Kitlar að skella sér í stjórnmálin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. október 2024 14:45 Ásdís Rán íhugar nú þingframboð en gefur einnig út nýja bók í dag á ensku. Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona, fyrirsæta og fyrrverandi forsetframbjóðandi segir að það kitli hana að bjóða sig fram til þings. Hana gruni að tíminn sé of naumur en hún segir nokkra hafa komið að tal við sig og boðið sér sæti á listum. Ásdís hefur að nógu öðru að snúa og gefur í dag út lífsstílsleiðavísir sinn á ensku. „Ég var bara að koma aftur til landsins um helgina og þetta gerðist svo hratt að ég hafði ekki hugsað mikið út í það að fara inn á þetta svið,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún greindi frá því fyrr í dag á samfélagsmiðlum að hún lægi undir stjórnmálafeldi. Líkt og alþjóð man eftir bauð Ásdís sig fram til forseta fyrr á árinu svo athygli vakti. Nú eru Alþingiskosningar í nánd og margir sem áður voru í sporum Ásdísar nú í framboði líkt og þau Halla Hrund Logadóttir og Viktor Traustason. „Það kitlar mig aðeins að skella mér út í stjórnmál en mig grunar að tíminn sé of naumur fyrir mig til þess að velja mér rétt lið. Það hafa einhverjir komið til tals við mig og boðið mér sæti á listum en það hefur ekki gengið upp að svo stöddu og algjörlega óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Segist telja að hægt sé að gera betur Ásdís tekur fram að hún sé enginn sérfræðingur í íslenskum stjórnmálum. Hún hafi hinsvegar mikla lífsreynslu og búið víðast hvar í heiminum. Segist Ásdís telja að víðar sé hugað betur að hagsmunum almennings en á Íslandi. „Ég hef eignast börn, rekið heimili og stjórnað fyrirtækjum, bæði hér á Íslandi og erlendis. Það er mitt hjartans mál að styðja betur við okkar fólk á flestum sviðum,“ segir Ásdís. Hún bendir á að þrátt fyrir að vera ekki í framboði hafi hún nóg fyrir stafni og nefnir Ásdís að hún hafi einmitt í dag gefið út bók sína Celebrate You: The Art of Self-Love, á ensku. Bókin sé fáanleg á Amazon, bæði í eiginlegu formi og sem rafbók. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þessa bók, ég er búin að vera að dunda mér í að þýða hana í sumar eftir forsetaslaginn. Þetta er falleg vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra að elska sjálfa sig, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
„Ég var bara að koma aftur til landsins um helgina og þetta gerðist svo hratt að ég hafði ekki hugsað mikið út í það að fara inn á þetta svið,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún greindi frá því fyrr í dag á samfélagsmiðlum að hún lægi undir stjórnmálafeldi. Líkt og alþjóð man eftir bauð Ásdís sig fram til forseta fyrr á árinu svo athygli vakti. Nú eru Alþingiskosningar í nánd og margir sem áður voru í sporum Ásdísar nú í framboði líkt og þau Halla Hrund Logadóttir og Viktor Traustason. „Það kitlar mig aðeins að skella mér út í stjórnmál en mig grunar að tíminn sé of naumur fyrir mig til þess að velja mér rétt lið. Það hafa einhverjir komið til tals við mig og boðið mér sæti á listum en það hefur ekki gengið upp að svo stöddu og algjörlega óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Segist telja að hægt sé að gera betur Ásdís tekur fram að hún sé enginn sérfræðingur í íslenskum stjórnmálum. Hún hafi hinsvegar mikla lífsreynslu og búið víðast hvar í heiminum. Segist Ásdís telja að víðar sé hugað betur að hagsmunum almennings en á Íslandi. „Ég hef eignast börn, rekið heimili og stjórnað fyrirtækjum, bæði hér á Íslandi og erlendis. Það er mitt hjartans mál að styðja betur við okkar fólk á flestum sviðum,“ segir Ásdís. Hún bendir á að þrátt fyrir að vera ekki í framboði hafi hún nóg fyrir stafni og nefnir Ásdís að hún hafi einmitt í dag gefið út bók sína Celebrate You: The Art of Self-Love, á ensku. Bókin sé fáanleg á Amazon, bæði í eiginlegu formi og sem rafbók. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þessa bók, ég er búin að vera að dunda mér í að þýða hana í sumar eftir forsetaslaginn. Þetta er falleg vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra að elska sjálfa sig, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira