Fyrstu menn í hlaupinu í ár fengu nefnilega báðir skell á marklínunni og annar þeirra mun verri skell en hinn.
Hlaupið er tuttugu kílómetra hlaup á milli borganna á suðurströnd Frakklands en það hefur verið haldið frá árinu 1979. Sjö hundruð manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en nú taka þátt tólf þúsund hlauparar.
Rúandamaðurinn Félicien Muhitira vann hlaupið í ár en hann rann á rassinn þegar hann kom í markið. Það var eitthvað sleipt í markinu en Muhitira slapp þó mun betur en Marókkómaðurinn Youssef Benhadi sem kom annar í mark.
Benhadi flaug nefnilega bókstaflega á hausinn í markinu og tókst rota sjálfan sig á marklínunni þegar hann skall illa aftur á hnakkann.
Benhadi komst fljótt til meðvitundar en slapp örugglega ekki við heilahristing.
Muhitira kláraði hlaupið á einni klukkustund, einni mínútu og 38 sekúndum. Hann var talsvert á undan Benhadi sem kláraði á einni klukkustund, þremur mínútum og sextán sekúndum.
Benhadi varð því ekki vitni af því þegar Muhitira flaug á hausinn og hafði því ekki hugmynd um „hálkuna“ í markinu.
Hér fyrir neðan má sjá þennan slysalega endi á hlaupinu.
😳 La dramatique arrivée du Marocain Youssef Benhadi (🇲🇦) qui prend une brillante deuxième place sur la course de Marseille-Cassis malgré une chute impressionnante ! 👀 Il s’est relevé quelques secondes plus tard — et tout va bien pour lui. pic.twitter.com/kAd7KGMF83
— RUN’IX (@RUN_IX) October 27, 2024