Sjávarorka; stefnuleysi og fordómar flokkanna Valdimar Össurarson skrifar 21. október 2024 13:31 Stutt er til næstu þingkosninga. Flokkarnir hamast við að stilla upp á lista og dusta rykið af sínum stefnuskrám sem munu svo rykfalla aftur í skúffum eftir kjördag. Sitjandi stjórnarflokkar hafa að mörgu leyti brugðist væntingum kjósenda og þjóðarinnar, t.d. í húsnæðis- og efnahagsmálum og síðast með því að blása til haustkosninga í miðri fjárlagagerð, vegna eiginhagsmuna. Hvergi nær ábyrgðarleysi stjórnmálaflokkanna hærri hæðum en í þeim umhverfis- og orkumálum sem varða stærstu orkuauðlind þjóðarinnar; sjávarorku. Þá sök eiga allir flokkar á þingi sameiginlega. Flokkarnir hafa litið framhjá eftirfarandi staðreyndum: Sjávarorka er stærsta orkuauðlind Íslendinga. Þó stjórnvöld hafi vanrækt allar rannsóknir má með samanburði við önnur lönd áætla að hér við land sé heildarorka sjávarfalla ekki undir 340 TWst á ári, og að virkjanlegur hluti hennar sé langtum meiri en allrar núverandi vatnsfalla- og gufuorku samanlagt, en hún er um 20 TWst á ári. Sjávarfallaorku má nýta víða við Íslandsstrendur, ekki síst á „köldum svæðum“ s.s. Vestfjörðum. T.d. með hinum íslenska hverfli sem Valorka þróar, en stjórnvöld hafa staðið í vegi þeirrar þróunar með sofandahætti sínum. Hverfillinn gæti verið tilbúinn til notkunar innan fárra ára, fáist áframhaldandi stuðningur við þróun hans. Flestar iðnvæddar þjóðir standa Íslendingum framar í tækniþróun á sviði sjávarorku. T.d. eru Færeyingar þegar farnir að nýta sína sjávarfallastrauma meðan hérlend stjórnvöld sofa. Yfir 70% Íslendinga vilja að sjávarfallaorka verði næsti valkostur þjóðarinnar þegar svara þarf aukinni orkueftirspurn. Mun færri vilja vatnsfallaorku og aðeins lítill hluti aðhyllist vindorku. Alþingi samþykkti í þingsályktun árið 2014 að hefja skuli rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku. Þrátt fyrir stöðugar áminningar hefur allt þingmannaliðið sofið þyrnirósarsvefni og svikist um að hefja þessar mikilvægu rannsóknir. Hávært gaspur þingmanna um yfirvofandi „orkuskort sem muni bitna á heimilum Íslendinga“ er innantómt skrum. Langmestur hluti okkar orkuframleiðslu fer til stóriðju og annarra stórnotenda og hægur vandi er að stýra þeirri orkunýtingu án tjóns fyrir heimilin. Þrýstingur sumra þingmanna á vatnsaflsvirkjanir og vindmylluskóga virðist til kominn af eiginhagsmunapoti en ekki samfélagslegri nauðsyn. Hinsvegar þarf augljóslega aukna orku þegar þjóðinni fjölgar og orkuskipti banka uppá. Þá orku liggur beinast við að sækja í virkjun sjávarfalla, þar sem umhverfisáhrif eru hverfandi; og stórum minni en vegna vind- og vatnsfallavirkjana. En hvað hyggjast flokkarnir fyrir eftir kosningar? Lítum nánar á fyrirliggjandi stefnuskrár flokka í þessum málum: Sjálfstæðisflokkur leggur mikla áherslu á fjölgun vatnsaflsvirkjana og óðauppbyggingu vindmylla en minnist hvergi á sjávarorku í sinni stefnuskrá. Flokkurinn lítur algerlega framhjá skaðsemi vatnsaflsvirkjana og vindvirkjana á umhverfið. Ekki er að finna stakt orð um sjávarorku. Framsóknarflokkur vill auka orkuframleiðslu, undir yfirskini orkuöryggis og orkuskipta. Lítur framhjá samsetningu orkumarkaðarins, líkt og Sjálfstæðisflokkur. Sama ofuráhersla er þar á vatnsafl og óðauppbyggingu vindorkuvera, án tillits til neikvæð áhrifa. Jákvætt virðist að flokkurinn leggur áherslu á nýsköpun í orkumálum; en afar ótrúverðugt í ljósi þess að í stjórnartíð flokksins hefur eina verkefni Íslendinga á sviði sjávarorku verið haldið í fjársvelti og stöðvun. Hvergi er minnst orði á sjávarorku. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur í stefnu sinni sérstakan kafla um „auðlindir hafs og stranda“, en minnist þar ekki einu orði á sjávarorku. Örlitla vonarglætu má þó sjá í orkukaflanun, þar sem styðja skal við rannsóknir á nýjum sjálfbærum orkulindum, án frekari skýringa. En flokkurinn hefur hvorki, frekar en aðrir, stutt eina verkefnið á sviði sjávarorkutækni né hafið rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku. Miðflokkurinn hefur mjög almennt og yfirborðskennt orðalag um orkumál í sinni stefnu. Þó þar sé forðast að minnast á einstakar orkuauðlindir hafa forráðamenn flokksins þrýst mjög á um frekari vatnsvirkjanir í ræðum sínum. Hvergi er minnst á sjávarorku; stærstu orkuauðlind þjóðsrinnar. Samfylkingin minnist ekki heldur einu orði á sjávarorku í nýrri stefnu sinni í orkumálum, þó flokkurinn forðist daður við frekari vatns- og vindvirkjanir. Hann hefur ekki heldur fylgt eftir þingsályktunartillögu sinni, sem Alþingi samþykkti samhljóða fyrir 10 árum, að hefja skuli rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við Ísland; þrátt fyrir áminningar þar um. Viðreisn, Píratar, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn virðast ekki hafa neina stefnu um einstakar orkuauðlindir þjóðarinnar, heldur birta einungis almenna stefnu, t.d. um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Ég hvet kjósendur til að hugsa sjálfstætt í þessum efnum; inna frambjóðendur eftir stefnu þeirra á þessu sviði á framboðsfundum sem framundan eru, og hafa svörin í huga þegar krossað er á seðil. Höfundur er frumkvöðull um sjávarorkunýtingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Stutt er til næstu þingkosninga. Flokkarnir hamast við að stilla upp á lista og dusta rykið af sínum stefnuskrám sem munu svo rykfalla aftur í skúffum eftir kjördag. Sitjandi stjórnarflokkar hafa að mörgu leyti brugðist væntingum kjósenda og þjóðarinnar, t.d. í húsnæðis- og efnahagsmálum og síðast með því að blása til haustkosninga í miðri fjárlagagerð, vegna eiginhagsmuna. Hvergi nær ábyrgðarleysi stjórnmálaflokkanna hærri hæðum en í þeim umhverfis- og orkumálum sem varða stærstu orkuauðlind þjóðarinnar; sjávarorku. Þá sök eiga allir flokkar á þingi sameiginlega. Flokkarnir hafa litið framhjá eftirfarandi staðreyndum: Sjávarorka er stærsta orkuauðlind Íslendinga. Þó stjórnvöld hafi vanrækt allar rannsóknir má með samanburði við önnur lönd áætla að hér við land sé heildarorka sjávarfalla ekki undir 340 TWst á ári, og að virkjanlegur hluti hennar sé langtum meiri en allrar núverandi vatnsfalla- og gufuorku samanlagt, en hún er um 20 TWst á ári. Sjávarfallaorku má nýta víða við Íslandsstrendur, ekki síst á „köldum svæðum“ s.s. Vestfjörðum. T.d. með hinum íslenska hverfli sem Valorka þróar, en stjórnvöld hafa staðið í vegi þeirrar þróunar með sofandahætti sínum. Hverfillinn gæti verið tilbúinn til notkunar innan fárra ára, fáist áframhaldandi stuðningur við þróun hans. Flestar iðnvæddar þjóðir standa Íslendingum framar í tækniþróun á sviði sjávarorku. T.d. eru Færeyingar þegar farnir að nýta sína sjávarfallastrauma meðan hérlend stjórnvöld sofa. Yfir 70% Íslendinga vilja að sjávarfallaorka verði næsti valkostur þjóðarinnar þegar svara þarf aukinni orkueftirspurn. Mun færri vilja vatnsfallaorku og aðeins lítill hluti aðhyllist vindorku. Alþingi samþykkti í þingsályktun árið 2014 að hefja skuli rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku. Þrátt fyrir stöðugar áminningar hefur allt þingmannaliðið sofið þyrnirósarsvefni og svikist um að hefja þessar mikilvægu rannsóknir. Hávært gaspur þingmanna um yfirvofandi „orkuskort sem muni bitna á heimilum Íslendinga“ er innantómt skrum. Langmestur hluti okkar orkuframleiðslu fer til stóriðju og annarra stórnotenda og hægur vandi er að stýra þeirri orkunýtingu án tjóns fyrir heimilin. Þrýstingur sumra þingmanna á vatnsaflsvirkjanir og vindmylluskóga virðist til kominn af eiginhagsmunapoti en ekki samfélagslegri nauðsyn. Hinsvegar þarf augljóslega aukna orku þegar þjóðinni fjölgar og orkuskipti banka uppá. Þá orku liggur beinast við að sækja í virkjun sjávarfalla, þar sem umhverfisáhrif eru hverfandi; og stórum minni en vegna vind- og vatnsfallavirkjana. En hvað hyggjast flokkarnir fyrir eftir kosningar? Lítum nánar á fyrirliggjandi stefnuskrár flokka í þessum málum: Sjálfstæðisflokkur leggur mikla áherslu á fjölgun vatnsaflsvirkjana og óðauppbyggingu vindmylla en minnist hvergi á sjávarorku í sinni stefnuskrá. Flokkurinn lítur algerlega framhjá skaðsemi vatnsaflsvirkjana og vindvirkjana á umhverfið. Ekki er að finna stakt orð um sjávarorku. Framsóknarflokkur vill auka orkuframleiðslu, undir yfirskini orkuöryggis og orkuskipta. Lítur framhjá samsetningu orkumarkaðarins, líkt og Sjálfstæðisflokkur. Sama ofuráhersla er þar á vatnsafl og óðauppbyggingu vindorkuvera, án tillits til neikvæð áhrifa. Jákvætt virðist að flokkurinn leggur áherslu á nýsköpun í orkumálum; en afar ótrúverðugt í ljósi þess að í stjórnartíð flokksins hefur eina verkefni Íslendinga á sviði sjávarorku verið haldið í fjársvelti og stöðvun. Hvergi er minnst orði á sjávarorku. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur í stefnu sinni sérstakan kafla um „auðlindir hafs og stranda“, en minnist þar ekki einu orði á sjávarorku. Örlitla vonarglætu má þó sjá í orkukaflanun, þar sem styðja skal við rannsóknir á nýjum sjálfbærum orkulindum, án frekari skýringa. En flokkurinn hefur hvorki, frekar en aðrir, stutt eina verkefnið á sviði sjávarorkutækni né hafið rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku. Miðflokkurinn hefur mjög almennt og yfirborðskennt orðalag um orkumál í sinni stefnu. Þó þar sé forðast að minnast á einstakar orkuauðlindir hafa forráðamenn flokksins þrýst mjög á um frekari vatnsvirkjanir í ræðum sínum. Hvergi er minnst á sjávarorku; stærstu orkuauðlind þjóðsrinnar. Samfylkingin minnist ekki heldur einu orði á sjávarorku í nýrri stefnu sinni í orkumálum, þó flokkurinn forðist daður við frekari vatns- og vindvirkjanir. Hann hefur ekki heldur fylgt eftir þingsályktunartillögu sinni, sem Alþingi samþykkti samhljóða fyrir 10 árum, að hefja skuli rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við Ísland; þrátt fyrir áminningar þar um. Viðreisn, Píratar, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn virðast ekki hafa neina stefnu um einstakar orkuauðlindir þjóðarinnar, heldur birta einungis almenna stefnu, t.d. um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Ég hvet kjósendur til að hugsa sjálfstætt í þessum efnum; inna frambjóðendur eftir stefnu þeirra á þessu sviði á framboðsfundum sem framundan eru, og hafa svörin í huga þegar krossað er á seðil. Höfundur er frumkvöðull um sjávarorkunýtingu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun