Togað hafi verið í stýrið og afturhluti vélar strokið flugbrautina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. október 2024 10:25 Stél vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum í Indlandi. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að togað hafi verið í hæðarstýrið eftir að lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt í lendingu, þegar stél á flugvél Icelandair straukst við flugbraut í Indlandi í fyrra. Flugvél Icelandair var í leiguverkefni í Indlandi í nóvember í fyrra, þegar stél vélarinnar rakst við flugbraut við lendingu á flugvellinum Lal Bahadur Shastri við borgina Varanasi. Umtalsverðar skemmdir urðu neðarlega á burðarvirki flugvélarinnar aftan við jafnþrýstirými skrokksins. Öll kerfi vélarinnar virkuðu sem skyldi Í skýrslu RNSA segir að við skoðun á flugritagögnum hafi komið í ljós að kerfi flugvélarinnar hafi virkað sem skyldi í lendingunni. Veður á flugvellinum hafi verið gott, mistur en laust við ský undir 5000 fetum, skyggni 2200 metrar. Engin ummerki hafi fundist um vindhvörf í lendingunni eða í lokaaðfluginu. „Aðflug flugsins inn að flugbraut 27 á flugvellinum reyndist eðlilegt og fékk áhöfn flugs ICE1253 heimild frá flugumferðarstjórn til lendingar.“ Of hröð virkjun lyftispilla geti valdið því að stél rekist í flugbraut Í þjálfunarhandbók flugmanna er tekið fram að til að forðast það að stél flugvélarinnar rekist niður í flugbrautina skuli passa að halli vélarinnar (kink/pitch) aukist ekki eftir að aðalhjólin snerta flugbrautina. Einnig kemur fram að báðir flugmennirnir ættu að fylgjast með hvort að lyftispillar (bremsur) virkjast eftir lendingu og ef þeir gera það ekki sjálfvirkt þá þarf að virkja þá handvirkt. „Samkvæmt þjálfunarbók flugmanna þá veldur sjálfvirk virkjun á lyftispillum (speedbrakes) ekki auknu kinkhorni, en hröð handvirk virkjun á lyftispillum getur valdið hækkuðu kinkhorni sem getur leitt til þess að stél flugvélarinnar rekist í flugbrautina. Því ætti að lækka nefhjól flugvélarinnar rólega í átt að flugbrautinni á sama tíma og lyftispillarnir eru rólega virkjaðir.“ Klukkan 05:38:45 hafi lyftispillarnir virkjast, og flugmaðurinn hafi þá kallað „speedbrakes up“, og þá voru þeir komnir upp um 1,5 sekúndu síðar. Strax í kjölfar þess hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast. „Var þá hæðarstýrið fært í lárétta stöðu, en jafnframt tekið strax aftur í það og það fært aftur í 6,5 gráður klukkan 05:38:48. Klukkan 05:38:49 var flughraðinn kominn niður í 120 hnúta og hafði kink flugvélarinnar þá aukist upp í 11,4 gráður og hélst það horn í um eina sekúndu. Er það mat RNSA að þarna hafi flugvélin dregið stélið eftir jörðinni.“ „RNSA telur að orsök atviksins megi rekja til þess að eftir að aðalhjólin snertu flugbrautina og lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt, þá hafi aftur verið togað í hæðarstýrið. Við það hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast enn frekar, uns stél flugvélarinnar rakst í flugbrautina um fimm sekúndum eftir að aðalhjólin höfðu snert flugbrautina.“ Fréttir af flugi Indland Icelandair Samgönguslys Tengdar fréttir Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira
Flugvél Icelandair var í leiguverkefni í Indlandi í nóvember í fyrra, þegar stél vélarinnar rakst við flugbraut við lendingu á flugvellinum Lal Bahadur Shastri við borgina Varanasi. Umtalsverðar skemmdir urðu neðarlega á burðarvirki flugvélarinnar aftan við jafnþrýstirými skrokksins. Öll kerfi vélarinnar virkuðu sem skyldi Í skýrslu RNSA segir að við skoðun á flugritagögnum hafi komið í ljós að kerfi flugvélarinnar hafi virkað sem skyldi í lendingunni. Veður á flugvellinum hafi verið gott, mistur en laust við ský undir 5000 fetum, skyggni 2200 metrar. Engin ummerki hafi fundist um vindhvörf í lendingunni eða í lokaaðfluginu. „Aðflug flugsins inn að flugbraut 27 á flugvellinum reyndist eðlilegt og fékk áhöfn flugs ICE1253 heimild frá flugumferðarstjórn til lendingar.“ Of hröð virkjun lyftispilla geti valdið því að stél rekist í flugbraut Í þjálfunarhandbók flugmanna er tekið fram að til að forðast það að stél flugvélarinnar rekist niður í flugbrautina skuli passa að halli vélarinnar (kink/pitch) aukist ekki eftir að aðalhjólin snerta flugbrautina. Einnig kemur fram að báðir flugmennirnir ættu að fylgjast með hvort að lyftispillar (bremsur) virkjast eftir lendingu og ef þeir gera það ekki sjálfvirkt þá þarf að virkja þá handvirkt. „Samkvæmt þjálfunarbók flugmanna þá veldur sjálfvirk virkjun á lyftispillum (speedbrakes) ekki auknu kinkhorni, en hröð handvirk virkjun á lyftispillum getur valdið hækkuðu kinkhorni sem getur leitt til þess að stél flugvélarinnar rekist í flugbrautina. Því ætti að lækka nefhjól flugvélarinnar rólega í átt að flugbrautinni á sama tíma og lyftispillarnir eru rólega virkjaðir.“ Klukkan 05:38:45 hafi lyftispillarnir virkjast, og flugmaðurinn hafi þá kallað „speedbrakes up“, og þá voru þeir komnir upp um 1,5 sekúndu síðar. Strax í kjölfar þess hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast. „Var þá hæðarstýrið fært í lárétta stöðu, en jafnframt tekið strax aftur í það og það fært aftur í 6,5 gráður klukkan 05:38:48. Klukkan 05:38:49 var flughraðinn kominn niður í 120 hnúta og hafði kink flugvélarinnar þá aukist upp í 11,4 gráður og hélst það horn í um eina sekúndu. Er það mat RNSA að þarna hafi flugvélin dregið stélið eftir jörðinni.“ „RNSA telur að orsök atviksins megi rekja til þess að eftir að aðalhjólin snertu flugbrautina og lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt, þá hafi aftur verið togað í hæðarstýrið. Við það hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast enn frekar, uns stél flugvélarinnar rakst í flugbrautina um fimm sekúndum eftir að aðalhjólin höfðu snert flugbrautina.“
Fréttir af flugi Indland Icelandair Samgönguslys Tengdar fréttir Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira
Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45