Aston Villa á toppinn á meðan Juventus tapaði óvænt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 21:46 John McGinn fagnar marki sínu í kvöld. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Aston Villa lagði Bologna 2-0 í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Á sama tíma tapaði Juventus gríðarlega óvænt 0-1 á heimavelli fyrir Stuttgart og þá gerðu PSG og PSV 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik á Villa Park var það hinn stórskemmtilegi John McGinn sem braut ísinn á 55. mínútu. Það var svo inn sterkbyggði Jhon Durán sem tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Morgan Rogers ekki löngu síðar. Lokatölur í Birmingham-borg 2-0 Villa í vil og Villa er sem stendur eina liðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni. Það sem meira er þá á liðið eftir að fá á sig mark í leikjunum þremur. Bologna er á sama tíma í 28. sæti með eitt stig. Five Spanish managers have now won 25+ games in the Champions League:◎ Pep Guardiola ◎ Rafael Benitez ◎ Vicente del Bosque ◎ Luis Enrique ◉ Unai Emery 🆕 Unai joins an elite group. 🇪🇸 pic.twitter.com/FeaD1yRKyY— Squawka (@Squawka) October 22, 2024 Í Torínó var Stuttgart í heimsókn en staðan var markalaus í hálfleik. Gestirnir komust yfir snemma í síðari hálfleik en markið dæmt af þar sem Deniz Undav handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Á 84. mínútu fékk Danilo sitt annað gula spjald á aðeins þremur mínútum og þar með rautt. Ekki nóg með að Juventus væri manni færri það sem eftir lifði leiks þá fengu gestirnir vítaspyrnu. Enzo Millot fór á punktinn en Mattia Perin varði spyrnu hans frábærlega. Því miður fyrir Mattia má segja að það hafi verið til einskis þar sem Millot gaf boltann á El Bilal Toure sem tryggði gestunum stigin þrjú þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Juventus er í 11. sæti með sex stig á meðan Stuttgart er í 16. sæti með fjögur stig. Leikmenn Stuttgart fagna.EPA-EFE/Alessandro Di Marco Í París var PSV í heimsókn og voru það gestirnir frá Hollandi sem komust yfir á 34. mínútu þegar Noa Lang skoraði góðu skoti. Staðan 0-1 í hálfleik en hægri bakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði á einhvern hátt með skoti af löngu færi sem fór á milli fóta Walter Benitez í marki PSV. Í uppbótartíma fékk PSG vítaspyrnu en dómari leiksins dró spyrnuna til baka eftir að skoða atvikið betur í skjánum hliðarlínunni, lokatölur 1-1. PSG er í 17. sæti með fjögur stig á meðan PSV er í 27. sæti með tvö stig. Dapur Luis Enrique, þjálfari PSG, að leik loknum.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Önnur úrslit Girona 2-0 Slovan Bratislava Sturm Graz 0-2 Sporting Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16 Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20 Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira
Eftir markalausan fyrri hálfleik á Villa Park var það hinn stórskemmtilegi John McGinn sem braut ísinn á 55. mínútu. Það var svo inn sterkbyggði Jhon Durán sem tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Morgan Rogers ekki löngu síðar. Lokatölur í Birmingham-borg 2-0 Villa í vil og Villa er sem stendur eina liðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni. Það sem meira er þá á liðið eftir að fá á sig mark í leikjunum þremur. Bologna er á sama tíma í 28. sæti með eitt stig. Five Spanish managers have now won 25+ games in the Champions League:◎ Pep Guardiola ◎ Rafael Benitez ◎ Vicente del Bosque ◎ Luis Enrique ◉ Unai Emery 🆕 Unai joins an elite group. 🇪🇸 pic.twitter.com/FeaD1yRKyY— Squawka (@Squawka) October 22, 2024 Í Torínó var Stuttgart í heimsókn en staðan var markalaus í hálfleik. Gestirnir komust yfir snemma í síðari hálfleik en markið dæmt af þar sem Deniz Undav handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Á 84. mínútu fékk Danilo sitt annað gula spjald á aðeins þremur mínútum og þar með rautt. Ekki nóg með að Juventus væri manni færri það sem eftir lifði leiks þá fengu gestirnir vítaspyrnu. Enzo Millot fór á punktinn en Mattia Perin varði spyrnu hans frábærlega. Því miður fyrir Mattia má segja að það hafi verið til einskis þar sem Millot gaf boltann á El Bilal Toure sem tryggði gestunum stigin þrjú þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Juventus er í 11. sæti með sex stig á meðan Stuttgart er í 16. sæti með fjögur stig. Leikmenn Stuttgart fagna.EPA-EFE/Alessandro Di Marco Í París var PSV í heimsókn og voru það gestirnir frá Hollandi sem komust yfir á 34. mínútu þegar Noa Lang skoraði góðu skoti. Staðan 0-1 í hálfleik en hægri bakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði á einhvern hátt með skoti af löngu færi sem fór á milli fóta Walter Benitez í marki PSV. Í uppbótartíma fékk PSG vítaspyrnu en dómari leiksins dró spyrnuna til baka eftir að skoða atvikið betur í skjánum hliðarlínunni, lokatölur 1-1. PSG er í 17. sæti með fjögur stig á meðan PSV er í 27. sæti með tvö stig. Dapur Luis Enrique, þjálfari PSG, að leik loknum.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Önnur úrslit Girona 2-0 Slovan Bratislava Sturm Graz 0-2 Sporting
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16 Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20 Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira
AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16
Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20
Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti