Palmer hetja Chelsea gegn Newcastle Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2024 16:22 Brrrr. Cole Palmer fagnar sigurmarkinu gegn Newcastle United. getty/Ed Sykes Chelsea vann góðan sigur á Newcastle United, 2-1, á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag. Nicolas Jackson kom Chelsea yfir á 18. mínútu eftir góðan undirbúning hjá Cole Palmer og Pedro Neto. Þetta var sjötta mark Jacksons í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Alexander Isak jafnaði fyrir Newcastle á 32. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik. Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Palmer Chelsea í 2-1 og þar við sat. Chelsea er í 4. sæti deildarinnar með sautján stig en Newcastle er í því tólfta með tólf stig. Skjórarnir hafa ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum. Enski boltinn
Chelsea vann góðan sigur á Newcastle United, 2-1, á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag. Nicolas Jackson kom Chelsea yfir á 18. mínútu eftir góðan undirbúning hjá Cole Palmer og Pedro Neto. Þetta var sjötta mark Jacksons í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Alexander Isak jafnaði fyrir Newcastle á 32. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik. Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Palmer Chelsea í 2-1 og þar við sat. Chelsea er í 4. sæti deildarinnar með sautján stig en Newcastle er í því tólfta með tólf stig. Skjórarnir hafa ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti