Valdníðsla og hneyksli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2024 19:08 Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina er ósátt við vendingar dagsins. vísir Ákvörðun matvælaráðherra að taka umsókn um leyfi til hvalveiða til efnislegrar meðferðar stuttu fyrir kosningar er hneyksli og ber vott um valdníðslu að sögn talskonu Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð á stöðunni sem upp sé komin. Forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra hefur ráðið Jón Gunnarsson í matvælaráðuneytið og verður sá síðarnefndi til aðstoðar en ekki ígildi ráðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra eða vararáðherra eða neitt slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Tryggja þurfi samfellu í stjórnkerfinu Tryggja þurfi að mál fái afgreiðslu og að stjórnsýslan geti gengið sinn vanagang á meðan starfsstjórnin er að störfum. „Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem skipar slíka hópa og annað slíkt.“ Býstu við, á þessum tíma sem eftir er, að hvalveiðileyfi verið gefið út, t.d. til Hvals? „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer, ef tími er til þá getur það gerst.“ Hefur umsókn komið fram frá Hval? „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Beri vott um valdníðslu Og verður hún tekin til stjórnsýslulegrar meðferðar. Talskona Hvalavina segir vendingar dagsins hneyksli. „Mér finnst það bera vott um mikla valdníðslu ef að Sjálfstæðismenn ætla að nýta þetta tækifæri í sex vikna starfsstjórn þar sem þeirra eina verkefni átti að vera að klára fjárlögin. Að þeir ætli að nýta það tækifæri til að gefa út veiðileyfi þrátt fyrir að það sé enn nefnd að störfum að taka út forsendur hvalveiða og hvort við eigum yfir höfuð að halda þeim áfram,“ segir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð í málinu. „Já mér finnst þau bera ábyrgð. Mér finnst að þau hefðu getað tekið þessar sex vikur, þau eru búin að vera með þeim í stjórn í sjö ár og hefðu getað lifað af sex vikur í viðbót bara til að halda utan um þessi málefni, að það sé ekki verið að ana út í einhverjar ákvarðanir án samráðs við þingið.“ Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. 25. október 2024 11:24 Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Sjá meira
Forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra hefur ráðið Jón Gunnarsson í matvælaráðuneytið og verður sá síðarnefndi til aðstoðar en ekki ígildi ráðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra eða vararáðherra eða neitt slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Tryggja þurfi samfellu í stjórnkerfinu Tryggja þurfi að mál fái afgreiðslu og að stjórnsýslan geti gengið sinn vanagang á meðan starfsstjórnin er að störfum. „Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem skipar slíka hópa og annað slíkt.“ Býstu við, á þessum tíma sem eftir er, að hvalveiðileyfi verið gefið út, t.d. til Hvals? „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer, ef tími er til þá getur það gerst.“ Hefur umsókn komið fram frá Hval? „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Beri vott um valdníðslu Og verður hún tekin til stjórnsýslulegrar meðferðar. Talskona Hvalavina segir vendingar dagsins hneyksli. „Mér finnst það bera vott um mikla valdníðslu ef að Sjálfstæðismenn ætla að nýta þetta tækifæri í sex vikna starfsstjórn þar sem þeirra eina verkefni átti að vera að klára fjárlögin. Að þeir ætli að nýta það tækifæri til að gefa út veiðileyfi þrátt fyrir að það sé enn nefnd að störfum að taka út forsendur hvalveiða og hvort við eigum yfir höfuð að halda þeim áfram,“ segir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð í málinu. „Já mér finnst þau bera ábyrgð. Mér finnst að þau hefðu getað tekið þessar sex vikur, þau eru búin að vera með þeim í stjórn í sjö ár og hefðu getað lifað af sex vikur í viðbót bara til að halda utan um þessi málefni, að það sé ekki verið að ana út í einhverjar ákvarðanir án samráðs við þingið.“
Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. 25. október 2024 11:24 Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Sjá meira
Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. 25. október 2024 11:24
Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17