Loksins vann Palace leik og komst upp úr fallsæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2024 16:15 Jean-Philippe Mateta fagnar marki sínu gegn Tottenham. getty/Warren Little Eftir þrjá tapleiki í röð vann Crystal Palace mikilvægan sigur á Tottenham, 1-0, í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Franski framherjinn Jean-Philippe Mateta skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu eftir að Tottenham tapaði boltanum illa á hættulegum stað. Spurs hafði klukkutíma til að jafna en varð ekki kápan úr því klæðinu. Lokatölur 1-0, Palace í vil. Með sigrinum komst Palace upp úr fallsæti. Þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Spurs er í 8. sæti deildarinnar með þrettán stig. Enski boltinn
Eftir þrjá tapleiki í röð vann Crystal Palace mikilvægan sigur á Tottenham, 1-0, í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Franski framherjinn Jean-Philippe Mateta skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu eftir að Tottenham tapaði boltanum illa á hættulegum stað. Spurs hafði klukkutíma til að jafna en varð ekki kápan úr því klæðinu. Lokatölur 1-0, Palace í vil. Með sigrinum komst Palace upp úr fallsæti. Þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Spurs er í 8. sæti deildarinnar með þrettán stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti