svona lagað gerist oft núna.“ Hann biðlar til fólks að láta sig það varða verði það vitni að ofbeldi og rasisma. Kollegi hans lenti í ömurlegri lífsreynslu eftir að farþegi komst að því að hann væri frá miðausturlöndum. „Á leiðinni tók þessi maður upp hníf og potaði í hann aftan frá og sagði: heyrðu ég er Íslendingur, ég er víkingur. Við viljum ekki hafa þig hérna.“ Navid varð fyrir þungu áfalli í byrjun október þegar farþegi réðist á hann þegar hann bað um greiðslu fyrir akstrinum. Farþeginn brást ókvæða við, rauk út og sparkaði í bílinn. „Og svo rak hann höfuðið inn í bílinn og hrækti á mig. Ég fór út og spurði af hverju hann hefði hrækt á mig og hann kýldi mig samstundis í nefið svo mér blæddi. Ég skil þetta ekki. Ég er bara að vinna. Ég á fjölskyldu hérna og ég á fjölskyldu í Afganistan sem ég verð að styðja. Þetta er ekki auðvelt fyrir mig.“ Navid sagðist hafa átt erfitt með að segja syni sínum hvað hefði komið fyrir. Hann óttaðist hvaða áhrif það hefði á hann að heyra að hann hefði verið kýldur fyrir að vera ekki talinn Íslendingur. „Þegar sonur minn spyr hvað hafi komið fyrir, hvað á ég að segja honum? Hvernig get ég útskýrt þetta fyrir honum?“ Hvernig hefur líf þitt verið eftir árásina? „Ég mætti ekki í vinnuna í þrjá daga. Ég var hræddur. En að lokum varð ég að fara í vinnuna en í hvert skipti sem ég fer í vinnuna er ég hræddur. Hvað mun gerast í kvöld?“
Kynþáttafordómar Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09