Segir Bjarna misskilja hrapallega hlutverk starfsstjórnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 19:38 Össur Skarphéðinsson segir ótrúlegt að hegðun Ingu viðgangist á 21. öldinni. „Eftir að Jón Gunnarsson gerði sig líklegan til að feta slóð Sigríðar Andersen í oddvitasæti hjá Miðflokknum greip forysta flokksins til þess örþrifaráðs að kasta öllum stjórnskipulegum venjum og leikreglum fyrir róða í þágu flokkshagsmuna. Búið var til nýtt embætti eins konar kommissars yfir matvælaráðuneytinu. Bak við luktar dyr var svo gerður díll við Jón Gunnarsson um að hann fengi að valsa þar og gramsa eins og honum sýndist - gegn því að yfirgefa ekki flokkinn.“ Þetta segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, í Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, harðlega fyrir að hafa skipað Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem nýjan fulltrúa hans í matvælaráðuneytinu. Össur segir Bjarna hafa gert „skítadíl“ við Jón til að forða því að hann myndi ganga til liðs við Miðflokkinn. Jón tók fram í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær að hvalveiðar væru eitt af þeim málum sem hann ætlaði að skoða í ráðuneytinu. „Þegar ríkisstjórnin var knúin til að biðjast lausnar talaði Björn Bjarnason frændi Bjarna af nokkru yfirlæti um Svandísi Svavarsdóttur og hæddi hana fyrir að vita ekki bofs um starfsstjórnir. En nú blasir við að Bjarni er kominn í sama tossabekkinn. Hann virðist ekki heldur vita neitt lengur um stjórnskipulegar venjur og hefðir um starfsstjórnir,“ segir Össur. Starfsstjórn eigi ekki að taka umdeildar ákvarðanir „Síðustu daga er eins og forysta Sjálfstæðisflokksins hafi gleymt því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur fengið lausn frá störfum. Forseti Íslands er búinn að undirrita afsagnarbréf allra ráðherra og stærstur hluti þeirra var síðan munstraður að beiðni forseta í starfsstjórn. Það er fallegt nafn á hópi fráfarandi ráðherra sem í reynd eiga ekki að gera neitt nema verma stólana þar til alvöruríkisstjórn tekur við,“ segir Össur um málið. Hann minnist þess þegar hann var sjálfur ráðherra í starfsstjórn árið 1995. Þá hafi verið brýnt fyrir honum að slík stjórn ætti ekki að sjá um neitt nema reka ríkið frá degi til dags og alls ekki taka umdeildar ákvarðanir. „Þetta virtust líka rök forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún setti upp helgisvip eftir að hafa verið knúin til að biðjast lausnar á Bessastöðum – og hneyklaðist á Svandísi Svavarsdóttur fyrir að skilja ekki hvað í hugtakinu starfsstjórn fólst.“ Ákvörðun sem myndi skapa úlfúð og illdeilur Össur telur að ráðning Jóns í matvælaráðuneytið hafi verið málamiðlun til að tryggja það að hann myndi ekki yfirgefa flokkinn fyrir alþingiskosningar þann 30. nóvember. „Strax á fyrsta degi kom í ljós að valdsvið nýja kommissarsins er allt annað og meira en Bjarni sagði fjölmiðlum. Á fyrsta degi lýsti Jón því valdsmannslega eins og kommissar sæmir að forgangsverkefnið yrði að breyta stefnu matvælaráðuneytisins í fjölmörgum málum til samræmis við stefnu Sjálfstæðisflokksins.“ Össur ítrekar að þetta sé einmitt það sem starfsstjórn eigi ekki að gera, samkvæmt venjuhelguðum stjórnskipulegum reglum. „Bergnuminn af nýju valdi fannst nýja kommissarnum það tilvalið að uppfylla friðarskyldu starfsstjórnarinnar með því að lýsa yfir strax á fyrsta degi að hann hyggðist við fyrsta tækifæri gefa út framvirkt leyfi til hvalveiða! En eins og þjóð veit hafa pólitískar stórstyrjaldir staðið um hvalveiðar árum saman hér á landi. Engum dylst, og allra síst Jóni, að slík ákvörðun mun án nokkurs vafa skapa bæði úlfúð og illdeilur innan og utan þings.“ Vorkennir ræflinum sem eftir er af flokknum Össur lítur svo á að Sjálfstæðisflokkurinn telji þetta heillaskref í því skyni að sækja meira fylgi og skerpa ásýnd flokksins. „Vitaskuld má vorkenna ræflinum sem eftir er af veslings Sjálfstæðisflokknum. Hefði Jón Gunnarsson gert alvöru úr því að fylgja Sigríði Andersen yfir í Miðflokkinn jafngilti það yfirlýsingu um að stefnumiðum íslenskra hægri manna væri betur komið hjá honum en Sjálfstæðisflokknum. Það hefði hert enn á flóttanum frá Valhöll og líklega slegið í gadda að flokkurinn bíði í kosningum það gríðarlega afhroð sem kannanir hafa spáð síðan í júní (13,3% í gær).“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, í Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, harðlega fyrir að hafa skipað Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem nýjan fulltrúa hans í matvælaráðuneytinu. Össur segir Bjarna hafa gert „skítadíl“ við Jón til að forða því að hann myndi ganga til liðs við Miðflokkinn. Jón tók fram í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær að hvalveiðar væru eitt af þeim málum sem hann ætlaði að skoða í ráðuneytinu. „Þegar ríkisstjórnin var knúin til að biðjast lausnar talaði Björn Bjarnason frændi Bjarna af nokkru yfirlæti um Svandísi Svavarsdóttur og hæddi hana fyrir að vita ekki bofs um starfsstjórnir. En nú blasir við að Bjarni er kominn í sama tossabekkinn. Hann virðist ekki heldur vita neitt lengur um stjórnskipulegar venjur og hefðir um starfsstjórnir,“ segir Össur. Starfsstjórn eigi ekki að taka umdeildar ákvarðanir „Síðustu daga er eins og forysta Sjálfstæðisflokksins hafi gleymt því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur fengið lausn frá störfum. Forseti Íslands er búinn að undirrita afsagnarbréf allra ráðherra og stærstur hluti þeirra var síðan munstraður að beiðni forseta í starfsstjórn. Það er fallegt nafn á hópi fráfarandi ráðherra sem í reynd eiga ekki að gera neitt nema verma stólana þar til alvöruríkisstjórn tekur við,“ segir Össur um málið. Hann minnist þess þegar hann var sjálfur ráðherra í starfsstjórn árið 1995. Þá hafi verið brýnt fyrir honum að slík stjórn ætti ekki að sjá um neitt nema reka ríkið frá degi til dags og alls ekki taka umdeildar ákvarðanir. „Þetta virtust líka rök forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún setti upp helgisvip eftir að hafa verið knúin til að biðjast lausnar á Bessastöðum – og hneyklaðist á Svandísi Svavarsdóttur fyrir að skilja ekki hvað í hugtakinu starfsstjórn fólst.“ Ákvörðun sem myndi skapa úlfúð og illdeilur Össur telur að ráðning Jóns í matvælaráðuneytið hafi verið málamiðlun til að tryggja það að hann myndi ekki yfirgefa flokkinn fyrir alþingiskosningar þann 30. nóvember. „Strax á fyrsta degi kom í ljós að valdsvið nýja kommissarsins er allt annað og meira en Bjarni sagði fjölmiðlum. Á fyrsta degi lýsti Jón því valdsmannslega eins og kommissar sæmir að forgangsverkefnið yrði að breyta stefnu matvælaráðuneytisins í fjölmörgum málum til samræmis við stefnu Sjálfstæðisflokksins.“ Össur ítrekar að þetta sé einmitt það sem starfsstjórn eigi ekki að gera, samkvæmt venjuhelguðum stjórnskipulegum reglum. „Bergnuminn af nýju valdi fannst nýja kommissarnum það tilvalið að uppfylla friðarskyldu starfsstjórnarinnar með því að lýsa yfir strax á fyrsta degi að hann hyggðist við fyrsta tækifæri gefa út framvirkt leyfi til hvalveiða! En eins og þjóð veit hafa pólitískar stórstyrjaldir staðið um hvalveiðar árum saman hér á landi. Engum dylst, og allra síst Jóni, að slík ákvörðun mun án nokkurs vafa skapa bæði úlfúð og illdeilur innan og utan þings.“ Vorkennir ræflinum sem eftir er af flokknum Össur lítur svo á að Sjálfstæðisflokkurinn telji þetta heillaskref í því skyni að sækja meira fylgi og skerpa ásýnd flokksins. „Vitaskuld má vorkenna ræflinum sem eftir er af veslings Sjálfstæðisflokknum. Hefði Jón Gunnarsson gert alvöru úr því að fylgja Sigríði Andersen yfir í Miðflokkinn jafngilti það yfirlýsingu um að stefnumiðum íslenskra hægri manna væri betur komið hjá honum en Sjálfstæðisflokknum. Það hefði hert enn á flóttanum frá Valhöll og líklega slegið í gadda að flokkurinn bíði í kosningum það gríðarlega afhroð sem kannanir hafa spáð síðan í júní (13,3% í gær).“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira