„Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 15:00 Leikmenn Shakhtar hafa þurft að glíma við ýmislegt síðustu misseri. Vísir/Getty „Ég er staddur í Kyiv. Ástandið hér er spennuþrungið, það eru eldflaugaárásir frá Rússlandi á hverjum degi. Það er andlega erfitt að takast á við það. Ég á margar svefnlausar nætur,“ segir Serhiy Palkin, framkvæmdastjóri Shakhtar Donetsk. Hann veitir innsýn í erfiðar aðstæður sem leikmenn og starfsfólk félagsins þarf að glíma við. Shakhtar tapaði naumlega 1-0 fyrir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í keppninni. Liðið spilar heimaleiki sína á Veltins-vellinum í Gelsenkirchen í Þýskalandi enda ekki hægt að spila heimafyrir vegna stríðsástandsins í Úkraínu. Félagið fluttist búferlum til Kænugarðs vegna stríðsins, enda lék það Donetsk, heimabæ félagsins hvað verst. Eftir það flutti liðið til Lviv, sem er um 600 kílómetrum vestar en Kiev. Palkin segir erfitt fyrir leikmenn að eiga við ástandið. „Við erum núna að æfa og spila í Lviv, í vesturhluta Úkraínu. Þar er tiltölulega öruggt. Þegar við spilum á útivelli í Kyiv eða í austurhlutanum gistum við aðeins á hótelum sem eru með sprengjubyrgi,“ segir Palkin í samtali við miðilinn Spox og bætir við: „Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi. Þá verðum við að komast fljótt inn í byrgið. Við gerum allt sem við getum til að tryggja öryggi leikmanna okkar. En það er ekki hægt að verja sig 100 prósent í stríði.“ Liðsmenn félagsins urðu þá fyrir óþægilegri reynslu þegar sprengjuárásir urðu á borg þar sem félagið átti að leika. „Fyrir nokkrum vikum áttum við útileik í Kryvyi Rig í austurhluta Úkraínu. Tveimur dögum fyrir komu okkar varð hótelið sem við áttum að gista á fyrir eldflaugum og gjöreyðilagðist. Fjórir létust og margir slösuðust,“ „Það var mjög erfitt að sannfæra leikmenn, fjölskyldur þeirra og þjálfara um að við ættum að fara samt. Á endanum fórum við. En ekki tókst að klára leikinn vegna annars sprengjuhræðslu. Ég er mjög stoltur af leikmönnum okkar fyrir að vinna við þessar aðstæður.“ Shakhtar situr í fjórða sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir níu leiki. Dynamo Kiev er á toppnum með 25 stig. Liðin mætast um helgina í Kænugarði en næsti Meistaradeildarleikur liðsins er við Young Boys frá Sviss 6. nóvember. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Shakhtar tapaði naumlega 1-0 fyrir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í keppninni. Liðið spilar heimaleiki sína á Veltins-vellinum í Gelsenkirchen í Þýskalandi enda ekki hægt að spila heimafyrir vegna stríðsástandsins í Úkraínu. Félagið fluttist búferlum til Kænugarðs vegna stríðsins, enda lék það Donetsk, heimabæ félagsins hvað verst. Eftir það flutti liðið til Lviv, sem er um 600 kílómetrum vestar en Kiev. Palkin segir erfitt fyrir leikmenn að eiga við ástandið. „Við erum núna að æfa og spila í Lviv, í vesturhluta Úkraínu. Þar er tiltölulega öruggt. Þegar við spilum á útivelli í Kyiv eða í austurhlutanum gistum við aðeins á hótelum sem eru með sprengjubyrgi,“ segir Palkin í samtali við miðilinn Spox og bætir við: „Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi. Þá verðum við að komast fljótt inn í byrgið. Við gerum allt sem við getum til að tryggja öryggi leikmanna okkar. En það er ekki hægt að verja sig 100 prósent í stríði.“ Liðsmenn félagsins urðu þá fyrir óþægilegri reynslu þegar sprengjuárásir urðu á borg þar sem félagið átti að leika. „Fyrir nokkrum vikum áttum við útileik í Kryvyi Rig í austurhluta Úkraínu. Tveimur dögum fyrir komu okkar varð hótelið sem við áttum að gista á fyrir eldflaugum og gjöreyðilagðist. Fjórir létust og margir slösuðust,“ „Það var mjög erfitt að sannfæra leikmenn, fjölskyldur þeirra og þjálfara um að við ættum að fara samt. Á endanum fórum við. En ekki tókst að klára leikinn vegna annars sprengjuhræðslu. Ég er mjög stoltur af leikmönnum okkar fyrir að vinna við þessar aðstæður.“ Shakhtar situr í fjórða sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir níu leiki. Dynamo Kiev er á toppnum með 25 stig. Liðin mætast um helgina í Kænugarði en næsti Meistaradeildarleikur liðsins er við Young Boys frá Sviss 6. nóvember.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira