Þetta kemur fram í fréttaskeyti lögreglunnar, þar sem segir að vegfarendurnir tveir hafi verið fluttir á slysadeild til aðhlynningar, annar meira slasaður en hinn. Ökumaðurinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Fyrr í dag var greint frá því að um hálffjögurleytið hafi tveir einstaklingar verið fluttir á sjúkrahús eftir slys á gatnamótum Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar.