Formúla 1

Hamilton úr leik á þriðja hring

Siggeir Ævarsson skrifar
Vonsvikinn Lewis Hamilton við bíl sinn
Vonsvikinn Lewis Hamilton við bíl sinn Vísir/Getty

Hinn sjöfaldi heimsmeistari Lewis Hamilton er úr leik í bandaríska Formúla 1 kappakstrinum en hann endaði út af brautinn og pikkfastur í sandi eftir aðeins þrjá hringi.

Það hefur ekki plásið byrlega fyrir lið Mercedes þessa helgina og mikið bras var á bílum þeirra George Russell og Hamilton. Russell ræsti aftastur í kvöld en Hamilton hafði boðist til að færa varahluti á milli bílanna og ræsa sjálfur af viðgerðarsvæðinu. Því var hafnað af liðinu.

Sjálfur hafði Hamilton miklar efasemdir um ástandið á eigin bíl og miðað við hvernig málin þróuðust á brautinni hafði hann nokkuð til síns máls. Hann þaut af stað úr 17. sæti og upp í 12. áður en ósköpin dundu yfir.

Þegar 43 hringir eru búnir af 56 er Charles Leclerc í forystu en heimsmeistarinn Max Verstappen er þriðji, 13 sekúndum rúmum á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×