Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. október 2024 11:55 Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs segir starfsmenn bíða frétta um það hvort þau geti opnað í vikunni og hvaðan sýkingin kemur. Vísir/Einar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. E. Coli sýking getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru þau þrjú börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri á Mánagarði segir starfsmenn bíða upplýsinga frá embætti sóttvarnalæknis um stöðuna. „Það er fundur hjá sóttvarnalækni í dag og eftir þann fund fáum við upplýsingar um hvort við megum opna aftur á miðvikudaginn. Það er búið að sótthreinsa og allt er tilbúið. Við erum tilbúin að taka á móti börnunum þegar við fáum leyfi.“ Þriðjungur lasinn Alls eru 128 börn í leikskólanum og því um þriðjungur þeirra undir eftirliti vegna sýkingarinnar. Soffía á því von á því að fámennt verði í leikskólanum fyrstu dagana fái þau leyfi til að opna. „Það er enginn starfsmaður lasinn núna en við erum að kanna hvort einhver sé með sýkinguna í sér. Einhverjir fengu eitthvað í magann en við eigum enn eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum á sýnum frá þeim,“ segir Soffía. Um er að ræða fjóra starfsmenn sem skiluðu sýnum. Lokar eldhúsi á meðan málið er til rannsóknar Fram kom í viðtali við sóttvarnalækni fyrr í dag á Vísi að niðurstöður úr rannsóknum væru væntanlega um miðja vikuna um uppruna sýkingarinnar. Þó hefur verið talið líklegt að uppruni sýkingarinnar gæti verið rakinn til hakks sem var eldað á staðnum. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum en Soffía segir að á meðan málið er til rannsóknar verði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ segir Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Hún segir starfsmenn og foreldra enn í miklu áfalli vegna málsins. „Maður er auðvitað mjög áhyggjufullur og fólk enn í miklu áfalli.“ E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Háskólar Leikskólar Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40 Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39 Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. E. Coli sýking getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru þau þrjú börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri á Mánagarði segir starfsmenn bíða upplýsinga frá embætti sóttvarnalæknis um stöðuna. „Það er fundur hjá sóttvarnalækni í dag og eftir þann fund fáum við upplýsingar um hvort við megum opna aftur á miðvikudaginn. Það er búið að sótthreinsa og allt er tilbúið. Við erum tilbúin að taka á móti börnunum þegar við fáum leyfi.“ Þriðjungur lasinn Alls eru 128 börn í leikskólanum og því um þriðjungur þeirra undir eftirliti vegna sýkingarinnar. Soffía á því von á því að fámennt verði í leikskólanum fyrstu dagana fái þau leyfi til að opna. „Það er enginn starfsmaður lasinn núna en við erum að kanna hvort einhver sé með sýkinguna í sér. Einhverjir fengu eitthvað í magann en við eigum enn eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum á sýnum frá þeim,“ segir Soffía. Um er að ræða fjóra starfsmenn sem skiluðu sýnum. Lokar eldhúsi á meðan málið er til rannsóknar Fram kom í viðtali við sóttvarnalækni fyrr í dag á Vísi að niðurstöður úr rannsóknum væru væntanlega um miðja vikuna um uppruna sýkingarinnar. Þó hefur verið talið líklegt að uppruni sýkingarinnar gæti verið rakinn til hakks sem var eldað á staðnum. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum en Soffía segir að á meðan málið er til rannsóknar verði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ segir Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Hún segir starfsmenn og foreldra enn í miklu áfalli vegna málsins. „Maður er auðvitað mjög áhyggjufullur og fólk enn í miklu áfalli.“
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Háskólar Leikskólar Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40 Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39 Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40
Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39
Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16