Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokk á útleið Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2024 23:19 Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru á útleið eftir fundi kjördæmaráða í dag. Fimm þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum verða ekki á lista í næstu Alþingiskosningum. Um er að ræða fjóra karla og eina konu úr fjórum kjördæmum. Það eru þau Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Teitur Björn Einarsson. Felldur af varaformanninum Jón Gunnarsson settist á þing árið 2007 og hefur því verið þingmaður í sautján ár. Hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017, innanríkisráðherra í tvo mánuði 2021 til 2022 og dómsmálaráðherra í átján mánuði á síðasta kjörtimabili frá 2022 til 2023. Jón hefur ekki verið óumdeildur í störfum sínum og laut hann í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi. Tveir íhaldssamir í Suðurkjördæmi Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður, skákaði tveimur sitjandi þingmönnum, þeim Birgi Þórarinssyni og Ásmundi Friðrikssyni, í baráttunni um 3. sætið í Suðurkjördæmi. Ásmundur Friðriksson hefur verið þingmaður í Suðurkjördæmi frá árinu 2013 og hefur einna helst vakið athygli vegna ferða sinna um kjördæmið. Birgir hefur verið á Alþingi frá árinu 2017, þar af lengst af fyrir Miðflokkinn. Hann var reyndar líka stuttlega varaþingmaður Framsóknarflokksins árin 2010 og 2012. Birgir var einn af þremur Miðflokksmönnum sem náðu inn á þing í síðustu kosningum en hann yfirgaf flokkinn skömmu eftir það og fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Bæði Ásmundur og Birgir hafa vakið athygli vegna íhaldssamra skoðana sinna í útlendingamálum. Sitjandi þingmenn á Norðurlandi detta út Berglind Ósk Guðmundsdóttir hefur verið annar þingmaður Norðausturkjördæmis frá árinu 2021. Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni, sitjandi oddvita Norðausturkjördæmis, í baráttu um oddvitasætið á fundi kjördæmaráðs. Njáll Trausti hafði svo betur gegn öðrum frambjóðendum í baráttunni um annað sætið, þar á meðal Berglindi Ósk og ákvað hún að gefa ekki kost á sér í þriðja sætið. Teitur Björn Einarsson hefur verið varaþingmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2016. Hann hefur verið það nokkuð slitrótt en verið samfleytt frá árinu 2023 þegar Haraldur Benediktsson baðst lausnar. Teitur laut í lægra haldi fyrir Birni Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar, í kosningu um 2. sæti á lista Sjálfstæðiflokks í Norðvesturkjördæmi. Teitur hafði upprunalega sóst eftir oddvitasæti en dró framboð sitt til baka og var Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi og fyrrverandi oddviti flokksins þar í bæ, því sjálfkjörinn í fyrsta sæti listans. Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. 20. október 2024 14:44 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Það eru þau Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Teitur Björn Einarsson. Felldur af varaformanninum Jón Gunnarsson settist á þing árið 2007 og hefur því verið þingmaður í sautján ár. Hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017, innanríkisráðherra í tvo mánuði 2021 til 2022 og dómsmálaráðherra í átján mánuði á síðasta kjörtimabili frá 2022 til 2023. Jón hefur ekki verið óumdeildur í störfum sínum og laut hann í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi. Tveir íhaldssamir í Suðurkjördæmi Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður, skákaði tveimur sitjandi þingmönnum, þeim Birgi Þórarinssyni og Ásmundi Friðrikssyni, í baráttunni um 3. sætið í Suðurkjördæmi. Ásmundur Friðriksson hefur verið þingmaður í Suðurkjördæmi frá árinu 2013 og hefur einna helst vakið athygli vegna ferða sinna um kjördæmið. Birgir hefur verið á Alþingi frá árinu 2017, þar af lengst af fyrir Miðflokkinn. Hann var reyndar líka stuttlega varaþingmaður Framsóknarflokksins árin 2010 og 2012. Birgir var einn af þremur Miðflokksmönnum sem náðu inn á þing í síðustu kosningum en hann yfirgaf flokkinn skömmu eftir það og fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Bæði Ásmundur og Birgir hafa vakið athygli vegna íhaldssamra skoðana sinna í útlendingamálum. Sitjandi þingmenn á Norðurlandi detta út Berglind Ósk Guðmundsdóttir hefur verið annar þingmaður Norðausturkjördæmis frá árinu 2021. Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni, sitjandi oddvita Norðausturkjördæmis, í baráttu um oddvitasætið á fundi kjördæmaráðs. Njáll Trausti hafði svo betur gegn öðrum frambjóðendum í baráttunni um annað sætið, þar á meðal Berglindi Ósk og ákvað hún að gefa ekki kost á sér í þriðja sætið. Teitur Björn Einarsson hefur verið varaþingmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2016. Hann hefur verið það nokkuð slitrótt en verið samfleytt frá árinu 2023 þegar Haraldur Benediktsson baðst lausnar. Teitur laut í lægra haldi fyrir Birni Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar, í kosningu um 2. sæti á lista Sjálfstæðiflokks í Norðvesturkjördæmi. Teitur hafði upprunalega sóst eftir oddvitasæti en dró framboð sitt til baka og var Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi og fyrrverandi oddviti flokksins þar í bæ, því sjálfkjörinn í fyrsta sæti listans.
Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. 20. október 2024 14:44 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. 20. október 2024 14:44