Hvernig samfélag? Egill Rúnar Sigurðsson skrifar 24. október 2024 13:31 Hvernig samfélag viljum við? Um það erum við vissulega ekki öll sammála, en ég veit hvernig samfélagi ég vil búa í. Ég vil búa í samfélagi sem gerir fólki auðveldar fyrir í daglegu amstri, hvort sem það vill stofna fyrirtæki eða eiga í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir samfélagsins. Ég vil minna bákn og einfaldara regluverk. Þá vil ég sértaklega að stjórnvöld hlúi vel að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem ég tel að séu hryggjarstykkið í efnahagslegri velferð samfélagsins. Velferð. En ég vil líka öflugt velferðarkerfi, þar sem við grípum þá samborgara okkar sem hrasa og tryggjum öldruðum og öryrkjum þau kjör sem þau eiga skilið, svo þau geti haldið áfram að lifa með reisn. Þá vil ég öflugt heilbrigðis og menntakerfi, sem við getum verið stolt af í samanburði við aðrar þjóðir. Jöfnuður. Ég vil að ríkið stuðli að meiri jöfnuði og sé ekkert að því að þeir sem hafa auðgast mjög með aðstoð samfélagsins, greiði samfélaginu til baka eftir efnum. Ég tel það t.d. kristaltært að almenningur sé ekki að njóta nægilega arðsins af sjávarauðlindinni í sama mæli og hann ætti að vera að gera. Við þurfum að koma á samræmdu og sanngjörnu auðlindagjaldi. Hvað skal kjósa? En þá komum við að því, sem skiptir máli í dag og í þessu samhengi. Hvað skal kjósa í komandi Alþingiskosningum? Í minum huga er það enginn vafi. Það er bara einn flokkur sem kemur til greina, Samfylkingin undir forustu Kristrúnar Frostadóttur. Kristrún er á góðri leið með að breyta Samfylkingunni í Klassískan jafnaðarmannaflokk. Breyta flokknum úr þeim upphróps og rétttrúnaðarflokki sem hann var að mörgu leiti orðin og jafnaðarstefnan skein ekki næginlega í gegn. Aftur til kjarnans. Flokkurinn vill fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar, og einbeita sér að þeim málum sem sameinar okkur, frekar en að sundra. Sjálfur er ég mikill Evrópusinni og er sannfærður um að hag okkar væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. En það er alls ekkert óeðlilegt að innan breiðs jafnaðarmannaflokks séu skiptar skoðanir á því, rétt eins og það geta verið skiptar skoðanir á því hvort við séum með ríkiskirkju eða ýmsu öðru. Sjálfstæðisflokkurinn, sem í dag er fyrst og fremst flokkur sérhagsmunafla þarf langt frí. En til þess að svo geti orðið þarf Samfylkingin að verða stór, sem vonandi raungerist í næstu kosningunum, þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur, framkvæmdastjóri og ökukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Hvernig samfélag viljum við? Um það erum við vissulega ekki öll sammála, en ég veit hvernig samfélagi ég vil búa í. Ég vil búa í samfélagi sem gerir fólki auðveldar fyrir í daglegu amstri, hvort sem það vill stofna fyrirtæki eða eiga í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir samfélagsins. Ég vil minna bákn og einfaldara regluverk. Þá vil ég sértaklega að stjórnvöld hlúi vel að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem ég tel að séu hryggjarstykkið í efnahagslegri velferð samfélagsins. Velferð. En ég vil líka öflugt velferðarkerfi, þar sem við grípum þá samborgara okkar sem hrasa og tryggjum öldruðum og öryrkjum þau kjör sem þau eiga skilið, svo þau geti haldið áfram að lifa með reisn. Þá vil ég öflugt heilbrigðis og menntakerfi, sem við getum verið stolt af í samanburði við aðrar þjóðir. Jöfnuður. Ég vil að ríkið stuðli að meiri jöfnuði og sé ekkert að því að þeir sem hafa auðgast mjög með aðstoð samfélagsins, greiði samfélaginu til baka eftir efnum. Ég tel það t.d. kristaltært að almenningur sé ekki að njóta nægilega arðsins af sjávarauðlindinni í sama mæli og hann ætti að vera að gera. Við þurfum að koma á samræmdu og sanngjörnu auðlindagjaldi. Hvað skal kjósa? En þá komum við að því, sem skiptir máli í dag og í þessu samhengi. Hvað skal kjósa í komandi Alþingiskosningum? Í minum huga er það enginn vafi. Það er bara einn flokkur sem kemur til greina, Samfylkingin undir forustu Kristrúnar Frostadóttur. Kristrún er á góðri leið með að breyta Samfylkingunni í Klassískan jafnaðarmannaflokk. Breyta flokknum úr þeim upphróps og rétttrúnaðarflokki sem hann var að mörgu leiti orðin og jafnaðarstefnan skein ekki næginlega í gegn. Aftur til kjarnans. Flokkurinn vill fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar, og einbeita sér að þeim málum sem sameinar okkur, frekar en að sundra. Sjálfur er ég mikill Evrópusinni og er sannfærður um að hag okkar væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. En það er alls ekkert óeðlilegt að innan breiðs jafnaðarmannaflokks séu skiptar skoðanir á því, rétt eins og það geta verið skiptar skoðanir á því hvort við séum með ríkiskirkju eða ýmsu öðru. Sjálfstæðisflokkurinn, sem í dag er fyrst og fremst flokkur sérhagsmunafla þarf langt frí. En til þess að svo geti orðið þarf Samfylkingin að verða stór, sem vonandi raungerist í næstu kosningunum, þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur, framkvæmdastjóri og ökukennari.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar