Valdníðsla og hneyksli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2024 19:08 Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina er ósátt við vendingar dagsins. vísir Ákvörðun matvælaráðherra að taka umsókn um leyfi til hvalveiða til efnislegrar meðferðar stuttu fyrir kosningar er hneyksli og ber vott um valdníðslu að sögn talskonu Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð á stöðunni sem upp sé komin. Forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra hefur ráðið Jón Gunnarsson í matvælaráðuneytið og verður sá síðarnefndi til aðstoðar en ekki ígildi ráðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra eða vararáðherra eða neitt slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Tryggja þurfi samfellu í stjórnkerfinu Tryggja þurfi að mál fái afgreiðslu og að stjórnsýslan geti gengið sinn vanagang á meðan starfsstjórnin er að störfum. „Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem skipar slíka hópa og annað slíkt.“ Býstu við, á þessum tíma sem eftir er, að hvalveiðileyfi verið gefið út, t.d. til Hvals? „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer, ef tími er til þá getur það gerst.“ Hefur umsókn komið fram frá Hval? „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Beri vott um valdníðslu Og verður hún tekin til stjórnsýslulegrar meðferðar. Talskona Hvalavina segir vendingar dagsins hneyksli. „Mér finnst það bera vott um mikla valdníðslu ef að Sjálfstæðismenn ætla að nýta þetta tækifæri í sex vikna starfsstjórn þar sem þeirra eina verkefni átti að vera að klára fjárlögin. Að þeir ætli að nýta það tækifæri til að gefa út veiðileyfi þrátt fyrir að það sé enn nefnd að störfum að taka út forsendur hvalveiða og hvort við eigum yfir höfuð að halda þeim áfram,“ segir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð í málinu. „Já mér finnst þau bera ábyrgð. Mér finnst að þau hefðu getað tekið þessar sex vikur, þau eru búin að vera með þeim í stjórn í sjö ár og hefðu getað lifað af sex vikur í viðbót bara til að halda utan um þessi málefni, að það sé ekki verið að ana út í einhverjar ákvarðanir án samráðs við þingið.“ Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. 25. október 2024 11:24 Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra hefur ráðið Jón Gunnarsson í matvælaráðuneytið og verður sá síðarnefndi til aðstoðar en ekki ígildi ráðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra eða vararáðherra eða neitt slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Tryggja þurfi samfellu í stjórnkerfinu Tryggja þurfi að mál fái afgreiðslu og að stjórnsýslan geti gengið sinn vanagang á meðan starfsstjórnin er að störfum. „Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem skipar slíka hópa og annað slíkt.“ Býstu við, á þessum tíma sem eftir er, að hvalveiðileyfi verið gefið út, t.d. til Hvals? „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer, ef tími er til þá getur það gerst.“ Hefur umsókn komið fram frá Hval? „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Beri vott um valdníðslu Og verður hún tekin til stjórnsýslulegrar meðferðar. Talskona Hvalavina segir vendingar dagsins hneyksli. „Mér finnst það bera vott um mikla valdníðslu ef að Sjálfstæðismenn ætla að nýta þetta tækifæri í sex vikna starfsstjórn þar sem þeirra eina verkefni átti að vera að klára fjárlögin. Að þeir ætli að nýta það tækifæri til að gefa út veiðileyfi þrátt fyrir að það sé enn nefnd að störfum að taka út forsendur hvalveiða og hvort við eigum yfir höfuð að halda þeim áfram,“ segir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð í málinu. „Já mér finnst þau bera ábyrgð. Mér finnst að þau hefðu getað tekið þessar sex vikur, þau eru búin að vera með þeim í stjórn í sjö ár og hefðu getað lifað af sex vikur í viðbót bara til að halda utan um þessi málefni, að það sé ekki verið að ana út í einhverjar ákvarðanir án samráðs við þingið.“
Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. 25. október 2024 11:24 Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. 25. október 2024 11:24
Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17