Ofboðslega frægur Sara Oskarsson skrifar 28. október 2024 13:01 Orðið frægur er skilgreint sem mjög þekktur, víðkunnur í Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar. Spyrji maður ChatGPT hvað orðið þýðir segir: „Orðið frægur á íslensku þýðir þekktur, nafnkenndur eða vinsæll. Það er notað til að lýsa einhverjum eða einhverju sem margir vita af, oft vegna afreka, hæfileika eða athafna.” Umræðan um frægt fólk í framboði til næstkomandi Alþingiskosninga hefur verið skautuð. Sumum finnst það hið besta mál að þjóðþekktir einstaklingur úr öðrum starfsstéttum en stjórnmálum bjóði fram krafta sína á þingi. Öðrum finnst í því mengi offramboð af einstaklingum sem tilheyra ákveðinni óskilgreindri elítu Íslands. Venjulegt fólk En hvernig sem á það er litið, þá er það að vera frægur undantekningin frekar en reglan. Ef að allir væru frægir þá væri enginn frægur. Að vera þekkt andlit sker sig vitanlega úr hópnum. Tilgangur og markmið þeirrar vinnu sem fer fram á Alþingi á að vera í þágu allrar þjóðarinnar. Þess vegna er það mikilvægt að þangað inn veljist ekki síst venjulegt fólk: Fólk á ólíkum aldri, af öllum kynjum, öllum félagsaðstæðum, frá ólíkum trúfélögum. Fólk með fatlanir. Einstæð foreldri, fólk af ólíkum uppruna og litarhætti, fólk frá Póllandi, enda um 5% þjóðarinnar af pólskum uppruna. Um 20% þjóðarinnar er af erlendum uppruna og ef að spegla ætti það hlutfall í samsetningu þingheims væru um 9 þingmenn af erlendum uppruna. Blessuð jólin? Eðlilegt væri að á Alþingi starfi fólk sem þekkir veruleikann að þurfa að velja úr hvaða reikninga á að borga við hver mánaðamót. Fólk sem veit hvernig það er að hafa ekki efni á að sækja lyfin sín. Fólk sem þekkir það að kvíða jólahátíðinni vegna þess að það hefur ekki efni á að kaupa jólagjafir fyrir börnin sín eða barnabörn. Fólk sem þekkir á eigin skinni hvaða áhrif ákvarðanatakan inni í þessum gamla gyllta sal hefur á þá sem raunverulega halda þessu samfélagi gangandi. Fólk sem hefur unnið árum saman við þrif og fengið fyrir last og nánasarlegt daglegt brauð. Samsetning þingheims ætti að langmestu leyti að endurspegla þjóðina sem á að þjóna og fólkinu, sem þingheimur starfar í umboði fyrir. Grunngildin Við Píratar störfum út frá grunngildum okkar. Þar segir m.a.: „Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.” og „Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.” Alþingi á að endurspegla þverskurð af þjóðinni sjálfri. Til þess að svo sé þurfa raddir úr öllum rönnum að heyrist inni í þingsal. Í framboð hjá okkur Pírötum er einmitt slíkur dýnamískur hópur úr ólíkum stéttum og stöðum þjóðfélagsins. Gerum Alþingi að lifandi vinnustað þar sem við öll eigum okkur málsvara. Kjósum öðruvísi. Kjósum Pírata. Höfundur er í framboði í 5. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Hér má lesa Grunnstefnu Pírata í fullri lengd: https://piratar.is/s. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Oskarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Orðið frægur er skilgreint sem mjög þekktur, víðkunnur í Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar. Spyrji maður ChatGPT hvað orðið þýðir segir: „Orðið frægur á íslensku þýðir þekktur, nafnkenndur eða vinsæll. Það er notað til að lýsa einhverjum eða einhverju sem margir vita af, oft vegna afreka, hæfileika eða athafna.” Umræðan um frægt fólk í framboði til næstkomandi Alþingiskosninga hefur verið skautuð. Sumum finnst það hið besta mál að þjóðþekktir einstaklingur úr öðrum starfsstéttum en stjórnmálum bjóði fram krafta sína á þingi. Öðrum finnst í því mengi offramboð af einstaklingum sem tilheyra ákveðinni óskilgreindri elítu Íslands. Venjulegt fólk En hvernig sem á það er litið, þá er það að vera frægur undantekningin frekar en reglan. Ef að allir væru frægir þá væri enginn frægur. Að vera þekkt andlit sker sig vitanlega úr hópnum. Tilgangur og markmið þeirrar vinnu sem fer fram á Alþingi á að vera í þágu allrar þjóðarinnar. Þess vegna er það mikilvægt að þangað inn veljist ekki síst venjulegt fólk: Fólk á ólíkum aldri, af öllum kynjum, öllum félagsaðstæðum, frá ólíkum trúfélögum. Fólk með fatlanir. Einstæð foreldri, fólk af ólíkum uppruna og litarhætti, fólk frá Póllandi, enda um 5% þjóðarinnar af pólskum uppruna. Um 20% þjóðarinnar er af erlendum uppruna og ef að spegla ætti það hlutfall í samsetningu þingheims væru um 9 þingmenn af erlendum uppruna. Blessuð jólin? Eðlilegt væri að á Alþingi starfi fólk sem þekkir veruleikann að þurfa að velja úr hvaða reikninga á að borga við hver mánaðamót. Fólk sem veit hvernig það er að hafa ekki efni á að sækja lyfin sín. Fólk sem þekkir það að kvíða jólahátíðinni vegna þess að það hefur ekki efni á að kaupa jólagjafir fyrir börnin sín eða barnabörn. Fólk sem þekkir á eigin skinni hvaða áhrif ákvarðanatakan inni í þessum gamla gyllta sal hefur á þá sem raunverulega halda þessu samfélagi gangandi. Fólk sem hefur unnið árum saman við þrif og fengið fyrir last og nánasarlegt daglegt brauð. Samsetning þingheims ætti að langmestu leyti að endurspegla þjóðina sem á að þjóna og fólkinu, sem þingheimur starfar í umboði fyrir. Grunngildin Við Píratar störfum út frá grunngildum okkar. Þar segir m.a.: „Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.” og „Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.” Alþingi á að endurspegla þverskurð af þjóðinni sjálfri. Til þess að svo sé þurfa raddir úr öllum rönnum að heyrist inni í þingsal. Í framboð hjá okkur Pírötum er einmitt slíkur dýnamískur hópur úr ólíkum stéttum og stöðum þjóðfélagsins. Gerum Alþingi að lifandi vinnustað þar sem við öll eigum okkur málsvara. Kjósum öðruvísi. Kjósum Pírata. Höfundur er í framboði í 5. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Hér má lesa Grunnstefnu Pírata í fullri lengd: https://piratar.is/s.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar