„Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. október 2024 10:31 Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli. Aðsent/Andrea Jónsdóttir Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga nagli, líkir líkamanum við vegasalt sem þarfnast rólegra stunda og slökunar. Hún hvetur fólk til að staldra við og hægja á sér í stað þess að keyra sig út. Ragga er hnyttin og kómísk í skrifum sínum á samfélagsmiðlum um heilsu og lífstíl. Í nýjasta pistli hennar á Facebook fjallar hún um streituástand fólks í samfélaginu og áhrifum þess á líkamann og andlega líðan. „Finnst þér þú alltaf vera að drífa þig? Eins og útspýtt hundsskinn á morgnana að hundskast úr húsi. Setur á þig maskara á rauðu ljósi. Grýtir í þig jógúrti um leið og þú svarar tölvupóstum. Í vinnunni að tætast úr einu verkefni í annað án þess að anda á milli. Rassakastast í búðinni eftir vinnu með innkaupakörfuna eins og í Formúlubraut að rífa úr hillunum að drífa þig heim. Skera. Steikja. Græja. Gera. Elda. Þrífa. Þvo,“ skrifar Ragga við færsluna: „Skrolla símann yfir imbanum á kvöldin til að ná öllu sem þú misstir af á samfélagsmiðlunum. Dúndrast í bælið en hausinn eins og íkorni á amfetamíni að endurspila móment, samtöl, og minna þig á allt sem þú átt eftir að gera. Streitukerfið í bullandi yfirvinnutaxta við að seyta út streituhormónunum kortisóli og adrenalín allan daginn.“ Mikilvægi sefkerfisins Ragga segir krónísk streita valda ójafnvægi í HPA ásnum, sem er samspil heiladinguls, undirstúku í heila og nýrnahettna, sem skilar ójafnvægi út í hormónakerfi líkamans. „Í staðinn fyrir að vera sultuslök er alltaf smá glóð í streitunni og þegar við leggjumst á koddann er kerfið eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi,“ skrifar Ragga á kómínskan og myndrænan máta. Ragga undirstrikar mikilvægi þess að hægja á okkur til að virkja sefkerfið oftar yfir daginn. Það stuðlar að minni streitu og eðlilegri dægursveiflum í kortisóli og adrenalíni. „Hann vill ekki vera alltaf uppi í rjáfri með streituna í botni. Við þurfum að kúpla inn augnablikum af rólegri stundum. Vera í meiri núvitund krefst þess að við gerum hlutina aðeins hægar.“ Hér eru nokkur ráð til að ná slökun í kerfið yfir daginn: Kúplum inn fleiri stundum af sjálfsrækt Skilja eftir göt í dagatalinu fyrir EKKERT Setja inn rólegar stundir milli verkefna. Borða hægar og gefa sér tíma í að njóta máltíða. Hætta að múltítaska og mónótaska oftar. Muna eftir öndunaræfingum og fókusa á rólega útöndun. Það eru ekki veitt verðlaun fyrir sturlað vinnuálag á dánarbeðinu. View this post on Instagram A post shared by ragnhildur thordar 🇮🇸 (@ragganagli) Heilsa Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Ragga er hnyttin og kómísk í skrifum sínum á samfélagsmiðlum um heilsu og lífstíl. Í nýjasta pistli hennar á Facebook fjallar hún um streituástand fólks í samfélaginu og áhrifum þess á líkamann og andlega líðan. „Finnst þér þú alltaf vera að drífa þig? Eins og útspýtt hundsskinn á morgnana að hundskast úr húsi. Setur á þig maskara á rauðu ljósi. Grýtir í þig jógúrti um leið og þú svarar tölvupóstum. Í vinnunni að tætast úr einu verkefni í annað án þess að anda á milli. Rassakastast í búðinni eftir vinnu með innkaupakörfuna eins og í Formúlubraut að rífa úr hillunum að drífa þig heim. Skera. Steikja. Græja. Gera. Elda. Þrífa. Þvo,“ skrifar Ragga við færsluna: „Skrolla símann yfir imbanum á kvöldin til að ná öllu sem þú misstir af á samfélagsmiðlunum. Dúndrast í bælið en hausinn eins og íkorni á amfetamíni að endurspila móment, samtöl, og minna þig á allt sem þú átt eftir að gera. Streitukerfið í bullandi yfirvinnutaxta við að seyta út streituhormónunum kortisóli og adrenalín allan daginn.“ Mikilvægi sefkerfisins Ragga segir krónísk streita valda ójafnvægi í HPA ásnum, sem er samspil heiladinguls, undirstúku í heila og nýrnahettna, sem skilar ójafnvægi út í hormónakerfi líkamans. „Í staðinn fyrir að vera sultuslök er alltaf smá glóð í streitunni og þegar við leggjumst á koddann er kerfið eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi,“ skrifar Ragga á kómínskan og myndrænan máta. Ragga undirstrikar mikilvægi þess að hægja á okkur til að virkja sefkerfið oftar yfir daginn. Það stuðlar að minni streitu og eðlilegri dægursveiflum í kortisóli og adrenalíni. „Hann vill ekki vera alltaf uppi í rjáfri með streituna í botni. Við þurfum að kúpla inn augnablikum af rólegri stundum. Vera í meiri núvitund krefst þess að við gerum hlutina aðeins hægar.“ Hér eru nokkur ráð til að ná slökun í kerfið yfir daginn: Kúplum inn fleiri stundum af sjálfsrækt Skilja eftir göt í dagatalinu fyrir EKKERT Setja inn rólegar stundir milli verkefna. Borða hægar og gefa sér tíma í að njóta máltíða. Hætta að múltítaska og mónótaska oftar. Muna eftir öndunaræfingum og fókusa á rólega útöndun. Það eru ekki veitt verðlaun fyrir sturlað vinnuálag á dánarbeðinu. View this post on Instagram A post shared by ragnhildur thordar 🇮🇸 (@ragganagli)
Heilsa Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira