Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2024 11:08 Dósir með nikótínpúðum er að finna í vösum fjölmargra ungra karlmanna. Ein könnun leiddi í ljós að þriðjungur þeirra á aldrinum 18-34 ára neytti slíkra púða daglega í fyrra. Vísir/Egill Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. Nikótínpúðar og rafrettur hafa almennt verið undanþegnar gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Nú boðar Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, breytingu þar á. Í bandorminum er lagt til að tekið verði upp tuttugu krónu gjald á hvert gramm nikótínvöru eins og púða sem seldir eru í dósum. Þá er lagt til fjörutíu króna gjald af hverjum millílítra af vökva í rafrettum. Gjaldið nær ekki til rafrettna sem eru flokkaðar sem lækningatæki né áfyllinga á slíkar rafrettur. Það nær heldur ekki til nikótínvara sem eru markaðssettar sem lyf og eru flokkaðar sem slík í lyfjalögum. Þar er átt við nikótíntyggjó og plástra sem seldir eru í apótekum. Verðhækkun á nikótínpúðadós með gjaldtökunni er áætluð þrjú hundruð krónur í greinargerð með frumvarpinu. Til samanburðar er þar nefnt að tóbaksgjald af einum pakka af vindlingum nemi 604 krónum. Gjaldið af rafrettuvökvanum hækkaði verðið á einnota rafrettu með tveimur millílítrum af vökva um áttatíu krónur. Vísað er til þess að notkun nikótínpúða hafi aukist hröðum skrefum á Íslandi undanfarin ár. Um þriðjungur ungra karlmanna notaði slíka púða daglega í fyrra en hlutfallið var fimmtungur árið 2020. Rafrettunotkun hafi einnig verið hlutfallslega mikil á meðal ungs fólks. Um sjö prósent fólks á aldrinum 18-34 ára reyki rafrettur daglega. Kallað hafi verið eftir því að stjórnvöld brygðust við útbreiddri notkun nikótínvara. Reglur um aldurtakmörk, sýnileikabann, bann við notkun og sölu á tilteknum stöðum hafi dugað skammt og notkunin aukist ár frá ári. Þörf hafi því verið á að grípa til frekari aðgerða til að sporna gegn neyslu barna og ungmenna á vörunum. Rafrettur Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Nikótínpúðar og rafrettur hafa almennt verið undanþegnar gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Nú boðar Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, breytingu þar á. Í bandorminum er lagt til að tekið verði upp tuttugu krónu gjald á hvert gramm nikótínvöru eins og púða sem seldir eru í dósum. Þá er lagt til fjörutíu króna gjald af hverjum millílítra af vökva í rafrettum. Gjaldið nær ekki til rafrettna sem eru flokkaðar sem lækningatæki né áfyllinga á slíkar rafrettur. Það nær heldur ekki til nikótínvara sem eru markaðssettar sem lyf og eru flokkaðar sem slík í lyfjalögum. Þar er átt við nikótíntyggjó og plástra sem seldir eru í apótekum. Verðhækkun á nikótínpúðadós með gjaldtökunni er áætluð þrjú hundruð krónur í greinargerð með frumvarpinu. Til samanburðar er þar nefnt að tóbaksgjald af einum pakka af vindlingum nemi 604 krónum. Gjaldið af rafrettuvökvanum hækkaði verðið á einnota rafrettu með tveimur millílítrum af vökva um áttatíu krónur. Vísað er til þess að notkun nikótínpúða hafi aukist hröðum skrefum á Íslandi undanfarin ár. Um þriðjungur ungra karlmanna notaði slíka púða daglega í fyrra en hlutfallið var fimmtungur árið 2020. Rafrettunotkun hafi einnig verið hlutfallslega mikil á meðal ungs fólks. Um sjö prósent fólks á aldrinum 18-34 ára reyki rafrettur daglega. Kallað hafi verið eftir því að stjórnvöld brygðust við útbreiddri notkun nikótínvara. Reglur um aldurtakmörk, sýnileikabann, bann við notkun og sölu á tilteknum stöðum hafi dugað skammt og notkunin aukist ár frá ári. Þörf hafi því verið á að grípa til frekari aðgerða til að sporna gegn neyslu barna og ungmenna á vörunum.
Rafrettur Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent