Þröng á þingi í umfangsmiklu fíkniefnamáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2024 10:14 Aukaborði hefur verið komið fyrir í dómssal 101. Hér má sjá Þorgils Þorgilsson og fleiri verjendur í bláum og svörtum skikkjum. Sakborningar í úlpum og með derhúfu í öftustu röð. Vísir/vilhelm Það er þröng á þingi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í stóra fíkniefnamálinu svokallaða fer fram. Átján eru talin tengjast þaulskipulögðum innflutningi á fíkniefnum til landsins með skemmtiferðaskipum. Verjandi fylgir hverjum sakborningi, blaðamenn eru þónokkrir og vegna fjöldans er aðalmeðferðinni streymt í annan dómsal. Jón Ingi Sveinsson 47 ára og Pétur Þór Elíasson 36 ára eru taldir vera höfuðpaurar í málinu. Þeir hafi skipulagt innflutninginn, útvegað öðrum hlutverk og greitt fyrir þátttöku í skipulögðum glæpum. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningur mætir í dómsal.Vísir/vilhelm Í greinargerð lögreglu sem birtist í gæsluvarðhaldsúrskurði á dögunum kom fram að lögregla teldi uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Jón Ingi hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Jón Ingi er talinn hafa verið yfir allri starfseminni í söluhópnum. Þar hafi hann rætt starfsemina eins og um fyrirtæki væri að ræða og rætt um hlutverk allra í hópnum. Nefnt er að þegar ein konan var handtekin sagðist hann ekki hafa undirbúið hana nægilega vel varðandi hvernig hún ætti að bregðast við ef hún skildi verða handtekin. Lambúshettur voru algeng sjón í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.vísir/vilhelm Fíkniefni fundust meðal annars á heimilum foreldra fólks úr hópnum sem fyrir vikið er meðal sakborninga í málinu. Fólk komið á sjötugs- og áttræðisaldur. Þá kemur fram í greinargerð lögreglu að peningaþvætti hafi farið fram með því að láta poka troðfulla af peningum ganga á milli manna. Maður sem var tekinn með um tólf milljónir króna í poka sagðist við handtöku ekki hafa vitað hvað væri í pokanum. Þá hefur annar sakborningur í málinu sem stöðvaður var á leið úr landi með um sextán milljónir króna í reiðufé í farangri sínum hafa ekkert kannast við peningana. Hann viðurkenndi síðar hafa fengið val að greiða tæplega milljón í fíkniefnaskuld eða fara með peningana úr landi. Málið var þingfest í ágúst og neituðu allir sakborningar sök. Síðan þá hafa einn eða tveir breytt afstöðu sinni til málsins. Sakborningarnir huldu allir höfuð sín þegar þeir mættu til þingfestingarinnar. Margir voru með sólgleraugu á nefinu, hettu eða jafnvel sjal yfir andlitið. Höfðu engan áhuga á að þekkjast utan dómssalarins. Sakborningur mætir í héraðsdóm í morgun.Vísir/vilhelm Svipað var uppi á teningnum í morgun þegar sakborningar streymdu í héraðsdóm. Vegna mikils fjölda sakborninga var planað að hafa streymi frá aðalmeðferðinni í öðrum sal í húsinu. Vísir mun fjalla um það sem fram fer í héraðsdómi. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Jón Ingi Sveinsson 47 ára og Pétur Þór Elíasson 36 ára eru taldir vera höfuðpaurar í málinu. Þeir hafi skipulagt innflutninginn, útvegað öðrum hlutverk og greitt fyrir þátttöku í skipulögðum glæpum. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningur mætir í dómsal.Vísir/vilhelm Í greinargerð lögreglu sem birtist í gæsluvarðhaldsúrskurði á dögunum kom fram að lögregla teldi uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Jón Ingi hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Jón Ingi er talinn hafa verið yfir allri starfseminni í söluhópnum. Þar hafi hann rætt starfsemina eins og um fyrirtæki væri að ræða og rætt um hlutverk allra í hópnum. Nefnt er að þegar ein konan var handtekin sagðist hann ekki hafa undirbúið hana nægilega vel varðandi hvernig hún ætti að bregðast við ef hún skildi verða handtekin. Lambúshettur voru algeng sjón í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.vísir/vilhelm Fíkniefni fundust meðal annars á heimilum foreldra fólks úr hópnum sem fyrir vikið er meðal sakborninga í málinu. Fólk komið á sjötugs- og áttræðisaldur. Þá kemur fram í greinargerð lögreglu að peningaþvætti hafi farið fram með því að láta poka troðfulla af peningum ganga á milli manna. Maður sem var tekinn með um tólf milljónir króna í poka sagðist við handtöku ekki hafa vitað hvað væri í pokanum. Þá hefur annar sakborningur í málinu sem stöðvaður var á leið úr landi með um sextán milljónir króna í reiðufé í farangri sínum hafa ekkert kannast við peningana. Hann viðurkenndi síðar hafa fengið val að greiða tæplega milljón í fíkniefnaskuld eða fara með peningana úr landi. Málið var þingfest í ágúst og neituðu allir sakborningar sök. Síðan þá hafa einn eða tveir breytt afstöðu sinni til málsins. Sakborningarnir huldu allir höfuð sín þegar þeir mættu til þingfestingarinnar. Margir voru með sólgleraugu á nefinu, hettu eða jafnvel sjal yfir andlitið. Höfðu engan áhuga á að þekkjast utan dómssalarins. Sakborningur mætir í héraðsdóm í morgun.Vísir/vilhelm Svipað var uppi á teningnum í morgun þegar sakborningar streymdu í héraðsdóm. Vegna mikils fjölda sakborninga var planað að hafa streymi frá aðalmeðferðinni í öðrum sal í húsinu. Vísir mun fjalla um það sem fram fer í héraðsdómi.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira