Hlær að töfralausnum í dreifingu við of háu kortisóli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2024 10:39 Helga Ágústa segir meintar töfralausnir á samfélagsmiðlum algert rugl. Vísir/Bjarni Undanfarna mánuði hafa heilsufarsgúrúar á samfélagsmiðlum kennt of miklu kortisóli um hina ýmsu kvilla, allt frá síþreytu yfir í bólgur í andliti. Lausnina segja þeir í neyslu ýmissa náttúrulyfja. Innkirtlalæknir segir þetta rugl. Undanfarna mánuði hefur borið á því á samfélagsmiðlum að ýmsir heilsukvillar eru tengdir við of mikið magn kortisóls í blóði. Sérstakar svefnstellingar, bólgur í andliti og þroti í kvið eru meðal kvillanna. Lausnirnar eru til dæmis sagðar ákveðnar jógahreyfingar, að sleppa koffíni snemma dags og að borða mat í ákveðinni röð. „Mér finnst þetta náttúrulega bara hlægilegt. Ef maður er með of hátt kortisól af sjúklegum orsökum þá myndu allir læknar heimsins og sjúklingar sem þjást af því fagna því mikið ef það væri bara hægt að klappa sér á kinnarnar og losna við hátt kortisól,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og Landspítalann og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Kortisól eykst í líkamanum á nóttunni og nær hámarki klukkan átta svo við komumst fram úr á morgnanna og getum sinnt okkar daglegu störfum. Það minnkar svo hægt og rólega yfir daginn og nær lágmarki fyrir nóttina svo við getum sofið. „Við eigum að hækka í kortisóli við allt álag - ef við erum veik eða undir miklu andlegu álagi í vinnunni eða það er streita á okkur líkamlega - þá á það að hækka,“ segir Helga Ágústa. „Kortisól er eitt af streituhormónunum okkar, við lifum ekki án þess.“ Staðreyndin er sú að meðal einkenna sjúklega hás kortisóls er sannarlega bóla í andliti, eða svokallað moon-face. Lausnirnar eru alls ekki jafn einfaldar og haldið er fram á samfélagsmiðlum. Slíkt ástand er einnig mjög sjaldgæft. „Það fjallar yfirleitt um að það er fyrirferð í heiladinglinum eða nýrnahettunni, sem getur þó legið annars staðar, sem við þurfum að fjarlægja með skurðaðgerð. Það er ekki gert með því að banka á kinnarnar á sér.“ Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur borið á því á samfélagsmiðlum að ýmsir heilsukvillar eru tengdir við of mikið magn kortisóls í blóði. Sérstakar svefnstellingar, bólgur í andliti og þroti í kvið eru meðal kvillanna. Lausnirnar eru til dæmis sagðar ákveðnar jógahreyfingar, að sleppa koffíni snemma dags og að borða mat í ákveðinni röð. „Mér finnst þetta náttúrulega bara hlægilegt. Ef maður er með of hátt kortisól af sjúklegum orsökum þá myndu allir læknar heimsins og sjúklingar sem þjást af því fagna því mikið ef það væri bara hægt að klappa sér á kinnarnar og losna við hátt kortisól,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og Landspítalann og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Kortisól eykst í líkamanum á nóttunni og nær hámarki klukkan átta svo við komumst fram úr á morgnanna og getum sinnt okkar daglegu störfum. Það minnkar svo hægt og rólega yfir daginn og nær lágmarki fyrir nóttina svo við getum sofið. „Við eigum að hækka í kortisóli við allt álag - ef við erum veik eða undir miklu andlegu álagi í vinnunni eða það er streita á okkur líkamlega - þá á það að hækka,“ segir Helga Ágústa. „Kortisól er eitt af streituhormónunum okkar, við lifum ekki án þess.“ Staðreyndin er sú að meðal einkenna sjúklega hás kortisóls er sannarlega bóla í andliti, eða svokallað moon-face. Lausnirnar eru alls ekki jafn einfaldar og haldið er fram á samfélagsmiðlum. Slíkt ástand er einnig mjög sjaldgæft. „Það fjallar yfirleitt um að það er fyrirferð í heiladinglinum eða nýrnahettunni, sem getur þó legið annars staðar, sem við þurfum að fjarlægja með skurðaðgerð. Það er ekki gert með því að banka á kinnarnar á sér.“
Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira