Bowen tryggði West Ham sigur á United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2024 16:00 Jarrod Bowen, fyrirliði West Ham United, fagnar sigurmarki sínu gegn Manchester United. getty/Justin Setterfield Jarrod Bowen tryggði West Ham United sigur á Manchester United með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur á Lundúnaleikvanginum 2-1, Hömrunum í vil. United fékk urmul færa í fyrri hálfleiknum en það besta féll Diogo Dalot í skaut. Hann skaut yfir fyrir opnu marki á 32. mínútu. Þá fór boltinn tvisvar sinnum í slána á marki West Ham. Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri West Ham, gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og hans menn spiluðu betur eftir hlé. Einn af varamönnunum, Crysencio Summerville, kom West Ham yfir á 74. mínútu en Casemiro jafnaði sjö mínútum síðar. Undir lok leiks braut Matthijs de Ligt svo á Danny Ings innan vítateigs og David Coote, dómari leiksins dæmdi víti eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Bowen tók spyrnuna, skoraði framhjá André Onana og tryggði Hömrunum góðan sigur. Með sigrinum jafnaði West Ham United að stigum. Bæði lið eru með ellefu stig eftir níu leiki. Enski boltinn
Jarrod Bowen tryggði West Ham United sigur á Manchester United með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur á Lundúnaleikvanginum 2-1, Hömrunum í vil. United fékk urmul færa í fyrri hálfleiknum en það besta féll Diogo Dalot í skaut. Hann skaut yfir fyrir opnu marki á 32. mínútu. Þá fór boltinn tvisvar sinnum í slána á marki West Ham. Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri West Ham, gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og hans menn spiluðu betur eftir hlé. Einn af varamönnunum, Crysencio Summerville, kom West Ham yfir á 74. mínútu en Casemiro jafnaði sjö mínútum síðar. Undir lok leiks braut Matthijs de Ligt svo á Danny Ings innan vítateigs og David Coote, dómari leiksins dæmdi víti eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Bowen tók spyrnuna, skoraði framhjá André Onana og tryggði Hömrunum góðan sigur. Með sigrinum jafnaði West Ham United að stigum. Bæði lið eru með ellefu stig eftir níu leiki.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti