Litlir sigrar, stór áhrif – Hvernig iðjuþjálfar Ljóssins hjálpa krabbameinsgreindum að auka og viðhalda virkni, gleði og styrk Guðný Katrín Einarsdóttir skrifar 24. október 2024 15:31 Það að eiga sér tómstundaiðju og stunda hana er hluti af heilbrigðum lífsstíl. Með tómstundaiðju er átt við allar þær athafnir sem við gerum okkur til ánægju en ekki af því að við verðum. Dæmi um tómstundaiðju er að lesa, spila, iðka íþróttir, handavinnu, hjóla, ganga, veiða, fara í bíó, taka þátt í félagsstarfi, stunda garðyrkja og áfram væri lengi hægt telja. Hvað veitir þér ánægju? Segðu mér aðeins frá áhugamálum þínum – hvað finnst þér gaman að gera? Í fyrsta viðtali við iðjuþjálfa spyrjum við út í áhugamál og þá er stundum fátt um svör. Með fullorðinsárunum koma oftast fleiri og fleiri störf inn í okkar daglega rútinu – vinna, nám, heimilishald, umönnun barna eða annarra ættingja svo eitthvað sé nefnt. Dagarnir eru hlaðnir skyldustörfum og margir hafa lítinn tíma gefið sér fyrir tómstundaiðju eða að velta fyrir sér hvað þeim finnst skemmtileg eða endurnærandi iðja. Við krabbameinsgreiningu og meðferð verður breyting á þessum vanabundnu hlutverkum og flestir fara a.m.k. tímabundið af vinnumarkaði. Í þessum breytingum getur tómstundaiðja verið mikilvægur hluti af daglegri rútínu, veitt gleði og tilgang. Við iðjuna er hægt að gleyma sér, sleppa tökum á erfiðum tilfinningum og einbeita sér að einhverju jákvæðu. Litlir sigrar eins og að læra nýja handverkstækni sem þú hafðir ekki trú á að þú gætir eða koma heim með fallega leirskál efla trú á eigin getu og hafa jákvæð áhrif á sjálfsmyndina. Tómstundaiðja og heilsuefling Tómstundaiðja gegnir lykilhlutverki í að veita einstaklingum viðfangsefni og ánægju á erfiðum tímum. Hún getur hvatt fólk til að stíga upp úr rúminu, klæða sig og fara út úr húsi, að vera í kringum annað fólk og njóta augnabliksins. Þannig fá einstaklingar tækifæri til að gleyma sér, sleppa tökunum á erfiðum tilfinningum og einbeita sér að einhverju jákvæðu, jafnvel á meðan þeir glíma við neikvæð áhrif krabbameins og meðferða þess. Áhugasvið okkar eru mörg og mismunandi og ekkert eitt sem hentar öllum. Í Ljósinu hefur frá upphafi verið margs konar handverk í boði og margir hafa farið út fyrir þægindarammann og uppgötvað sinn innri listamann. Hreyfing og útivera er áhugasvið margra og þeir finna svo sannarlega eitthvað við sitt hæfi í Ljósinu og lestrarhestar geta farið í leshóp. Að fá tækifæri til að gera eitthvað sem veitir gleði og ánægju, getur haft stórkostleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Tómstundaiðja og áhrif á taugakerfið Í krabbameinsferli getur taugakerfið orðið fyrir miklu álagi. Þar kemur inngrip í formi tómstundaiðju inn sem afar mikilvægur þáttur. Rannsóknir sýna að þátttaka í tómstundum getur haft jákvæð áhrif á taugakerfið með því að skapa gleði, vinna gegn neikvæðum tilfinningum og stuðla að innri ró. Það að komast í svokallað "flæði" – þar sem einstaklingurinn er svo niðursokkinn í iðju sína að hann gleymir stað og stund – hefur verið sýnt fram á að hafi mikilvæg áhrif á heilsu. Í flæðinu upplifir einstaklingurinn aukna einbeitingu og vellíðan sem bæði dregur úr streitu og byggir upp andlega og líkamlega heilsu. Handverk býður upp á ýmis tækifæri til að þjálfa upp færni og bæta líðan. Það getur þjálfað fínhreyfingar og samhæfingu augna og handa. Þjálfað úthald og einbeitingu, þol fyrir umhverfisáreiti og bætt skynúrvinnslu. Það eykur trú á eigin áhrifamátt, gefur tilgang og ýtir undir félagsleg samskipti. Handverkið er þannig mikilvægur þáttur í endurhæfingunni í Ljósinu og ég hvet Ljósbera nýta tækifærið og prófa ýmis konar iðju – hver veit nema þú uppgötvir nýtt og skemmtilegt áhugamál sem getur gefið þér ánægjustundir á komandi árum? Í heildina getur tómstundaiðja stuðlað að bata og vellíðan á margvíslegan hátt fyrir krabbameinsgreinda. Hún veitir gleði, tilgang, félagsleg tengsl og stuðla að enduruppbyggingu á líkamlegri og andlegri heilsu. Sem iðjuþjálfi hef ég séð að slíkar athafnir geta gert kraftaverk, ekki aðeins til að styrkja einstaklingana, heldur einnig til að veita þeim gleði í daglegu lífi. Að finna sér tómstundiðju sem veitir ánægju er því stórt skref í átt að betri líðan og endurheimt lífsgæða. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Það að eiga sér tómstundaiðju og stunda hana er hluti af heilbrigðum lífsstíl. Með tómstundaiðju er átt við allar þær athafnir sem við gerum okkur til ánægju en ekki af því að við verðum. Dæmi um tómstundaiðju er að lesa, spila, iðka íþróttir, handavinnu, hjóla, ganga, veiða, fara í bíó, taka þátt í félagsstarfi, stunda garðyrkja og áfram væri lengi hægt telja. Hvað veitir þér ánægju? Segðu mér aðeins frá áhugamálum þínum – hvað finnst þér gaman að gera? Í fyrsta viðtali við iðjuþjálfa spyrjum við út í áhugamál og þá er stundum fátt um svör. Með fullorðinsárunum koma oftast fleiri og fleiri störf inn í okkar daglega rútinu – vinna, nám, heimilishald, umönnun barna eða annarra ættingja svo eitthvað sé nefnt. Dagarnir eru hlaðnir skyldustörfum og margir hafa lítinn tíma gefið sér fyrir tómstundaiðju eða að velta fyrir sér hvað þeim finnst skemmtileg eða endurnærandi iðja. Við krabbameinsgreiningu og meðferð verður breyting á þessum vanabundnu hlutverkum og flestir fara a.m.k. tímabundið af vinnumarkaði. Í þessum breytingum getur tómstundaiðja verið mikilvægur hluti af daglegri rútínu, veitt gleði og tilgang. Við iðjuna er hægt að gleyma sér, sleppa tökum á erfiðum tilfinningum og einbeita sér að einhverju jákvæðu. Litlir sigrar eins og að læra nýja handverkstækni sem þú hafðir ekki trú á að þú gætir eða koma heim með fallega leirskál efla trú á eigin getu og hafa jákvæð áhrif á sjálfsmyndina. Tómstundaiðja og heilsuefling Tómstundaiðja gegnir lykilhlutverki í að veita einstaklingum viðfangsefni og ánægju á erfiðum tímum. Hún getur hvatt fólk til að stíga upp úr rúminu, klæða sig og fara út úr húsi, að vera í kringum annað fólk og njóta augnabliksins. Þannig fá einstaklingar tækifæri til að gleyma sér, sleppa tökunum á erfiðum tilfinningum og einbeita sér að einhverju jákvæðu, jafnvel á meðan þeir glíma við neikvæð áhrif krabbameins og meðferða þess. Áhugasvið okkar eru mörg og mismunandi og ekkert eitt sem hentar öllum. Í Ljósinu hefur frá upphafi verið margs konar handverk í boði og margir hafa farið út fyrir þægindarammann og uppgötvað sinn innri listamann. Hreyfing og útivera er áhugasvið margra og þeir finna svo sannarlega eitthvað við sitt hæfi í Ljósinu og lestrarhestar geta farið í leshóp. Að fá tækifæri til að gera eitthvað sem veitir gleði og ánægju, getur haft stórkostleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Tómstundaiðja og áhrif á taugakerfið Í krabbameinsferli getur taugakerfið orðið fyrir miklu álagi. Þar kemur inngrip í formi tómstundaiðju inn sem afar mikilvægur þáttur. Rannsóknir sýna að þátttaka í tómstundum getur haft jákvæð áhrif á taugakerfið með því að skapa gleði, vinna gegn neikvæðum tilfinningum og stuðla að innri ró. Það að komast í svokallað "flæði" – þar sem einstaklingurinn er svo niðursokkinn í iðju sína að hann gleymir stað og stund – hefur verið sýnt fram á að hafi mikilvæg áhrif á heilsu. Í flæðinu upplifir einstaklingurinn aukna einbeitingu og vellíðan sem bæði dregur úr streitu og byggir upp andlega og líkamlega heilsu. Handverk býður upp á ýmis tækifæri til að þjálfa upp færni og bæta líðan. Það getur þjálfað fínhreyfingar og samhæfingu augna og handa. Þjálfað úthald og einbeitingu, þol fyrir umhverfisáreiti og bætt skynúrvinnslu. Það eykur trú á eigin áhrifamátt, gefur tilgang og ýtir undir félagsleg samskipti. Handverkið er þannig mikilvægur þáttur í endurhæfingunni í Ljósinu og ég hvet Ljósbera nýta tækifærið og prófa ýmis konar iðju – hver veit nema þú uppgötvir nýtt og skemmtilegt áhugamál sem getur gefið þér ánægjustundir á komandi árum? Í heildina getur tómstundaiðja stuðlað að bata og vellíðan á margvíslegan hátt fyrir krabbameinsgreinda. Hún veitir gleði, tilgang, félagsleg tengsl og stuðla að enduruppbyggingu á líkamlegri og andlegri heilsu. Sem iðjuþjálfi hef ég séð að slíkar athafnir geta gert kraftaverk, ekki aðeins til að styrkja einstaklingana, heldur einnig til að veita þeim gleði í daglegu lífi. Að finna sér tómstundiðju sem veitir ánægju er því stórt skref í átt að betri líðan og endurheimt lífsgæða. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun