María Rut leiðir lista Viðreisnar í Norðvestur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2024 20:37 María Rut leiðir lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, og kveðst spennt fyrir komandi kosningabaráttu. Viðreisn María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Landshlutaráð flokksins í kjördæminu samþykkti listann í kvöld með öllum greiddum atkvæðum. Í öðru sæti listans er Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Þriðja sætið skipar Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar og í fjórða sæti er Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Í tilkynningu um listann er haft eftir Maríu að hún sé stolt af því að leiða listann. Hún hlakki til komandi kosningabaráttur. „Við teflum fram glæsilegum lista. Hann er stútfullur af reynslumiklu og björtu fólki sem þekkir hvern krók og kima kjördæmisins. Hjarta mitt slær fyrir Norðvesturkjördæmi og ég hlakka til að hitta fólk og heyra hvað það er sem því liggur á hjarta. Ég hef öðlast mikla reynslu á síðustu árum bæði sem aðstoðarmaður formanns Viðreisnar og sem varaþingmaður,“ er haft eftir Maríu Rut. „Stóra verkefnið fram undan er að létta fólki róðurinn. Bæði hvað varðar efnahagsástandið en einnig þegar kemur að andlegri líðan. Í Norðvesturkjördæmi er einnig mikið ákall um bættar samgöngur, atvinnuuppbyggingu og þjónustu. Þar er verk að vinna og við erum svo sannarlega tilbúin að hefjast handa.“ Listinn í heild sinni er eftirfarandi: 1. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Flateyri 2. Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Akranesi 3. Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar. Stykkishólmi 4. Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Ísafirði 5. Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Norðuráli. Akranesi 6. Alexander Aron Guðjónsson, Lýsingahönnuður og rafvirki. Akranesi 7. Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri. Patreksfirði 8. Magnús Einar Magnússon, stálsmíðameistari. Flateyri 9. Maggý Hrönn Hermannsdóttir, kennari á eftirlaunum. Ólafsvík 10. Sigþór Snorrason, kennari. Ísafirði 11. Alma Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks. Blönduósi 12. Gísli Karel Halldórsson, verkfræðingur. Borgarnesi 13. Sunna Gylfadóttir, kennari. Varmahlíð 14. Sigurbjörn Sveinsson, læknir. Reykjavík Viðreisn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Í öðru sæti listans er Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Þriðja sætið skipar Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar og í fjórða sæti er Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Í tilkynningu um listann er haft eftir Maríu að hún sé stolt af því að leiða listann. Hún hlakki til komandi kosningabaráttur. „Við teflum fram glæsilegum lista. Hann er stútfullur af reynslumiklu og björtu fólki sem þekkir hvern krók og kima kjördæmisins. Hjarta mitt slær fyrir Norðvesturkjördæmi og ég hlakka til að hitta fólk og heyra hvað það er sem því liggur á hjarta. Ég hef öðlast mikla reynslu á síðustu árum bæði sem aðstoðarmaður formanns Viðreisnar og sem varaþingmaður,“ er haft eftir Maríu Rut. „Stóra verkefnið fram undan er að létta fólki róðurinn. Bæði hvað varðar efnahagsástandið en einnig þegar kemur að andlegri líðan. Í Norðvesturkjördæmi er einnig mikið ákall um bættar samgöngur, atvinnuuppbyggingu og þjónustu. Þar er verk að vinna og við erum svo sannarlega tilbúin að hefjast handa.“ Listinn í heild sinni er eftirfarandi: 1. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Flateyri 2. Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Akranesi 3. Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar. Stykkishólmi 4. Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Ísafirði 5. Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Norðuráli. Akranesi 6. Alexander Aron Guðjónsson, Lýsingahönnuður og rafvirki. Akranesi 7. Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri. Patreksfirði 8. Magnús Einar Magnússon, stálsmíðameistari. Flateyri 9. Maggý Hrönn Hermannsdóttir, kennari á eftirlaunum. Ólafsvík 10. Sigþór Snorrason, kennari. Ísafirði 11. Alma Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks. Blönduósi 12. Gísli Karel Halldórsson, verkfræðingur. Borgarnesi 13. Sunna Gylfadóttir, kennari. Varmahlíð 14. Sigurbjörn Sveinsson, læknir. Reykjavík
Viðreisn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira