„Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. október 2024 07:01 Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Þegar ég var bara sjö ára gömul segi ég við konu sem var að vinna á göngunum í grunnskólanum mínum: Þú þarft að muna eftir mér. Birna Rún Eiríksdóttir, mundu nafnið því ég verð nefnilega mjög þekkt leikkona. Ég veit ekkert hvaðan þetta kom,“ segir leikkonan, veislustjórinn, TikTok stjarnan og uppistandarinn Birna Rún, sem er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Birnu Rún í heild sinni: Með smá ofnæmi þegar fólk segir að ADHD sé ofurkraftur „Ég var fjörugt barn með ógreint ADHD. Ég var ofvirk og átti erfitt með einbeitingu en ég var víst mjög skemmtileg líka, talaði mjög mikið og geri það smá enn,“ segir Birna um uppvaxtarárin sín. „Ég átti mjög erfitt með að einbeita mér og gat til dæmis ekki horft á bíómynd því svona tveggja tíma skuldbinding var innilokunarkennd fyrir mér. Ég var með mótþróa lengi og ætlaði ekki á lyf en ég er ekki þannig lengur þó að ég sé ekki á lyfjum.“ Hún segir að ADHD hafi sannarlega haft áhrif á að hún valdi að vinna við það sem hún raunverulega elskar. „Ég gat ekki þóst vera eitthvað annað. Mér fannst ég þrífast í leiklistinni. Þess vegna er ég þakklát að ég hafi ekki farið að tríta ADHD-ið til þess eins að passa í eitthvað box. Í dag er ég þó með smá ofnæmi þegar fólk segir að ADHD sé minn ofurkraftur. Þetta getur verið mjög erfitt og lýjandi. Ég vinn sjálfstætt og þá þarftu að hafa ótrúlega góða yfirsýn og öflugt skipulag. Ég er góð að gera plan en það getur verið erfitt að fylgja því þar sem ég er mikill sveimhugi. Það getur verið smá erfitt að halda öllum boltum á lofti en þegar mér líður vel er ofvirknin mín frábær, ég næ að afkasta ótrúlega miklu. Ég elska að stjórna mér sjálf en það getur verið mjög yfirþyrmandi að gleyma mörgu og vera með kvíða yfir því að vera að gleyma einhverju. Það er líka erfitt fyrir makann minn að ég geri kannski sömu mistökin ítrekað. Svo verða bara allir að læra að lifa með þessu.“ Birna Rún Eiríksdóttir fer á djúpum nótum yfir feril sinn, lífið og tilveruna í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Tólf ára bókaði fund með RÚV og Þjóðleikhússtjóra Birna hefur alla tíð vitað að draumar hennar lægju í leiklistinni. Hún man ekki eftir neinni ákveðinni fyrirmynd nálægt sér hvað það varðar en á mjög skemmtilega minningu af sjö ára Birnu sem vissi algjörlega hvað hún vildi. „Þegar ég var bara sjö ára gömul segi ég við konu sem var að vinna á göngunum í grunnskólanum mínum: Þú þarft að muna eftir mér. Birna Rún Eiríksdóttir. Því ég verð nefnilega mjög þekkt leikkona. Ég veit ekkert hvaðan þetta kom, en þetta var greinilega stefnan hjá mér. Svo þegar ég er í sjöunda bekk þá bóka ég fund með dagskrárstjóra RÚV. Mig minnir að ég hafi tekið með mér plagg með upplýsingum um mig og mynd, svipað og ferilskrá,“ segir Birna og hlær. Heimsóknin var eftirminnileg fyrir Birnu þar sem hún fékk meðal annars að fylgja Ragnhildi Steinunni í tökur og fleira en svo þurfti Birna að drífa sig á næsta fund. „Því ég átti nefnilega líka bókaðan fund með Þjóðleikhússtjóra. Mamma skutlaði mér á milli staða og þetta var fyrir tíma samfélagsmiðla þannig að hún tók bara dagblaðið með sér. En ég var með mjög skýr markmið mjög snemma og var alveg ákveðin með mína stefnu frá byrjun.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Eiríksdóttir (@birnaruneiriks) Fann sig í húmornum á sviðinu Hún segir að mögulega hafi þetta líka sprottið út frá því að hún hafi ekki fundið sig vel í hefðbundnum lærdómi í skólanum. „Hrósin sem ég fékk voru fyrir það að vera fyndin og skemmtileg. Ég held að frekar snemma hafi ég fundið að ég þyrfti að vera meira fyndin, skemmtileg og létt, geta farið upp á svið og verið sniðug og fengið mín stig fyrir það. Pabbi fann nú einmitt einhverja mynd af mér pínulítilli þar sem ég er enn með bleyju og ég er með atriði uppi á kolli að vera fyndin, svona tveggja ára. Ég held að ég hafi bara fattað það mjög snemma að það er rosa gaman að fá athygli og vera fyndin.“ Þegar Birna útskrifast úr grunnskóla fær hún hlutverk í kvikmyndinni Óróa og það staðfesti algjörlega fyrir henni að þetta væri það sem hún vildi gera við líf sitt. Hún hefur aldrei séð eftir því að hafa fetað þessa braut. „Ég reyni yfir höfuð að sjá bara ekki eftir neinu. Ef maður dettur í það er það bara svo ógeðslega leiðinlegt. Ég hef dottið í það að ætla að sjá eftir því að hafa farið svona snemma í Listaháskólann því ég verð ólétt svo snemma. Þegar ég er að útskrifast úr menntaskóla er ég með fjögurra mánaða barn og komin inn í LHÍ. Ég hafði alltaf stefnt á að fara þangað en ég hélt að ég þyrfti að fara nokkrum sinnum í prufur. Ég ætlaði bara að sjá hvernig þær gengu fyrir sig en ég komst strax inn. Það var brekka að byrja í skólanum með barn sem var ekki orðið eins árs og fyrstu tvö árin voru erfið.“ Fjórtán ára sagt að hún geti ekki eignast börn Birna var átján ára þegar hún verður ólétt en fær það ekki staðfest fyrr en hún er komin rúma þrjá mánuði á leið. Þrátt fyrir það var hún í margar vikur á undan viss um að hún væri ólétt. „Það var sjokk. Það á sér líka langan aðdraganda. Ég fæ að vita í níunda bekk hjá einhverjum ágætum kvensjúkdómalækni að ég muni bara ekki geta eignast barn sjálf. Þá er ég greind með PCOS sem er þekkt í dag en ég hafði náttúrulega aldrei heyrt um það þá. Þetta var frekar svona eldri læknir og hann bara hendir þessu i mig en setur mig á pilluna sem tekur niður mörg einkenni. Ég á pillunni endalaust lengi en svo verða smá pillumistök þegar ég er átján ára og nýbyrjuð með manninum mínum og ég verð bara ólétt strax. Það bjóst enginn við þessu og það trúði mér enginn þegar ég fer og bið um blóðprufu. Ég fékk neikvætt óléttupróf nefnilega en en var viss um að ég væri ólétt. Svörin úr blóðprufunni skila sér aldrei til heimilislæknis, ég bíð og bíð, er látin fá ristillyf því það var bara haldið að ég væri stífluð. Svo verð ég mjög þrútin í maganum en fékk engin eðlileg einkenni. Ég var alltaf að fá blóðnasir því æðakerfið þynnist auðvitað þegar þú ert ólétt og þetta var farið að líta mjög illa út.“ Mesta sjokkið að vera komin rúma þrjá mánuði á leið Mamma Birnu fer svo aftur með hana til heimilislæknis sem loksins áttar sig á því að Birna er ólétt. „Það var líka kannski mesta sjokkið, að vera komin rúma þrjá mánuði. Ég og Ebbi maðurinn minn fengum aldrei að eiga þetta ein. Við gátum ekki tekið þetta og melt í nokkrar vikur, gert plön og svo sagt fólki frá. Daginn eftir að við fengum að vita vissu allir þetta, allur skólinn minn, vinir okkar og fjölskylda. Við fengum ekkert prívasí og það var mjög erfitt. Ég náði ekkert að taka þetta inn og þetta gerist rosalega hratt. En ég er alveg viss um að þetta átti að gerast, ég trúi því mjög mikið. Ég veit ekkert hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki átt hana. Það er rosaleg jarðbinding að eignast barn svona ung. Ég ákvað strax að láta þetta ekki trufla mína drauma. Ég var ekki að fara að setja sjálfa mig á hilluna og ég hugsaði hún þarf bara að koma með mér í þetta. Maðurinn minn fer líka í sitt draumanám, hann fer í viðskiptafræði og ég í leiklistina.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Eiríksdóttir (@birnaruneiriks) Mikilvægt og mótandi hark Birna segir að þetta hafi sannarlega verið mótandi og erfitt en hún hefði ekki viljað hafa neitt öðruvísi. „Þetta var vissulega krefjandi, að vera með 70 þúsund krónur á mánuði á leigumarkaði með barn og í námi. Ég þurfti að vinna um helgar, um jólin og á sumrin. Það sem ég veit líka í dag er að þetta gaf mér allt annan skilning á lífinu. Þetta er eina harkið sem ég hef þurft að fara í gegnum í lífinu. Ég ólst þægilega upp og við eigum auðvitað ótrúlega sterkt bakland.“ Hún segir hjálp frá fjölskyldunni algjörlega ómetanlega en þau voru ungu foreldrunum mikill stuðningur. „Við hefðum náttúrulega bara ekki getað þetta án þeirra. Ég er mjög þakklát fyrir harkið sem fylgdi því að þurfa að vinna með náminu, halda sér á leigumarkaði, sjá um barn og reikna út hvort þú eigir efni á kaffibolla. Því annars væri ég ekki svona ótrúlega þakklát fyrir þann stað sem ég er á í dag. Eftir á að hyggja er ég ógeðslega fegin að mér var gefið þetta verkefni því þetta var drullu erfitt en ég er þakklátari fyrir allt sem ég á í dag.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Eiríksdóttir (@birnaruneiriks) Langar að knúsa átján ára Birnu Hún segist hugsa til yngri Birnu með mikilli hlýju. „Mig langar ógeðslega að taka átján ára Birnu og gefa henni bara massa hlýtt knús. Mig langar að segja við hana: Næstu ár verða ógeðslega erfið en ekki gefast upp því það er eitthvað mjög hlýtt að koma á eftir þessu öllu. Ég vorkenni henni því hún var lítil í sér og þetta var ógeðslega erfitt en ég er líka ótrúlega stolt af henni.“ Birna og Ebbi eiginmaður hennar eru í dag búin að vera saman í þrettán ár. Þau eignuðust svo annað barn tæpum sjö árum eftir frumburðinn og var sú meðganga allt öðruvísi upplifun. „Það er ógeðslega fyndið því þá er ég 25 ára og var búin að vera í leikhúsinu í ár. Ég upplifði mig svo ótrúlega fullorðna. Ég er 25 ára, nú er ég tilbúin að verða móðir aftur,“ segir Birna hlæjandi og bætir við: „Svo lít ég til baka og ég var líka ótrúlega ung þá. En 25 ára Birna var vissulega tilbúnari, byrjuð að vinna, með venjuleg laun, átti íbúð og bíl og var búin að gera þetta áður.“ Mætti lúmskum fordómum í heilbrigðiskerfinu Hún segist sömuleiðis hafa fundið mun á því hvernig komið var fram við hana á seinni meðgöngunni. „Ég mætti náttúrulega alveg fordómum í heilbrigðiskerfinu þegar ég var ólétt átján ára, svona lúmskum fordómum. Ég fór í skoðanir og fékk oft: Ertu með pabbanum? Ég var alltaf að fá svona já, þetta hefur verið slys. Svo þegar ég var 25 ára fékk ég spurninguna: Er þetta sami pabbi? Já er það? Það er auðvitað vottur af fordómum þar en ég skil að það er pottþétt algengt að hætta með makanum sínum þegar maður eignast barn svona ungur því það er ógeðslega erfitt. Mér fannst ég bara geðveikt samþykkt alls staðar og það var kannski léttara við þetta. Ég upplifði að bæði mér og samfélaginu fannst ég tilbúin.“ Einkalífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Birnu Rún í heild sinni: Með smá ofnæmi þegar fólk segir að ADHD sé ofurkraftur „Ég var fjörugt barn með ógreint ADHD. Ég var ofvirk og átti erfitt með einbeitingu en ég var víst mjög skemmtileg líka, talaði mjög mikið og geri það smá enn,“ segir Birna um uppvaxtarárin sín. „Ég átti mjög erfitt með að einbeita mér og gat til dæmis ekki horft á bíómynd því svona tveggja tíma skuldbinding var innilokunarkennd fyrir mér. Ég var með mótþróa lengi og ætlaði ekki á lyf en ég er ekki þannig lengur þó að ég sé ekki á lyfjum.“ Hún segir að ADHD hafi sannarlega haft áhrif á að hún valdi að vinna við það sem hún raunverulega elskar. „Ég gat ekki þóst vera eitthvað annað. Mér fannst ég þrífast í leiklistinni. Þess vegna er ég þakklát að ég hafi ekki farið að tríta ADHD-ið til þess eins að passa í eitthvað box. Í dag er ég þó með smá ofnæmi þegar fólk segir að ADHD sé minn ofurkraftur. Þetta getur verið mjög erfitt og lýjandi. Ég vinn sjálfstætt og þá þarftu að hafa ótrúlega góða yfirsýn og öflugt skipulag. Ég er góð að gera plan en það getur verið erfitt að fylgja því þar sem ég er mikill sveimhugi. Það getur verið smá erfitt að halda öllum boltum á lofti en þegar mér líður vel er ofvirknin mín frábær, ég næ að afkasta ótrúlega miklu. Ég elska að stjórna mér sjálf en það getur verið mjög yfirþyrmandi að gleyma mörgu og vera með kvíða yfir því að vera að gleyma einhverju. Það er líka erfitt fyrir makann minn að ég geri kannski sömu mistökin ítrekað. Svo verða bara allir að læra að lifa með þessu.“ Birna Rún Eiríksdóttir fer á djúpum nótum yfir feril sinn, lífið og tilveruna í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Tólf ára bókaði fund með RÚV og Þjóðleikhússtjóra Birna hefur alla tíð vitað að draumar hennar lægju í leiklistinni. Hún man ekki eftir neinni ákveðinni fyrirmynd nálægt sér hvað það varðar en á mjög skemmtilega minningu af sjö ára Birnu sem vissi algjörlega hvað hún vildi. „Þegar ég var bara sjö ára gömul segi ég við konu sem var að vinna á göngunum í grunnskólanum mínum: Þú þarft að muna eftir mér. Birna Rún Eiríksdóttir. Því ég verð nefnilega mjög þekkt leikkona. Ég veit ekkert hvaðan þetta kom, en þetta var greinilega stefnan hjá mér. Svo þegar ég er í sjöunda bekk þá bóka ég fund með dagskrárstjóra RÚV. Mig minnir að ég hafi tekið með mér plagg með upplýsingum um mig og mynd, svipað og ferilskrá,“ segir Birna og hlær. Heimsóknin var eftirminnileg fyrir Birnu þar sem hún fékk meðal annars að fylgja Ragnhildi Steinunni í tökur og fleira en svo þurfti Birna að drífa sig á næsta fund. „Því ég átti nefnilega líka bókaðan fund með Þjóðleikhússtjóra. Mamma skutlaði mér á milli staða og þetta var fyrir tíma samfélagsmiðla þannig að hún tók bara dagblaðið með sér. En ég var með mjög skýr markmið mjög snemma og var alveg ákveðin með mína stefnu frá byrjun.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Eiríksdóttir (@birnaruneiriks) Fann sig í húmornum á sviðinu Hún segir að mögulega hafi þetta líka sprottið út frá því að hún hafi ekki fundið sig vel í hefðbundnum lærdómi í skólanum. „Hrósin sem ég fékk voru fyrir það að vera fyndin og skemmtileg. Ég held að frekar snemma hafi ég fundið að ég þyrfti að vera meira fyndin, skemmtileg og létt, geta farið upp á svið og verið sniðug og fengið mín stig fyrir það. Pabbi fann nú einmitt einhverja mynd af mér pínulítilli þar sem ég er enn með bleyju og ég er með atriði uppi á kolli að vera fyndin, svona tveggja ára. Ég held að ég hafi bara fattað það mjög snemma að það er rosa gaman að fá athygli og vera fyndin.“ Þegar Birna útskrifast úr grunnskóla fær hún hlutverk í kvikmyndinni Óróa og það staðfesti algjörlega fyrir henni að þetta væri það sem hún vildi gera við líf sitt. Hún hefur aldrei séð eftir því að hafa fetað þessa braut. „Ég reyni yfir höfuð að sjá bara ekki eftir neinu. Ef maður dettur í það er það bara svo ógeðslega leiðinlegt. Ég hef dottið í það að ætla að sjá eftir því að hafa farið svona snemma í Listaháskólann því ég verð ólétt svo snemma. Þegar ég er að útskrifast úr menntaskóla er ég með fjögurra mánaða barn og komin inn í LHÍ. Ég hafði alltaf stefnt á að fara þangað en ég hélt að ég þyrfti að fara nokkrum sinnum í prufur. Ég ætlaði bara að sjá hvernig þær gengu fyrir sig en ég komst strax inn. Það var brekka að byrja í skólanum með barn sem var ekki orðið eins árs og fyrstu tvö árin voru erfið.“ Fjórtán ára sagt að hún geti ekki eignast börn Birna var átján ára þegar hún verður ólétt en fær það ekki staðfest fyrr en hún er komin rúma þrjá mánuði á leið. Þrátt fyrir það var hún í margar vikur á undan viss um að hún væri ólétt. „Það var sjokk. Það á sér líka langan aðdraganda. Ég fæ að vita í níunda bekk hjá einhverjum ágætum kvensjúkdómalækni að ég muni bara ekki geta eignast barn sjálf. Þá er ég greind með PCOS sem er þekkt í dag en ég hafði náttúrulega aldrei heyrt um það þá. Þetta var frekar svona eldri læknir og hann bara hendir þessu i mig en setur mig á pilluna sem tekur niður mörg einkenni. Ég á pillunni endalaust lengi en svo verða smá pillumistök þegar ég er átján ára og nýbyrjuð með manninum mínum og ég verð bara ólétt strax. Það bjóst enginn við þessu og það trúði mér enginn þegar ég fer og bið um blóðprufu. Ég fékk neikvætt óléttupróf nefnilega en en var viss um að ég væri ólétt. Svörin úr blóðprufunni skila sér aldrei til heimilislæknis, ég bíð og bíð, er látin fá ristillyf því það var bara haldið að ég væri stífluð. Svo verð ég mjög þrútin í maganum en fékk engin eðlileg einkenni. Ég var alltaf að fá blóðnasir því æðakerfið þynnist auðvitað þegar þú ert ólétt og þetta var farið að líta mjög illa út.“ Mesta sjokkið að vera komin rúma þrjá mánuði á leið Mamma Birnu fer svo aftur með hana til heimilislæknis sem loksins áttar sig á því að Birna er ólétt. „Það var líka kannski mesta sjokkið, að vera komin rúma þrjá mánuði. Ég og Ebbi maðurinn minn fengum aldrei að eiga þetta ein. Við gátum ekki tekið þetta og melt í nokkrar vikur, gert plön og svo sagt fólki frá. Daginn eftir að við fengum að vita vissu allir þetta, allur skólinn minn, vinir okkar og fjölskylda. Við fengum ekkert prívasí og það var mjög erfitt. Ég náði ekkert að taka þetta inn og þetta gerist rosalega hratt. En ég er alveg viss um að þetta átti að gerast, ég trúi því mjög mikið. Ég veit ekkert hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki átt hana. Það er rosaleg jarðbinding að eignast barn svona ung. Ég ákvað strax að láta þetta ekki trufla mína drauma. Ég var ekki að fara að setja sjálfa mig á hilluna og ég hugsaði hún þarf bara að koma með mér í þetta. Maðurinn minn fer líka í sitt draumanám, hann fer í viðskiptafræði og ég í leiklistina.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Eiríksdóttir (@birnaruneiriks) Mikilvægt og mótandi hark Birna segir að þetta hafi sannarlega verið mótandi og erfitt en hún hefði ekki viljað hafa neitt öðruvísi. „Þetta var vissulega krefjandi, að vera með 70 þúsund krónur á mánuði á leigumarkaði með barn og í námi. Ég þurfti að vinna um helgar, um jólin og á sumrin. Það sem ég veit líka í dag er að þetta gaf mér allt annan skilning á lífinu. Þetta er eina harkið sem ég hef þurft að fara í gegnum í lífinu. Ég ólst þægilega upp og við eigum auðvitað ótrúlega sterkt bakland.“ Hún segir hjálp frá fjölskyldunni algjörlega ómetanlega en þau voru ungu foreldrunum mikill stuðningur. „Við hefðum náttúrulega bara ekki getað þetta án þeirra. Ég er mjög þakklát fyrir harkið sem fylgdi því að þurfa að vinna með náminu, halda sér á leigumarkaði, sjá um barn og reikna út hvort þú eigir efni á kaffibolla. Því annars væri ég ekki svona ótrúlega þakklát fyrir þann stað sem ég er á í dag. Eftir á að hyggja er ég ógeðslega fegin að mér var gefið þetta verkefni því þetta var drullu erfitt en ég er þakklátari fyrir allt sem ég á í dag.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Eiríksdóttir (@birnaruneiriks) Langar að knúsa átján ára Birnu Hún segist hugsa til yngri Birnu með mikilli hlýju. „Mig langar ógeðslega að taka átján ára Birnu og gefa henni bara massa hlýtt knús. Mig langar að segja við hana: Næstu ár verða ógeðslega erfið en ekki gefast upp því það er eitthvað mjög hlýtt að koma á eftir þessu öllu. Ég vorkenni henni því hún var lítil í sér og þetta var ógeðslega erfitt en ég er líka ótrúlega stolt af henni.“ Birna og Ebbi eiginmaður hennar eru í dag búin að vera saman í þrettán ár. Þau eignuðust svo annað barn tæpum sjö árum eftir frumburðinn og var sú meðganga allt öðruvísi upplifun. „Það er ógeðslega fyndið því þá er ég 25 ára og var búin að vera í leikhúsinu í ár. Ég upplifði mig svo ótrúlega fullorðna. Ég er 25 ára, nú er ég tilbúin að verða móðir aftur,“ segir Birna hlæjandi og bætir við: „Svo lít ég til baka og ég var líka ótrúlega ung þá. En 25 ára Birna var vissulega tilbúnari, byrjuð að vinna, með venjuleg laun, átti íbúð og bíl og var búin að gera þetta áður.“ Mætti lúmskum fordómum í heilbrigðiskerfinu Hún segist sömuleiðis hafa fundið mun á því hvernig komið var fram við hana á seinni meðgöngunni. „Ég mætti náttúrulega alveg fordómum í heilbrigðiskerfinu þegar ég var ólétt átján ára, svona lúmskum fordómum. Ég fór í skoðanir og fékk oft: Ertu með pabbanum? Ég var alltaf að fá svona já, þetta hefur verið slys. Svo þegar ég var 25 ára fékk ég spurninguna: Er þetta sami pabbi? Já er það? Það er auðvitað vottur af fordómum þar en ég skil að það er pottþétt algengt að hætta með makanum sínum þegar maður eignast barn svona ungur því það er ógeðslega erfitt. Mér fannst ég bara geðveikt samþykkt alls staðar og það var kannski léttara við þetta. Ég upplifði að bæði mér og samfélaginu fannst ég tilbúin.“
Einkalífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira