Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. október 2024 23:18 Mynd úr safni. Getty Í Sverris sögu, einni af konungasögunum, frá 1197 segir að manni hafi verið fleygt niður brunn við Sverrisborg kastala utan við Niðarós, sem er í dag Þrándheimur. Núna, meira en 800 árum síðar telja vísindamenn að þeir hafi fundið líkamsleifar umrædds manns. Dagblaðið Guardian greinir frá. Fornleifafræðingur sem vann að greftrinum sagði í grein sem var birt í tímaritinu iScience að ekki væri hægt að sanna með vissu að líkamsleifarnar væru af manninum sem skrifað var um í sögunni en tók fram að allar vísbendingar bendi til þess. „Ég myndi segja að það eru mjög miklar líkur að þetta er maðurinn úr fornsögunni. Ekki aðeins vegna þess frá hvaða tímabili líkamsleifarnar eru heldur einnig því að allt samhengið passar við það sem er skrifað,“ sagði Anna Petersen sem leiddi fornleifagröftin, í samtali við fréttastofu NRK. Skrifað af ábóta á Þingeyrum Maðurinn sem vísað er til er úr Sverris sögu sem er ein af konungasögum sem eru æviágrip norrænna konunga, skrifaðar á tólftu og þrettándu öld. Karl Jónsson, ábóti á Þingeyrum, ritaði söguna á sínum tíma. Sagan fjallar um Sverri Sigurðsson sem var færeyskur prestur sem hóf uppreisn í Noregi árið 1177 og náði þar völdum. Einn hluti úr sögunni segir frá því árið 1197 þegar ráðist er á kastala Sverris á meðan hann var í Bergen. Árásarmennirnir gerðu sér þá leið inn í kastalann í gegnum leyni hlera á meðan að þeir sem voru fyrir innan sátu við borðhald. Þar segir að árásarmennirnir hafi lyft upp látnum manni og kastað honum með höfuðið á undan honum niður brunn. Að því loknu tóku þeir fjöldann allan af steinum og létu í brunninn þangað til hann fylltist. Nasistar fylltu brunninn af drasli Árið 1938 fundu norskir fornleifafræðingar líkamsleifar á sjö metra dýpi í brunninum undir hrúgu af grjóti. Þeir náðu þó ekki að fjarlægja líkamsleifarnar áður en her nasista hertóku landið í seinni heimsstyrjöldinni og sat því beinagrindin sem fastast á botninum í brunninum. Árin 2014 og 2016 hóf teymi Petersen uppgröft á svæðinu. Eftir að hafa unnið sig í gegnum drasl sem að nasistarnir höfðu skilið eftir sig í brunninum fundu þau líkamsleifar manns sem var á aldrinum 30 til 40 ára þegar hann lést. Maðurinn hafi verið um 175 sentímetrar á hæð og honum hent niður brunninn klæddur einungis í einn leðurskó. Höfuðkúpa hans sem fannst skammt frá skrokknum var með áverka eftir högg og eggvopn sem að leiddu líklegast til bana hans. Aldursákvörðun með geislakolum leiddi í ljós að beinagrindin væri um 940 ára gömul. Með hjálp Íslenskrar erfðagreiningu gátu rannsakendur ályktað að maðurinn væri frá suðurhluta Noregs. Noregur Fornminjar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Dagblaðið Guardian greinir frá. Fornleifafræðingur sem vann að greftrinum sagði í grein sem var birt í tímaritinu iScience að ekki væri hægt að sanna með vissu að líkamsleifarnar væru af manninum sem skrifað var um í sögunni en tók fram að allar vísbendingar bendi til þess. „Ég myndi segja að það eru mjög miklar líkur að þetta er maðurinn úr fornsögunni. Ekki aðeins vegna þess frá hvaða tímabili líkamsleifarnar eru heldur einnig því að allt samhengið passar við það sem er skrifað,“ sagði Anna Petersen sem leiddi fornleifagröftin, í samtali við fréttastofu NRK. Skrifað af ábóta á Þingeyrum Maðurinn sem vísað er til er úr Sverris sögu sem er ein af konungasögum sem eru æviágrip norrænna konunga, skrifaðar á tólftu og þrettándu öld. Karl Jónsson, ábóti á Þingeyrum, ritaði söguna á sínum tíma. Sagan fjallar um Sverri Sigurðsson sem var færeyskur prestur sem hóf uppreisn í Noregi árið 1177 og náði þar völdum. Einn hluti úr sögunni segir frá því árið 1197 þegar ráðist er á kastala Sverris á meðan hann var í Bergen. Árásarmennirnir gerðu sér þá leið inn í kastalann í gegnum leyni hlera á meðan að þeir sem voru fyrir innan sátu við borðhald. Þar segir að árásarmennirnir hafi lyft upp látnum manni og kastað honum með höfuðið á undan honum niður brunn. Að því loknu tóku þeir fjöldann allan af steinum og létu í brunninn þangað til hann fylltist. Nasistar fylltu brunninn af drasli Árið 1938 fundu norskir fornleifafræðingar líkamsleifar á sjö metra dýpi í brunninum undir hrúgu af grjóti. Þeir náðu þó ekki að fjarlægja líkamsleifarnar áður en her nasista hertóku landið í seinni heimsstyrjöldinni og sat því beinagrindin sem fastast á botninum í brunninum. Árin 2014 og 2016 hóf teymi Petersen uppgröft á svæðinu. Eftir að hafa unnið sig í gegnum drasl sem að nasistarnir höfðu skilið eftir sig í brunninum fundu þau líkamsleifar manns sem var á aldrinum 30 til 40 ára þegar hann lést. Maðurinn hafi verið um 175 sentímetrar á hæð og honum hent niður brunninn klæddur einungis í einn leðurskó. Höfuðkúpa hans sem fannst skammt frá skrokknum var með áverka eftir högg og eggvopn sem að leiddu líklegast til bana hans. Aldursákvörðun með geislakolum leiddi í ljós að beinagrindin væri um 940 ára gömul. Með hjálp Íslenskrar erfðagreiningu gátu rannsakendur ályktað að maðurinn væri frá suðurhluta Noregs.
Noregur Fornminjar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira