Hvað með afköst ríkisins? Ágúst Kristján Steinarsson skrifar 25. október 2024 12:02 Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla. Svo mikið var rætt um stefnur og mannkosti álitlegra skipstjóra og stýrimanna að allt annað gleymdist. Það var nefnilega ekki verið að spá í skipinu sjálfu, sem var orðið illa laskað eftir allan hamaganginn. Þessu til viðbótar var áhöfnin úrvinda eftir endalausar vendingar og ólgusjó. Mörg reyndu að vekja athygli á þessu en fólkið í brúnni hlustaði ekki á áhöfnina. Einmitt þegar að yfirlýsingar frambjóðenda stóðu í hæstu hæðum gerðist það óumflýjanlega. Skipið byrjaði að sökkva. --- Þessi örsaga er ekki sögð til að varpa dómi á fráfarandi ríkisstjórn. Né er hún skrifuð í pólitískum tilgangi. Hún er dregin upp til að velta upp mikilvægi pólitískra áherslna annars vegar og frábærum rekstri ríkisins hins vegar. Þannig má varpa fram spurningu um skipið sökkvandi. Hvort skiptir meira máli: að ákveða stefnu skipsins, eða laga skipið, styrkja áhöfnina og tryggja að það sé hægt að sigla áfram? Bæði skiptir vissulega máli en það virðist oft sem pólitískar áherslur fái meiri athygli en stuðningur við starfsemi ráðuneyta og stofnana, sem er vissulega forsenda árangurs. Í starfi mínu sem stjórnunarráðgjafi hef ég séð þann mikla þunga sem fylgir því að starfa á stofnun. Lög, reglur og kvaðir frá ráðuneytum og eftirlitsstofnunum setja þessum vinnustöðum ósjaldan miklar skorður þannig að frelsi til athafna er takmarkað. Rótarkerfi vinnustaðarins er umfangsmikið, erfitt er að breyta hlutum og margt í umhverfinu hvetur til íhaldssemi. Á sama tíma er álag oft vaxandi og erfitt reynist að vinna að nokkurri framþróun. Ég hef séð þennan þunga hreinlega lama vinnustaði ríkisins. Lukkulega hef ég séð stjórnendur og starfsmenn ná ótrúlegum árangi þrátt fyrir þessar hömlur. En þannig á það ekki að vera. Stofnanir eiga ekki að ná árangri þrátt fyrir þennan þunga. Stofnanir eiga að ná árangi vegna þess að ríkisumhverfið styður við blómstrandi starfsemi. Þannig geta innviðir ríkisins eflst sem hafa bein áhrif á þjónustu og stuðning við alla landsmenn. Hér er heilmikið í húfi. Rannsóknir hafa sýnt að það sem hefur mest áhrif starfsánægju er að finna fyrir framvindu og afköstum í tilgangsríku starfi. Í dag er of mikið sem getur hamlað framvindu starfsmanna í ríkisumhverfi og ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er að breyta því. Árangur ríkisins er ekki háður því hvaða pólitíska stefna verður tekin. Árangur ríkisins ræðst af því hvernig ráðherrar, Alþingi og ráðuneyti skapa starfsumhverfi fyrir áhöfnina. Hér skiptir máli að spyrja lykilspurninga sem einblína á rót vandans. Hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi? Hvernig er hægt að lyfta upp umhverfi þessara vinnustaða? Hvernig er hægt að stuðla að því að starfsmenn finni fyrir og taki þátt í árangri og afköstum? Þetta ættu að vera lykilspurningar til allra frambjóðenda og forgangsmál á næsta kjörtímabili. Er þetta í forgangi hjá þér í þessum kosningum? Höfundur er stjórnunarráðgjafi í breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla. Svo mikið var rætt um stefnur og mannkosti álitlegra skipstjóra og stýrimanna að allt annað gleymdist. Það var nefnilega ekki verið að spá í skipinu sjálfu, sem var orðið illa laskað eftir allan hamaganginn. Þessu til viðbótar var áhöfnin úrvinda eftir endalausar vendingar og ólgusjó. Mörg reyndu að vekja athygli á þessu en fólkið í brúnni hlustaði ekki á áhöfnina. Einmitt þegar að yfirlýsingar frambjóðenda stóðu í hæstu hæðum gerðist það óumflýjanlega. Skipið byrjaði að sökkva. --- Þessi örsaga er ekki sögð til að varpa dómi á fráfarandi ríkisstjórn. Né er hún skrifuð í pólitískum tilgangi. Hún er dregin upp til að velta upp mikilvægi pólitískra áherslna annars vegar og frábærum rekstri ríkisins hins vegar. Þannig má varpa fram spurningu um skipið sökkvandi. Hvort skiptir meira máli: að ákveða stefnu skipsins, eða laga skipið, styrkja áhöfnina og tryggja að það sé hægt að sigla áfram? Bæði skiptir vissulega máli en það virðist oft sem pólitískar áherslur fái meiri athygli en stuðningur við starfsemi ráðuneyta og stofnana, sem er vissulega forsenda árangurs. Í starfi mínu sem stjórnunarráðgjafi hef ég séð þann mikla þunga sem fylgir því að starfa á stofnun. Lög, reglur og kvaðir frá ráðuneytum og eftirlitsstofnunum setja þessum vinnustöðum ósjaldan miklar skorður þannig að frelsi til athafna er takmarkað. Rótarkerfi vinnustaðarins er umfangsmikið, erfitt er að breyta hlutum og margt í umhverfinu hvetur til íhaldssemi. Á sama tíma er álag oft vaxandi og erfitt reynist að vinna að nokkurri framþróun. Ég hef séð þennan þunga hreinlega lama vinnustaði ríkisins. Lukkulega hef ég séð stjórnendur og starfsmenn ná ótrúlegum árangi þrátt fyrir þessar hömlur. En þannig á það ekki að vera. Stofnanir eiga ekki að ná árangri þrátt fyrir þennan þunga. Stofnanir eiga að ná árangi vegna þess að ríkisumhverfið styður við blómstrandi starfsemi. Þannig geta innviðir ríkisins eflst sem hafa bein áhrif á þjónustu og stuðning við alla landsmenn. Hér er heilmikið í húfi. Rannsóknir hafa sýnt að það sem hefur mest áhrif starfsánægju er að finna fyrir framvindu og afköstum í tilgangsríku starfi. Í dag er of mikið sem getur hamlað framvindu starfsmanna í ríkisumhverfi og ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er að breyta því. Árangur ríkisins er ekki háður því hvaða pólitíska stefna verður tekin. Árangur ríkisins ræðst af því hvernig ráðherrar, Alþingi og ráðuneyti skapa starfsumhverfi fyrir áhöfnina. Hér skiptir máli að spyrja lykilspurninga sem einblína á rót vandans. Hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi? Hvernig er hægt að lyfta upp umhverfi þessara vinnustaða? Hvernig er hægt að stuðla að því að starfsmenn finni fyrir og taki þátt í árangri og afköstum? Þetta ættu að vera lykilspurningar til allra frambjóðenda og forgangsmál á næsta kjörtímabili. Er þetta í forgangi hjá þér í þessum kosningum? Höfundur er stjórnunarráðgjafi í breytingum.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar