6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 29. október 2024 11:17 Þrátt fyrir augljósa kosti orkuskipta í samgöngum á Íslandi er ennþá nokkuð hávær hópur sem telur rafbíla vera óskynsamlega hugmynd. Það sem meira er þá er þessi hópur svo sannfærður um að orkuskiptin séu svo óskynsamleg að hann leggur sig fram við að sannfæra aðra um að rafbílar séu galin hugmynd. Rafbílar henta kannski ekki alveg öllum akkúrat núna en að tala almennt gegn rafbílavæðingu er áhugaverð afstaða. Allar skoðanir eiga ákveðinn rétt á sér og hver og einn tekur auðvitað sínar persónulegu ákvarðanir. Fyrir þá sem tala almennt gegn rafbílavæðingu þá er mikilvægt að tileinka sér allar neðangreindar afneitanir til að halda lágmarks trúveruleika. Það er nefnilega ekki nóg að afneita loftslagsvísindum því að fleira þarf til svo andstaðan haldi vatni. Afneitun eðlisfræðilögmála Að telja rafbílavæðingu óskynsamlega er ákveðin afneitun á orkulögmálum eðlisfræðinnar sem kennd er í öllum grunnskólum. Með rafbílum fæst einfaldlega þrisvar til fjórum sinnum betri orkunýtni en með jarðefnaeldsneyti. Það er því staðreynd að olíudrifnar samgöngur þýða einfaldlega gríðarlega og óþarfa orkusóun. Þeir sem tala gegn rafbílavæðingu eru í raun að tala fyrir margfalt meiri orkunotkun í samgöngum en þörf er á. Afneitun heilbrigðisvísinda Það er ekki bara CO2 sem kemur út um púströr bíla. Læknavísindi hafa með fjölmörgum rannsóknum sýnt fram á að fjöldi fólks á heimsvísu verður fyrir óbætanlegum heilsubresti vegna annarra mengunarefna frá bílum. Rafbílar eru ekki með púströr og því alveg lausir við slíka mengun. Að tala gegn innleiðingu þeirra er ákveðin afneitun á skýrum niðurstöðum heilbrigðisvísinda. Afneitun á endanleika olíulinda Meira segja helstu sérfæðingar í olíugeiranum viðurkenna að jafnt og þétt gengur á olíuauðlindir heimsins. Olía er bara brennd einu sinni og þó að enn sé til talsvert af henni þá minnkar magnið stöðugt. Þessi staðreynd takmarkar auðvitað möguleika komandi kynslóða að nýta hana. Það er ábyrgðarhluti, því þó svo að við myndum bera gæfu til að hætta brenna olíu þá verður hún áfram mikilvæg í efnaiðnaði um ókomna framtíð. Þeir sem telja það óskynsamlegt að skipta yfir í farartæki sem geta notað endurnýjanlega orku eru því ákveðinni afneitun um endanleika olíuauðlindarinnar. Afneitun á misskiptingu olíuauðlinda Það er staðreynd að aðeins örfáar þjóðir búa yfir olíulindum og það er líka staðreynd að öll ríki eiga einhverja möguleika að virkja endurnýjanlega orkugjafa. Þetta þýðir að rafvæðing samgangna opnar möguleikann á að lönd geti í auknum mæli keyrt á sinni eigin orku í stað þess að treysta á einokunarstöðu örfárra landa. Þetta þýðir einfaldlega friðsamari og dreifðari orkunýtingu og mun sveifluminni orkukostnað í samgöngum á heimsvísu. Þeim sem finnst rafvæðing samgangna vitlaus hugmynd eru því í ákveðinni afneitun um að fjölbreyttari og jafndreifðari raforkuframleiðsla sé betri kostur en olíueinokun örfárra ríkja. Afneitun loftslagsvísinda Það er staðreynd að rafbílar eru loftslagsvænni en brunahreyfilsbílar þó svo að einhverjir telji sig geta grafið upp annað í afkimum internetsins. Loftslagsvísindi eru líka mjög flókin og kannski þægilegast að afneita þeim bara til að geta haldið áfram að brenna olíu. Það er samt ekki nóg fyrir þá sem telja orkuskipti óskynsamleg að vera með efasemdir um loftslagsmál, nei, þeir þurfa að vera 100% vissir að loftslagsbreytingar af mannvöldum sé bull. Vegna þess að ef það eru bara örlitlar líkur á að óheft losun gróðurhúsalofttegunda valdi hörmungum þá er það skynsamleg áhættustýring að vinna gegn henni. Afneitun á Excel Hin raunverulega þjónustueining í samgöngum er vegalengd eða kílómetrar. Kostnaður við þessa þjónustueiningu er innkaup, rekstur, viðhald og afskráning bifreiðar á líftíma hennar þ.e. kr/km. Fólksbílar eru allskonar, litlir og stórir, en þegar nákvæmlega sambærilegir rafbílar og bensín/dísilbílar eru bornir saman, þá er nánast ómögulegt að fá niðurstöðu í Excel sem gefur bensín/dísilbílum ódýrari kílómetra. Með öðrum orðum þá verða rafvæddir kílómetrar einfaldlega ódýrari fyrir notendur og ríkið. Að tala gegn rafbílum, þá er einfaldlega verið að tala fyrir dýrari samgöngum sem þar að auki nota erlenda mengandi orku. Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir augljósa kosti orkuskipta í samgöngum á Íslandi er ennþá nokkuð hávær hópur sem telur rafbíla vera óskynsamlega hugmynd. Það sem meira er þá er þessi hópur svo sannfærður um að orkuskiptin séu svo óskynsamleg að hann leggur sig fram við að sannfæra aðra um að rafbílar séu galin hugmynd. Rafbílar henta kannski ekki alveg öllum akkúrat núna en að tala almennt gegn rafbílavæðingu er áhugaverð afstaða. Allar skoðanir eiga ákveðinn rétt á sér og hver og einn tekur auðvitað sínar persónulegu ákvarðanir. Fyrir þá sem tala almennt gegn rafbílavæðingu þá er mikilvægt að tileinka sér allar neðangreindar afneitanir til að halda lágmarks trúveruleika. Það er nefnilega ekki nóg að afneita loftslagsvísindum því að fleira þarf til svo andstaðan haldi vatni. Afneitun eðlisfræðilögmála Að telja rafbílavæðingu óskynsamlega er ákveðin afneitun á orkulögmálum eðlisfræðinnar sem kennd er í öllum grunnskólum. Með rafbílum fæst einfaldlega þrisvar til fjórum sinnum betri orkunýtni en með jarðefnaeldsneyti. Það er því staðreynd að olíudrifnar samgöngur þýða einfaldlega gríðarlega og óþarfa orkusóun. Þeir sem tala gegn rafbílavæðingu eru í raun að tala fyrir margfalt meiri orkunotkun í samgöngum en þörf er á. Afneitun heilbrigðisvísinda Það er ekki bara CO2 sem kemur út um púströr bíla. Læknavísindi hafa með fjölmörgum rannsóknum sýnt fram á að fjöldi fólks á heimsvísu verður fyrir óbætanlegum heilsubresti vegna annarra mengunarefna frá bílum. Rafbílar eru ekki með púströr og því alveg lausir við slíka mengun. Að tala gegn innleiðingu þeirra er ákveðin afneitun á skýrum niðurstöðum heilbrigðisvísinda. Afneitun á endanleika olíulinda Meira segja helstu sérfæðingar í olíugeiranum viðurkenna að jafnt og þétt gengur á olíuauðlindir heimsins. Olía er bara brennd einu sinni og þó að enn sé til talsvert af henni þá minnkar magnið stöðugt. Þessi staðreynd takmarkar auðvitað möguleika komandi kynslóða að nýta hana. Það er ábyrgðarhluti, því þó svo að við myndum bera gæfu til að hætta brenna olíu þá verður hún áfram mikilvæg í efnaiðnaði um ókomna framtíð. Þeir sem telja það óskynsamlegt að skipta yfir í farartæki sem geta notað endurnýjanlega orku eru því ákveðinni afneitun um endanleika olíuauðlindarinnar. Afneitun á misskiptingu olíuauðlinda Það er staðreynd að aðeins örfáar þjóðir búa yfir olíulindum og það er líka staðreynd að öll ríki eiga einhverja möguleika að virkja endurnýjanlega orkugjafa. Þetta þýðir að rafvæðing samgangna opnar möguleikann á að lönd geti í auknum mæli keyrt á sinni eigin orku í stað þess að treysta á einokunarstöðu örfárra landa. Þetta þýðir einfaldlega friðsamari og dreifðari orkunýtingu og mun sveifluminni orkukostnað í samgöngum á heimsvísu. Þeim sem finnst rafvæðing samgangna vitlaus hugmynd eru því í ákveðinni afneitun um að fjölbreyttari og jafndreifðari raforkuframleiðsla sé betri kostur en olíueinokun örfárra ríkja. Afneitun loftslagsvísinda Það er staðreynd að rafbílar eru loftslagsvænni en brunahreyfilsbílar þó svo að einhverjir telji sig geta grafið upp annað í afkimum internetsins. Loftslagsvísindi eru líka mjög flókin og kannski þægilegast að afneita þeim bara til að geta haldið áfram að brenna olíu. Það er samt ekki nóg fyrir þá sem telja orkuskipti óskynsamleg að vera með efasemdir um loftslagsmál, nei, þeir þurfa að vera 100% vissir að loftslagsbreytingar af mannvöldum sé bull. Vegna þess að ef það eru bara örlitlar líkur á að óheft losun gróðurhúsalofttegunda valdi hörmungum þá er það skynsamleg áhættustýring að vinna gegn henni. Afneitun á Excel Hin raunverulega þjónustueining í samgöngum er vegalengd eða kílómetrar. Kostnaður við þessa þjónustueiningu er innkaup, rekstur, viðhald og afskráning bifreiðar á líftíma hennar þ.e. kr/km. Fólksbílar eru allskonar, litlir og stórir, en þegar nákvæmlega sambærilegir rafbílar og bensín/dísilbílar eru bornir saman, þá er nánast ómögulegt að fá niðurstöðu í Excel sem gefur bensín/dísilbílum ódýrari kílómetra. Með öðrum orðum þá verða rafvæddir kílómetrar einfaldlega ódýrari fyrir notendur og ríkið. Að tala gegn rafbílum, þá er einfaldlega verið að tala fyrir dýrari samgöngum sem þar að auki nota erlenda mengandi orku. Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun