Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2024 13:55 Jacob Anthony Angeli Chansley, varð nokkurskonar holdgervingur QAnon-hreyfingarinnar þann 6. janúar 2021, og var lengi kallaður QAnon-galdramaðurinn. Getty/Brent Stirton Í nýjasta þætti Skuggavaldsins er sagt að 6. janúar 2021 verði lengi minnst sem eins dekksta dags í sögu Bandaríkjanna. Þann dag brutust hundruð reiðra mótmælenda, sumir vopnaðir og knúnir áfram af samsæriskenningunni QAnon, inn í þinghúsið í Washington D.C. Þau prófessorar Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir láta komandi kosningar ekki trufla sig hið minnsta, og þó því nú beina þau sjónum að máli sem tengist óhjákvæmilega forsetakjöri í Bandaríkjunum. En aðeins er vika í það. Spillt elíta djöfladýrkenda og barnaníðinga Í síðasta þætti var farið í saumana á því þegar reynt var að koma í veg fyrir staðfestingu forsetakjörs Joe Biden. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins, um Qanon-samsæriskenninguna, rekja þau Hulda og Eiríkur atburðina þennan örlagaríka dag og hvernig samsæriskenningin stuðlaði að þessari valdaránstilraun. Eftir að kjörstaðir lokuðu í nóvember 2020 lýsti Donald Trump yfir sigri og sakaði andstæðinga sína um kosningasvindl. Falsfréttir um ólögmætar talningar og víðtæk kosningasvik breiddust út og mögnuðust meðal fylgismanna QAnon sem trúðu því að Trump væri hetjan sem berðist gegn „djúpríkinu“ – spilltri elítu djöfladýrkenda og barnaníðinga. Trump sjálfur hvatti til mótmæla með orðum eins og „við berjumst til endaloka” og „ef þið berjist ekki, þá glatið þið landinu ykkar“. Fjöldi Bandaríkjamanna trúir þessu enn Með þessu urðu fylgismenn QAnon, sem álitu Trump hetju sína, að lykilafli í mótmælunum sem enduðu með ofbeldi. Þrátt fyrir að mótmælendur hafi ekki haft skýra áætlun um hvað gera skyldi eftir að komast í gegnum öryggisgæslu þinghússins, braust hópurinn inn í bygginguna. Sjá mátti mótmælendur klæðast fötum og hrópa slagorð í anda QAnon á borð við „Þar sem einn fer, förum við allir”. Árásin leiddi til dauða fimm manns og tugir annarra slösuðust. Atvikið markaði pólitísk tímamót þar sem tilraun var gerð til þess að bylta réttkjörnum stjórnvöldum. Að lokum voru yfir 1.200 manns ákærðir fyrir þátttöku í árásinni. QAnon-samsæriskenningin hafði lykilhlutverki að gegna í mótun hugmynda þeirra sem tóku þátt í innrásinni. Rakið er í þættinum hvernig fjöldi bandarískra kjósenda, einkum í Repúblikanaflokknum, trúir enn á kjarna kenningarinnar þó hún hafi tekið á sig nýjar myndir eftir því sem frá líður. Árásin á þinghúsið er óhugnanlegt dæmi um það hvernig samsæriskenningar geta ekki aðeins mótað hugmyndir okkar heldur einnig leitt til raunverulegs ofbeldis og átaka í samfélögum samtímans. Skuggavaldið Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Þau prófessorar Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir láta komandi kosningar ekki trufla sig hið minnsta, og þó því nú beina þau sjónum að máli sem tengist óhjákvæmilega forsetakjöri í Bandaríkjunum. En aðeins er vika í það. Spillt elíta djöfladýrkenda og barnaníðinga Í síðasta þætti var farið í saumana á því þegar reynt var að koma í veg fyrir staðfestingu forsetakjörs Joe Biden. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins, um Qanon-samsæriskenninguna, rekja þau Hulda og Eiríkur atburðina þennan örlagaríka dag og hvernig samsæriskenningin stuðlaði að þessari valdaránstilraun. Eftir að kjörstaðir lokuðu í nóvember 2020 lýsti Donald Trump yfir sigri og sakaði andstæðinga sína um kosningasvindl. Falsfréttir um ólögmætar talningar og víðtæk kosningasvik breiddust út og mögnuðust meðal fylgismanna QAnon sem trúðu því að Trump væri hetjan sem berðist gegn „djúpríkinu“ – spilltri elítu djöfladýrkenda og barnaníðinga. Trump sjálfur hvatti til mótmæla með orðum eins og „við berjumst til endaloka” og „ef þið berjist ekki, þá glatið þið landinu ykkar“. Fjöldi Bandaríkjamanna trúir þessu enn Með þessu urðu fylgismenn QAnon, sem álitu Trump hetju sína, að lykilafli í mótmælunum sem enduðu með ofbeldi. Þrátt fyrir að mótmælendur hafi ekki haft skýra áætlun um hvað gera skyldi eftir að komast í gegnum öryggisgæslu þinghússins, braust hópurinn inn í bygginguna. Sjá mátti mótmælendur klæðast fötum og hrópa slagorð í anda QAnon á borð við „Þar sem einn fer, förum við allir”. Árásin leiddi til dauða fimm manns og tugir annarra slösuðust. Atvikið markaði pólitísk tímamót þar sem tilraun var gerð til þess að bylta réttkjörnum stjórnvöldum. Að lokum voru yfir 1.200 manns ákærðir fyrir þátttöku í árásinni. QAnon-samsæriskenningin hafði lykilhlutverki að gegna í mótun hugmynda þeirra sem tóku þátt í innrásinni. Rakið er í þættinum hvernig fjöldi bandarískra kjósenda, einkum í Repúblikanaflokknum, trúir enn á kjarna kenningarinnar þó hún hafi tekið á sig nýjar myndir eftir því sem frá líður. Árásin á þinghúsið er óhugnanlegt dæmi um það hvernig samsæriskenningar geta ekki aðeins mótað hugmyndir okkar heldur einnig leitt til raunverulegs ofbeldis og átaka í samfélögum samtímans.
Skuggavaldið Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira