Leclerc kláraði nokkuð örugglega í fyrsta sæti, rúmum átta sekúndum á undan félaga sínum Sainz og rúmum 19 sekúndum á undan heimsmeistaranum Max Verstappen.
Boðið var upp á talsverða dramatík á lokametrum kappakstursins en þeir Verstappen og Lando Norris tókust hart á um þriðja sætið, sem endaði með að Norris fékk fimm sekúndna refsingu sem kostaði hann þriðja sætið.
Verstappen er þrátt fyrir þriðja sætið enn með afgerandi forystu í keppni ökumanna. Hann er með 354 stig en Lando Norris kemur næstur með 297. Leclerc er þriðji með 275 stig.