Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2024 13:29 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mætti óvænt til Kænugarðs í vikunni. AP/Efrem Lukatsky Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. Ráðherrann sagði aðkomu Norður-Kóreu að innrásinni í Úkraínu vera „mjög alvarlega“ stigmögnun og að vera þeirra í Rússlandi myndi hafa áhrif í bæði Evrópu og Asíu. Í samtali við blaðamenn í morgun sagði Austin að í ljós yrði að koma hvað hermennirnir ættu að gera í Rússlandi eða Úkraínu og sagði hann ekki um hve marga hermenn væri að ræða, samkvæmt frétt New York Times. Engir hermenn eru sagðir vera komnir til Úkraínu en leyniþjónustur Bandaríkjanna eru sagðar ætla að opinbera í dag gervihnattamyndir af rússneskum skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn, sigla frá Norður-Kóreu til herstöðva í austurhluta Rússlands. Suðurkóreumenn birtu slíkar myndir í síðustu viku. Sjá einnig: Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa sagt að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um fimmtán hundruð sérsveitarmenn til Rússlands og að hann hafi ákveðið að senda um tólf þúsund til viðbótar. Úkraínumenn hafa slegið á svipaða strengi á undanfarinni viku. Tíu þúsund hermenn fyrir desember Leyniþjónusta Suður-Kóreu gaf í morgun út nýtt mat um að þrjú þúsund Norðurkóreskir hermenn væru komnir til Rússlands og að þeir yrðu tíu þúsund fyrir desember, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Verið sé að þjálfa þá í notkun vopna og dróna, auk þess sem þeir séu að gangast annarskonar þjálfun. Þingmaður sem ræddi við fréttaveituna hafði eftir forsvarsmönnum leyniþjónustunnar að rússneskir þjálfarar teldu norðurkóresku hermennina vel á sig komna. Þá skorti hins vegar þekkingu á nútíma hernaði og þá sérstaklega notkun dróna. Þá sagði hann Rússa búast við miklu mannfalli meðal hermannanna frá Norður-Kóreu. Utanríkisráðherra Suður-Kóreu kallaði sendiherra Rússlands þar í landi á teppið á mánudagsmorgun og krafðist krafðist þess Zinoviev að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir frá Rússlandi. Rússar hafa keypt mikið magn af skotfærum fyrir stórskotalið, eldflaugar og önnur hergögn af Norður-Kóreu á undanförnum mánuðum. Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu þegar sá síðarnefndi heimsótti Norður-Kóreu í sumar undir varnarsamkomulag sem felur meðal annars í sér að ríkin séu bundin til að aðstoða hvort annað í stríðum. Hersveitir Pútíns í Úkraínu eru taldar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum. Mönnum er nú borgað mörgu sinnum meira í bónusa við að skrá sig í herinn er gert var árið 2022 og þykir það til marks um erfiðleika við að laða að nýja hermenn. Tilraun til að komast hjá herkvaðningu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í vikunni að hann teldi Pútín vilja komast hjá annarri umfangsmikilli herkvaðningu í Rússlandi. „Ég myndi ekki segja að þá skorti mannafla,“ sagði Selenskí meðal annars. Bætti hann við að ljóst væri að Pútín vildi ekki efna til herkvaðningar og þess í stað notast við hermenn frá Norður-Kóreu. Það gæti til kynna að afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu væru að hafa áhrif á rússneskt samfélag. Í morgun birti Selenskí svo ávarp þar sem hann sagði Úkraínumenn vita hvernig bregðast ætti við þúsundum hermanna frá Norður-Kóreu á víglínunni, ef af yrði. Hins vegar væri gífurlega mikilvægt að bakhjarlar Úkraínu og aðrir litu ekki framhjá vandanum. Það þyrfti að binda enda á þetta stríð en ekki framlengja það og það þyrfti að beita Rússland og Norður-Kóreu enn meiri þrýstingi. Selenskí sagði Úkraínumenn búast við viðbrögðum frá heiminum, sem yrði vonandi meira en tóm orð. We have information about the preparation of two units of North Korean military personnel—potentially two brigades of around 6,000 soldiers each. This is a challenge, but we know how to respond to it. What’s important is that our partners don’t turn a blind eye to it.I’m… pic.twitter.com/B92glk7fOi— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 22, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúum Úkraínu fækkað um tíu milljónir frá innrásinni Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum Úkraínu hafi fækkað um fjórðung eða tíu milljónir manna frá því að innrás Rússa í landið hófst af fullum krafti fyrir tveimur árum. Fækkunin er rakin til fólksflótta, hruni í fæðingartíðni og mannfalli í stríðinu. 23. október 2024 11:50 Menn geti komist upp með morð með því að berjast í Úkraínu Einstaklingum sem eru handteknir í Rússlandi býðst nú að berjast í Úkraínu gegn því að mál þeirra séu sett á bið og líklega felld niður. Samkvæmt BBC virðist langt gengið í að þvinga menn til að ganga að samkomulaginu. 23. október 2024 10:58 Úkraínumenn reiðir vegna fyrirhugaðs fundar Guterres og Pútín Stjórnvöld í Úkraínu eru sögð afar ósátt með fregnir þess efnis að António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggist funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fimmtudaginn. 22. október 2024 06:59 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Ráðherrann sagði aðkomu Norður-Kóreu að innrásinni í Úkraínu vera „mjög alvarlega“ stigmögnun og að vera þeirra í Rússlandi myndi hafa áhrif í bæði Evrópu og Asíu. Í samtali við blaðamenn í morgun sagði Austin að í ljós yrði að koma hvað hermennirnir ættu að gera í Rússlandi eða Úkraínu og sagði hann ekki um hve marga hermenn væri að ræða, samkvæmt frétt New York Times. Engir hermenn eru sagðir vera komnir til Úkraínu en leyniþjónustur Bandaríkjanna eru sagðar ætla að opinbera í dag gervihnattamyndir af rússneskum skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn, sigla frá Norður-Kóreu til herstöðva í austurhluta Rússlands. Suðurkóreumenn birtu slíkar myndir í síðustu viku. Sjá einnig: Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa sagt að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um fimmtán hundruð sérsveitarmenn til Rússlands og að hann hafi ákveðið að senda um tólf þúsund til viðbótar. Úkraínumenn hafa slegið á svipaða strengi á undanfarinni viku. Tíu þúsund hermenn fyrir desember Leyniþjónusta Suður-Kóreu gaf í morgun út nýtt mat um að þrjú þúsund Norðurkóreskir hermenn væru komnir til Rússlands og að þeir yrðu tíu þúsund fyrir desember, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Verið sé að þjálfa þá í notkun vopna og dróna, auk þess sem þeir séu að gangast annarskonar þjálfun. Þingmaður sem ræddi við fréttaveituna hafði eftir forsvarsmönnum leyniþjónustunnar að rússneskir þjálfarar teldu norðurkóresku hermennina vel á sig komna. Þá skorti hins vegar þekkingu á nútíma hernaði og þá sérstaklega notkun dróna. Þá sagði hann Rússa búast við miklu mannfalli meðal hermannanna frá Norður-Kóreu. Utanríkisráðherra Suður-Kóreu kallaði sendiherra Rússlands þar í landi á teppið á mánudagsmorgun og krafðist krafðist þess Zinoviev að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir frá Rússlandi. Rússar hafa keypt mikið magn af skotfærum fyrir stórskotalið, eldflaugar og önnur hergögn af Norður-Kóreu á undanförnum mánuðum. Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu þegar sá síðarnefndi heimsótti Norður-Kóreu í sumar undir varnarsamkomulag sem felur meðal annars í sér að ríkin séu bundin til að aðstoða hvort annað í stríðum. Hersveitir Pútíns í Úkraínu eru taldar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum. Mönnum er nú borgað mörgu sinnum meira í bónusa við að skrá sig í herinn er gert var árið 2022 og þykir það til marks um erfiðleika við að laða að nýja hermenn. Tilraun til að komast hjá herkvaðningu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í vikunni að hann teldi Pútín vilja komast hjá annarri umfangsmikilli herkvaðningu í Rússlandi. „Ég myndi ekki segja að þá skorti mannafla,“ sagði Selenskí meðal annars. Bætti hann við að ljóst væri að Pútín vildi ekki efna til herkvaðningar og þess í stað notast við hermenn frá Norður-Kóreu. Það gæti til kynna að afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu væru að hafa áhrif á rússneskt samfélag. Í morgun birti Selenskí svo ávarp þar sem hann sagði Úkraínumenn vita hvernig bregðast ætti við þúsundum hermanna frá Norður-Kóreu á víglínunni, ef af yrði. Hins vegar væri gífurlega mikilvægt að bakhjarlar Úkraínu og aðrir litu ekki framhjá vandanum. Það þyrfti að binda enda á þetta stríð en ekki framlengja það og það þyrfti að beita Rússland og Norður-Kóreu enn meiri þrýstingi. Selenskí sagði Úkraínumenn búast við viðbrögðum frá heiminum, sem yrði vonandi meira en tóm orð. We have information about the preparation of two units of North Korean military personnel—potentially two brigades of around 6,000 soldiers each. This is a challenge, but we know how to respond to it. What’s important is that our partners don’t turn a blind eye to it.I’m… pic.twitter.com/B92glk7fOi— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 22, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúum Úkraínu fækkað um tíu milljónir frá innrásinni Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum Úkraínu hafi fækkað um fjórðung eða tíu milljónir manna frá því að innrás Rússa í landið hófst af fullum krafti fyrir tveimur árum. Fækkunin er rakin til fólksflótta, hruni í fæðingartíðni og mannfalli í stríðinu. 23. október 2024 11:50 Menn geti komist upp með morð með því að berjast í Úkraínu Einstaklingum sem eru handteknir í Rússlandi býðst nú að berjast í Úkraínu gegn því að mál þeirra séu sett á bið og líklega felld niður. Samkvæmt BBC virðist langt gengið í að þvinga menn til að ganga að samkomulaginu. 23. október 2024 10:58 Úkraínumenn reiðir vegna fyrirhugaðs fundar Guterres og Pútín Stjórnvöld í Úkraínu eru sögð afar ósátt með fregnir þess efnis að António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggist funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fimmtudaginn. 22. október 2024 06:59 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Íbúum Úkraínu fækkað um tíu milljónir frá innrásinni Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum Úkraínu hafi fækkað um fjórðung eða tíu milljónir manna frá því að innrás Rússa í landið hófst af fullum krafti fyrir tveimur árum. Fækkunin er rakin til fólksflótta, hruni í fæðingartíðni og mannfalli í stríðinu. 23. október 2024 11:50
Menn geti komist upp með morð með því að berjast í Úkraínu Einstaklingum sem eru handteknir í Rússlandi býðst nú að berjast í Úkraínu gegn því að mál þeirra séu sett á bið og líklega felld niður. Samkvæmt BBC virðist langt gengið í að þvinga menn til að ganga að samkomulaginu. 23. október 2024 10:58
Úkraínumenn reiðir vegna fyrirhugaðs fundar Guterres og Pútín Stjórnvöld í Úkraínu eru sögð afar ósátt með fregnir þess efnis að António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggist funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fimmtudaginn. 22. október 2024 06:59