Selma um draumamarkið: „Langt síðan ég skoraði með vinstri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2024 10:32 Selma Sól Magnúsdóttir fagnar með samherjum sínum eftir að hafa jafnað í 1-1 gegn Bandaríkjunum. getty/Darren Carroll Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta laut í lægra haldi fyrir Bandaríkjunum í nótt, 3-1. Markaskorari Íslendinga segir þá geta tekið margt jákvætt út úr leiknum gegn Ólympíumeisturunum og efsta liði heimslistans. Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands á 56. mínútu. Hún fékk þá boltann hægra megin fyrir utan vítateig Bandaríkjanna, lék á varnarmann og skoraði með frábæru vinstri fótar skoti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Selma jafnaði metin í 1-1 en undir lokin tryggði bandaríska liðið sér sigurinn með mörkum varamannanna Jaedyns Shaw og Sophiu Smith. Lokatölur 3-1, bandarísku Ólympíumeisturunum í vil. „Það er margt jákvætt hægt að taka út úr leiknum. Við stóðum vel í þeim en urðum svo helvíti þreyttar seinustu tíu mínúturnar; bara óvanar. En mér fannst við standa vel í þeim og það er hægt að taka margt jákvætt út úr leiknum,“ sagði Selma í viðtali á miðlum KSÍ eftir leikinn í Austin, Texas í nótt. „Ég held við séum nokkuð sáttar. Auðvitað vill maður alltaf vinna og allt það en þetta er klárlega eitthvað til að byggja ofan á.“ Aðspurð út í markið sem hún skoraði sagði Selma að það hefði verið góð tilfinning að sjá boltann í netinu. „Það var langt síðan ég skoraði með vinstri, hvað þá fyrir utan teig,“ sagði Selma í léttum dúr. „Það var mjög gott að skora og ná að standa aðeins í þeim í leiknum.“ 🎙️#viðerumísland pic.twitter.com/VgQpL4F43p— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 25, 2024 Það er skammt stórra högga milli hjá íslenska liðinu sem ferðast núna til Nashville, Tennessee þar sem það mætir Bandaríkjunum öðru sinni á sunnudagskvöldið. „Það er spennandi. Það er gaman að fá að spila á móti þeim og bera okkur saman við þær. Ég er bara spennt að spila á móti þeim á sunnudaginn og gera ennþá betur,“ sagði Selma. Selma hefur nú skorað fimm mörk í 42 landsleikjum. Tvö þeirra hafa komið í Bandaríkjunum en hún skoraði í 2-1 sigri á Tékklandi á SheBelieves Cup fyrir tveimur árum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands á 56. mínútu. Hún fékk þá boltann hægra megin fyrir utan vítateig Bandaríkjanna, lék á varnarmann og skoraði með frábæru vinstri fótar skoti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Selma jafnaði metin í 1-1 en undir lokin tryggði bandaríska liðið sér sigurinn með mörkum varamannanna Jaedyns Shaw og Sophiu Smith. Lokatölur 3-1, bandarísku Ólympíumeisturunum í vil. „Það er margt jákvætt hægt að taka út úr leiknum. Við stóðum vel í þeim en urðum svo helvíti þreyttar seinustu tíu mínúturnar; bara óvanar. En mér fannst við standa vel í þeim og það er hægt að taka margt jákvætt út úr leiknum,“ sagði Selma í viðtali á miðlum KSÍ eftir leikinn í Austin, Texas í nótt. „Ég held við séum nokkuð sáttar. Auðvitað vill maður alltaf vinna og allt það en þetta er klárlega eitthvað til að byggja ofan á.“ Aðspurð út í markið sem hún skoraði sagði Selma að það hefði verið góð tilfinning að sjá boltann í netinu. „Það var langt síðan ég skoraði með vinstri, hvað þá fyrir utan teig,“ sagði Selma í léttum dúr. „Það var mjög gott að skora og ná að standa aðeins í þeim í leiknum.“ 🎙️#viðerumísland pic.twitter.com/VgQpL4F43p— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 25, 2024 Það er skammt stórra högga milli hjá íslenska liðinu sem ferðast núna til Nashville, Tennessee þar sem það mætir Bandaríkjunum öðru sinni á sunnudagskvöldið. „Það er spennandi. Það er gaman að fá að spila á móti þeim og bera okkur saman við þær. Ég er bara spennt að spila á móti þeim á sunnudaginn og gera ennþá betur,“ sagði Selma. Selma hefur nú skorað fimm mörk í 42 landsleikjum. Tvö þeirra hafa komið í Bandaríkjunum en hún skoraði í 2-1 sigri á Tékklandi á SheBelieves Cup fyrir tveimur árum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira