Emilía á löngum lista kvenna sem skora á FIFA Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 12:01 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir til varnar í leik gegn Póllandi í undankeppni EM á þessu ári. EPA-EFE/Jarek Praszkiewicz Yfir hundrað knattspyrnukonur, þar á meðal ein íslensk landsliðskona, hafa sent FIFA opið bréf og skorað á sambandið að rifta styrktarsamningi sínum við sádiarabíska olíurisann Aramco. FIFA greindi frá samningi við Aramco fyrr á þessu ári, og er fyrirtækið einn af bakhjörlunum vegna næstu heimsmeistaramóta; HM karla 2026 og HM kvenna 2027. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Nordsjælland í Danmörku, er ein þeirra sem skrifa undir bréfið til FIFA en á listanum eru knattspyrnukonur frá 24 þjóðum. Þær segja samning FIFA við Aramco vera „högg í magann“ fyrir fótboltann og vilja að samningum verði rift, út frá mannúðar- og umhverfisverndarsjónarmiðum. Sádi-Arabar hafa verið sakaðir um að nota íþróttir til hvítþvottar á orðspori sínu, en þjóðin hefur verið gagnrýnd fyrir brot á mannréttindalögum, réttindum kvenna og fyrir að gera samkynhneigð refsiverða. Aramco er í meirihlutaeigu sádi-arabíska ríkisins. „Ég held að sem knattspyrnufólk, og sérstaklega knattspyrnukonur, berum við ábyrgð á að sýna heiminum og næstu kynslóð hvað sé rétt að gera,“ segir hollenska markavélin Vivianne Miedema sem leikur með Manchester City, í samtali við BBC. Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts.Getty/Patrick Goosen „FIFA lætur alltaf eins og að sambandið vilji vera opið fyrir alla og að fótboltinn eigi að sýna gott fordæmi. Ef svo er þá þurfa samningar einnig að vera við styrktaraðila sem eru til fyrirmyndar,“ segir Miedema. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að samningurinn við Aramco sé fokkjú-putti í átt til knattspyrnu kvenna. Nefnd eru dæmi um mannréttindabrot Sádi-Araba gagnvart konum, til að mynda það að í janúar 2023 hafi Salma al-Shebab, þá doktorsnemi í Leeds í Bretlandi og tveggja barna móðir, verið dæmd í 27 ára fangelsi auk 27 ára farbanns fyrir endurtíst í þágu málfrelsis. FIFA Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira
FIFA greindi frá samningi við Aramco fyrr á þessu ári, og er fyrirtækið einn af bakhjörlunum vegna næstu heimsmeistaramóta; HM karla 2026 og HM kvenna 2027. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Nordsjælland í Danmörku, er ein þeirra sem skrifa undir bréfið til FIFA en á listanum eru knattspyrnukonur frá 24 þjóðum. Þær segja samning FIFA við Aramco vera „högg í magann“ fyrir fótboltann og vilja að samningum verði rift, út frá mannúðar- og umhverfisverndarsjónarmiðum. Sádi-Arabar hafa verið sakaðir um að nota íþróttir til hvítþvottar á orðspori sínu, en þjóðin hefur verið gagnrýnd fyrir brot á mannréttindalögum, réttindum kvenna og fyrir að gera samkynhneigð refsiverða. Aramco er í meirihlutaeigu sádi-arabíska ríkisins. „Ég held að sem knattspyrnufólk, og sérstaklega knattspyrnukonur, berum við ábyrgð á að sýna heiminum og næstu kynslóð hvað sé rétt að gera,“ segir hollenska markavélin Vivianne Miedema sem leikur með Manchester City, í samtali við BBC. Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts.Getty/Patrick Goosen „FIFA lætur alltaf eins og að sambandið vilji vera opið fyrir alla og að fótboltinn eigi að sýna gott fordæmi. Ef svo er þá þurfa samningar einnig að vera við styrktaraðila sem eru til fyrirmyndar,“ segir Miedema. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að samningurinn við Aramco sé fokkjú-putti í átt til knattspyrnu kvenna. Nefnd eru dæmi um mannréttindabrot Sádi-Araba gagnvart konum, til að mynda það að í janúar 2023 hafi Salma al-Shebab, þá doktorsnemi í Leeds í Bretlandi og tveggja barna móðir, verið dæmd í 27 ára fangelsi auk 27 ára farbanns fyrir endurtíst í þágu málfrelsis.
FIFA Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira