Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. október 2024 23:18 Mynd úr safni. Getty Í Sverris sögu, einni af konungasögunum, frá 1197 segir að manni hafi verið fleygt niður brunn við Sverrisborg kastala utan við Niðarós, sem er í dag Þrándheimur. Núna, meira en 800 árum síðar telja vísindamenn að þeir hafi fundið líkamsleifar umrædds manns. Dagblaðið Guardian greinir frá. Fornleifafræðingur sem vann að greftrinum sagði í grein sem var birt í tímaritinu iScience að ekki væri hægt að sanna með vissu að líkamsleifarnar væru af manninum sem skrifað var um í sögunni en tók fram að allar vísbendingar bendi til þess. „Ég myndi segja að það eru mjög miklar líkur að þetta er maðurinn úr fornsögunni. Ekki aðeins vegna þess frá hvaða tímabili líkamsleifarnar eru heldur einnig því að allt samhengið passar við það sem er skrifað,“ sagði Anna Petersen sem leiddi fornleifagröftin, í samtali við fréttastofu NRK. Skrifað af ábóta á Þingeyrum Maðurinn sem vísað er til er úr Sverris sögu sem er ein af konungasögum sem eru æviágrip norrænna konunga, skrifaðar á tólftu og þrettándu öld. Karl Jónsson, ábóti á Þingeyrum, ritaði söguna á sínum tíma. Sagan fjallar um Sverri Sigurðsson sem var færeyskur prestur sem hóf uppreisn í Noregi árið 1177 og náði þar völdum. Einn hluti úr sögunni segir frá því árið 1197 þegar ráðist er á kastala Sverris á meðan hann var í Bergen. Árásarmennirnir gerðu sér þá leið inn í kastalann í gegnum leyni hlera á meðan að þeir sem voru fyrir innan sátu við borðhald. Þar segir að árásarmennirnir hafi lyft upp látnum manni og kastað honum með höfuðið á undan honum niður brunn. Að því loknu tóku þeir fjöldann allan af steinum og létu í brunninn þangað til hann fylltist. Nasistar fylltu brunninn af drasli Árið 1938 fundu norskir fornleifafræðingar líkamsleifar á sjö metra dýpi í brunninum undir hrúgu af grjóti. Þeir náðu þó ekki að fjarlægja líkamsleifarnar áður en her nasista hertóku landið í seinni heimsstyrjöldinni og sat því beinagrindin sem fastast á botninum í brunninum. Árin 2014 og 2016 hóf teymi Petersen uppgröft á svæðinu. Eftir að hafa unnið sig í gegnum drasl sem að nasistarnir höfðu skilið eftir sig í brunninum fundu þau líkamsleifar manns sem var á aldrinum 30 til 40 ára þegar hann lést. Maðurinn hafi verið um 175 sentímetrar á hæð og honum hent niður brunninn klæddur einungis í einn leðurskó. Höfuðkúpa hans sem fannst skammt frá skrokknum var með áverka eftir högg og eggvopn sem að leiddu líklegast til bana hans. Aldursákvörðun með geislakolum leiddi í ljós að beinagrindin væri um 940 ára gömul. Með hjálp Íslenskrar erfðagreiningu gátu rannsakendur ályktað að maðurinn væri frá suðurhluta Noregs. Noregur Fornminjar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Dagblaðið Guardian greinir frá. Fornleifafræðingur sem vann að greftrinum sagði í grein sem var birt í tímaritinu iScience að ekki væri hægt að sanna með vissu að líkamsleifarnar væru af manninum sem skrifað var um í sögunni en tók fram að allar vísbendingar bendi til þess. „Ég myndi segja að það eru mjög miklar líkur að þetta er maðurinn úr fornsögunni. Ekki aðeins vegna þess frá hvaða tímabili líkamsleifarnar eru heldur einnig því að allt samhengið passar við það sem er skrifað,“ sagði Anna Petersen sem leiddi fornleifagröftin, í samtali við fréttastofu NRK. Skrifað af ábóta á Þingeyrum Maðurinn sem vísað er til er úr Sverris sögu sem er ein af konungasögum sem eru æviágrip norrænna konunga, skrifaðar á tólftu og þrettándu öld. Karl Jónsson, ábóti á Þingeyrum, ritaði söguna á sínum tíma. Sagan fjallar um Sverri Sigurðsson sem var færeyskur prestur sem hóf uppreisn í Noregi árið 1177 og náði þar völdum. Einn hluti úr sögunni segir frá því árið 1197 þegar ráðist er á kastala Sverris á meðan hann var í Bergen. Árásarmennirnir gerðu sér þá leið inn í kastalann í gegnum leyni hlera á meðan að þeir sem voru fyrir innan sátu við borðhald. Þar segir að árásarmennirnir hafi lyft upp látnum manni og kastað honum með höfuðið á undan honum niður brunn. Að því loknu tóku þeir fjöldann allan af steinum og létu í brunninn þangað til hann fylltist. Nasistar fylltu brunninn af drasli Árið 1938 fundu norskir fornleifafræðingar líkamsleifar á sjö metra dýpi í brunninum undir hrúgu af grjóti. Þeir náðu þó ekki að fjarlægja líkamsleifarnar áður en her nasista hertóku landið í seinni heimsstyrjöldinni og sat því beinagrindin sem fastast á botninum í brunninum. Árin 2014 og 2016 hóf teymi Petersen uppgröft á svæðinu. Eftir að hafa unnið sig í gegnum drasl sem að nasistarnir höfðu skilið eftir sig í brunninum fundu þau líkamsleifar manns sem var á aldrinum 30 til 40 ára þegar hann lést. Maðurinn hafi verið um 175 sentímetrar á hæð og honum hent niður brunninn klæddur einungis í einn leðurskó. Höfuðkúpa hans sem fannst skammt frá skrokknum var með áverka eftir högg og eggvopn sem að leiddu líklegast til bana hans. Aldursákvörðun með geislakolum leiddi í ljós að beinagrindin væri um 940 ára gömul. Með hjálp Íslenskrar erfðagreiningu gátu rannsakendur ályktað að maðurinn væri frá suðurhluta Noregs.
Noregur Fornminjar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira