Landbúnaður og kosningar Margrét Gísladóttir skrifar 23. október 2024 13:31 Senn gengur þjóðin til Alþingiskosninga þar sem henni gefst færi á að kjósa um þær pólitísku áherslur sem lagðar verða til grundvallar næstu 4 árin og til framtíðar. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í hópi þingmanna þó ekki liggi enn fyrir hverjir bjóði fram krafta sína í öllum flokkum og nýir flokkar hafa einnig komið fram á sjónarsviðið. Þótt kosningabaráttan sé snörp er mikilvægt að kjósendur gefi sér tíma í að skoða stefnur flokkanna til að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar að kjördegi kemur. Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, en ef vel er haldið á spilunum og gengið verður í þau verk sem þarf, er hægt að leysa úr læðingi mikil sóknarfæri fyrir greinina. Eyjan okkar býður upp á góð skilyrði fyrir ræktun grasbíta og aðgangur að jarðvarma og orku hefur verið grundvöllur uppbyggingar í ylrækt. Álitið er að um 6% Íslands flokkist sem gott ræktunarland en þrátt fyrir það er einungis lítill hluti þess þegar ræktaður, eða um 1,6% af landinu öllu. Með réttum pólitískum áherslum er því mikið að sækja í þeim málum. Framtíð landbúnaðar er pólitísk ákvörðun Stuðningskerfi landbúnaðarins byggir einkum á tveimur stoðum; annars vegar búvörusamningum og hins vegar tollvernd. Á komandi kjörtímabili renna núverandi búvörusamningar sitt skeið og munu nýir samningar taka við árið 2027. Við gerð nýrra samninga er að mörgu að hyggja og því mikilvægt að stefnan sé skýr um hvert skal haldið. Áherslur flokka eru misjafnar þegar kemur að landbúnaðarmálum þó svo flestir hafi það á sinni stefnuskrá í einni eða annarri mynd að styðja þurfi við greinina. En hvaða sýn flokkarnir hafa á þróun landbúnaðarins til framtíðar er stóra spurningin. Tollverndin er reglulega í umræðunni og hafa stjórnmálaflokkarnir mjög misjafnar áherslur í þeim málum. Hvers konar breytingar þar á geta haft gríðarleg áhrif á landbúnað hérlendis, afnám tolla á ákveðnum vörum gætu jafnvel gengið af einhverjum greinum landbúnaðar dauðum. Þannig er ljóst að þegar núgildandi tollasamningur við ESB tók gildi, þar sem tollkvótar (umsamið magn vara sem flutt er inn án tolla) voru margfaldaðir, tók við stöðnun í flestum kjötgreinum og aukinni eftirspurn frá þeim tíma hefur f.o.f. verið svarað með innflutningi í stað aukinnar framleiðslu innanlands. Auk þessa eru sífellt auknar og íþyngjandi kröfur lagðar á greinina án þess að opinber stuðningur eða ívilnanir fylgi til að vega á móti kostnaðarauka. Í þeim málum þarf að beita skynsemi og hafa í huga sérstöðu Íslands þegar kemur t.d. að smæð markaðar eða umhverfismálum. Munu stjórnmálaflokkar horfa í auknum mæli til sérstöðu okkar og raunstöðu við innleiðingu reglna á þessu sviði eða telja þeir sjálfsagt að fylgja öðrum í einu og öllu án tillits til þessa þátta? Framundan er snörp og spennandi kosningabarátta. Ég hlakka til að heyra af áherslum stjórnmálaflokka hvað þessi mál varðar og óska kjósendum góðs gengis að afla sér upplýsinga sem leiða þá að niðurstöðu þegar í kjörklefann er komið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landbúnaður Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Senn gengur þjóðin til Alþingiskosninga þar sem henni gefst færi á að kjósa um þær pólitísku áherslur sem lagðar verða til grundvallar næstu 4 árin og til framtíðar. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í hópi þingmanna þó ekki liggi enn fyrir hverjir bjóði fram krafta sína í öllum flokkum og nýir flokkar hafa einnig komið fram á sjónarsviðið. Þótt kosningabaráttan sé snörp er mikilvægt að kjósendur gefi sér tíma í að skoða stefnur flokkanna til að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar að kjördegi kemur. Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, en ef vel er haldið á spilunum og gengið verður í þau verk sem þarf, er hægt að leysa úr læðingi mikil sóknarfæri fyrir greinina. Eyjan okkar býður upp á góð skilyrði fyrir ræktun grasbíta og aðgangur að jarðvarma og orku hefur verið grundvöllur uppbyggingar í ylrækt. Álitið er að um 6% Íslands flokkist sem gott ræktunarland en þrátt fyrir það er einungis lítill hluti þess þegar ræktaður, eða um 1,6% af landinu öllu. Með réttum pólitískum áherslum er því mikið að sækja í þeim málum. Framtíð landbúnaðar er pólitísk ákvörðun Stuðningskerfi landbúnaðarins byggir einkum á tveimur stoðum; annars vegar búvörusamningum og hins vegar tollvernd. Á komandi kjörtímabili renna núverandi búvörusamningar sitt skeið og munu nýir samningar taka við árið 2027. Við gerð nýrra samninga er að mörgu að hyggja og því mikilvægt að stefnan sé skýr um hvert skal haldið. Áherslur flokka eru misjafnar þegar kemur að landbúnaðarmálum þó svo flestir hafi það á sinni stefnuskrá í einni eða annarri mynd að styðja þurfi við greinina. En hvaða sýn flokkarnir hafa á þróun landbúnaðarins til framtíðar er stóra spurningin. Tollverndin er reglulega í umræðunni og hafa stjórnmálaflokkarnir mjög misjafnar áherslur í þeim málum. Hvers konar breytingar þar á geta haft gríðarleg áhrif á landbúnað hérlendis, afnám tolla á ákveðnum vörum gætu jafnvel gengið af einhverjum greinum landbúnaðar dauðum. Þannig er ljóst að þegar núgildandi tollasamningur við ESB tók gildi, þar sem tollkvótar (umsamið magn vara sem flutt er inn án tolla) voru margfaldaðir, tók við stöðnun í flestum kjötgreinum og aukinni eftirspurn frá þeim tíma hefur f.o.f. verið svarað með innflutningi í stað aukinnar framleiðslu innanlands. Auk þessa eru sífellt auknar og íþyngjandi kröfur lagðar á greinina án þess að opinber stuðningur eða ívilnanir fylgi til að vega á móti kostnaðarauka. Í þeim málum þarf að beita skynsemi og hafa í huga sérstöðu Íslands þegar kemur t.d. að smæð markaðar eða umhverfismálum. Munu stjórnmálaflokkar horfa í auknum mæli til sérstöðu okkar og raunstöðu við innleiðingu reglna á þessu sviði eða telja þeir sjálfsagt að fylgja öðrum í einu og öllu án tillits til þessa þátta? Framundan er snörp og spennandi kosningabarátta. Ég hlakka til að heyra af áherslum stjórnmálaflokka hvað þessi mál varðar og óska kjósendum góðs gengis að afla sér upplýsinga sem leiða þá að niðurstöðu þegar í kjörklefann er komið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun