Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar 29. október 2024 15:33 Erindi eftirfarandi greinar er fyrst og fremst menningarlegt umhugsunarefni nú þegar gengið verður til þingkosninga eftir sléttan mánuð. Þessa dagana les ég inn bókina Besti vinur aðal fyrir Hljóðbókasafnið, stofnun sem lánar sjónskertum út bækur. Einn í litlum og lokuðum klefa safnsins rak ég í gær augun í villu í bókinni og sá samstundis fyrir mér krítík um bókina sem yrði eitthvað á þessa leið: „Óþarft er að ræða þessa bók í mörgum orðum, þar sem í henni er villa sem sýnir fram á að ekki stendur steinn yfir steini hjá höfundi. Ég gef bókinni hauskúpu fyrir ónákvæmni. – NN.“ En af hverju er ég að segja ykkur þetta? Getur það annað en skaðað efnahag minn og orðspor að benda ótilneytt á villu í bók sem nú er til sölu? Dólgaleitin Það vakti verðskuldaða athygli þegar forsætisráðherra þjóðarinnar ræddi blöndun menningarheima í síðustu viku. Lífskjör skuldugra Íslendinga hafa snarversnað síðustu misseri. Innviðaskuld hleðst upp. Ef of hátt hlutfall af peningum ríkisins fer í sukk og svínarí í stað þess að styrkja innviði í samræmi við fleiri notendur finnst sumum freistandi að gera þá að sökudólgum sem halda þó samfélaginu okkar gangandi. Æ fleiri tala inn í óttann, kannski vegna þess hve hrygg við erum þessa dagana. Hrygg vegna þess að það hefur runnið upp fyrir okkur að óslitnar línulegar framfarir allt frá síðari heimsstyrjöldinni hafa vikið fyrir bakslagi. Bakslagið er menningarlegt, efnahagslegt og öryggislegt. Börn drepa börn hér á landi og fullorðnir drepa börn. Allt of mörg okkar eru veik, fátæk, útskúfuð og týnd. Við höfum réttmætar áhyggjur af framtíð barna og barnabarna, efnahagslega, menningarlega og umhverfislega. Þegar kvíði og ótti liggur yfir einangraðri eyju í hinu harða norðri misserum saman, þar sem sjálft sumarið leyfir sér stundum að fljúga framhjá, getur orðið freistandi að kenna þeim um ástandið sem ekki eru eins og við. Hvort sem um ræðir hugmyndir eða húðlit. Alræmd fyrir illmælgi Benedikt Gröndal lýsti Íslendingum þannig á nítjándu öldinni að við værum alræmd fyrir illmælgi. Hér er því kannski búið að hefð, en hafi nokkru sinni verið þörf á bættum og breyttum siðum í þessum efnum er það nú mitt í allri fólksfjölguninni. Ef lausn og sátt á að skapast um okkur sjálf sem samfélag blasir við að það gæti verið gott ef við næðum að tileinka okkur að tala betur hvert um annað. Ekki síst fólkið sem leggur fram og lætur hendur standa fram úr ermum. Sælla að gefa en þiggja Leyfum hvert öðru að njóta sannmælis. Rýnum kjarna mála í samhengi, einblínum ekki á ein stök mistök, látum ekki frávikin réttlæta skrímslavæðingu. Ef við venjum okkur á að tala fallega um fólk og ef við trúum að hið góða sé ríkara í mannskepnunni en myrkrið, er líklegt að okkur muni sjálfum líða miklu betur í sálinni. Þótt peningatal eitt og sér hafi um of langt skeið náð að yfirskyggja mestalla þjóðfélagsumræðu á kostnað kjarnamála, svo sem mikilvægi dyggða og æðri gilda, hefur ekkert breyst síðan meistarinn minnti okkur fyrir árþúsundum á eina helstu meginstoð merkingarbærrar tilveru: Að sælla er að gefa en þiggja. Endurheimtum okkur sjálf Ef okkur á að takast að endurheimta lífsgæðin, sem við söknum, endurheimta friðinn sem við söknum, endurheimta öryggið sem við söknum, endurheimta húsnæðistækifærin sem við söknum og ef við við viljum eygja von um matarkörfu sem ekki sker sig frá flestum öðrum matarkörfum vegna innlendrar spillingar, efnahagsóstjórnar og fákeppni, verður að skapast samstaða um mikilvægi helstu úrbóta. Gætum við hugleitt þótt ekki væri nema eitt andartak að okkar fyrrum samhenta íslenska þjóð vann félagslegt og lífsgæðalegt afrek á síðustu öld sem við búum enn að. Þökk sé gríðarlegum náttúruauðlindum að við erum í fínum séns til að endurheimta veraldleg og andleg lífsgæði og þá ekki síst samstöðuna. En það er efni í aðra grein hvernig við gerum það og þá grein mun ég síðar skrifa á þessum sama vettvangi. Það gæti verið forvitnilegt að gera ósamstöðuna og illmælgina að kosningamáli, vegna þess að sundrungin gæti annars reynst okkur dýr. Umræða um það sem aðgreinir okkur mun ein og sér ekki leiða okkur inn í betri tíma. Vonin felst í því að umfaðma það og lyfta því hærra í umræðunni sem sameinar okkur. Höfundur er fjölmiðlamaður og rithöfundur sem skipar þriðja sætið fyrir Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Erindi eftirfarandi greinar er fyrst og fremst menningarlegt umhugsunarefni nú þegar gengið verður til þingkosninga eftir sléttan mánuð. Þessa dagana les ég inn bókina Besti vinur aðal fyrir Hljóðbókasafnið, stofnun sem lánar sjónskertum út bækur. Einn í litlum og lokuðum klefa safnsins rak ég í gær augun í villu í bókinni og sá samstundis fyrir mér krítík um bókina sem yrði eitthvað á þessa leið: „Óþarft er að ræða þessa bók í mörgum orðum, þar sem í henni er villa sem sýnir fram á að ekki stendur steinn yfir steini hjá höfundi. Ég gef bókinni hauskúpu fyrir ónákvæmni. – NN.“ En af hverju er ég að segja ykkur þetta? Getur það annað en skaðað efnahag minn og orðspor að benda ótilneytt á villu í bók sem nú er til sölu? Dólgaleitin Það vakti verðskuldaða athygli þegar forsætisráðherra þjóðarinnar ræddi blöndun menningarheima í síðustu viku. Lífskjör skuldugra Íslendinga hafa snarversnað síðustu misseri. Innviðaskuld hleðst upp. Ef of hátt hlutfall af peningum ríkisins fer í sukk og svínarí í stað þess að styrkja innviði í samræmi við fleiri notendur finnst sumum freistandi að gera þá að sökudólgum sem halda þó samfélaginu okkar gangandi. Æ fleiri tala inn í óttann, kannski vegna þess hve hrygg við erum þessa dagana. Hrygg vegna þess að það hefur runnið upp fyrir okkur að óslitnar línulegar framfarir allt frá síðari heimsstyrjöldinni hafa vikið fyrir bakslagi. Bakslagið er menningarlegt, efnahagslegt og öryggislegt. Börn drepa börn hér á landi og fullorðnir drepa börn. Allt of mörg okkar eru veik, fátæk, útskúfuð og týnd. Við höfum réttmætar áhyggjur af framtíð barna og barnabarna, efnahagslega, menningarlega og umhverfislega. Þegar kvíði og ótti liggur yfir einangraðri eyju í hinu harða norðri misserum saman, þar sem sjálft sumarið leyfir sér stundum að fljúga framhjá, getur orðið freistandi að kenna þeim um ástandið sem ekki eru eins og við. Hvort sem um ræðir hugmyndir eða húðlit. Alræmd fyrir illmælgi Benedikt Gröndal lýsti Íslendingum þannig á nítjándu öldinni að við værum alræmd fyrir illmælgi. Hér er því kannski búið að hefð, en hafi nokkru sinni verið þörf á bættum og breyttum siðum í þessum efnum er það nú mitt í allri fólksfjölguninni. Ef lausn og sátt á að skapast um okkur sjálf sem samfélag blasir við að það gæti verið gott ef við næðum að tileinka okkur að tala betur hvert um annað. Ekki síst fólkið sem leggur fram og lætur hendur standa fram úr ermum. Sælla að gefa en þiggja Leyfum hvert öðru að njóta sannmælis. Rýnum kjarna mála í samhengi, einblínum ekki á ein stök mistök, látum ekki frávikin réttlæta skrímslavæðingu. Ef við venjum okkur á að tala fallega um fólk og ef við trúum að hið góða sé ríkara í mannskepnunni en myrkrið, er líklegt að okkur muni sjálfum líða miklu betur í sálinni. Þótt peningatal eitt og sér hafi um of langt skeið náð að yfirskyggja mestalla þjóðfélagsumræðu á kostnað kjarnamála, svo sem mikilvægi dyggða og æðri gilda, hefur ekkert breyst síðan meistarinn minnti okkur fyrir árþúsundum á eina helstu meginstoð merkingarbærrar tilveru: Að sælla er að gefa en þiggja. Endurheimtum okkur sjálf Ef okkur á að takast að endurheimta lífsgæðin, sem við söknum, endurheimta friðinn sem við söknum, endurheimta öryggið sem við söknum, endurheimta húsnæðistækifærin sem við söknum og ef við við viljum eygja von um matarkörfu sem ekki sker sig frá flestum öðrum matarkörfum vegna innlendrar spillingar, efnahagsóstjórnar og fákeppni, verður að skapast samstaða um mikilvægi helstu úrbóta. Gætum við hugleitt þótt ekki væri nema eitt andartak að okkar fyrrum samhenta íslenska þjóð vann félagslegt og lífsgæðalegt afrek á síðustu öld sem við búum enn að. Þökk sé gríðarlegum náttúruauðlindum að við erum í fínum séns til að endurheimta veraldleg og andleg lífsgæði og þá ekki síst samstöðuna. En það er efni í aðra grein hvernig við gerum það og þá grein mun ég síðar skrifa á þessum sama vettvangi. Það gæti verið forvitnilegt að gera ósamstöðuna og illmælgina að kosningamáli, vegna þess að sundrungin gæti annars reynst okkur dýr. Umræða um það sem aðgreinir okkur mun ein og sér ekki leiða okkur inn í betri tíma. Vonin felst í því að umfaðma það og lyfta því hærra í umræðunni sem sameinar okkur. Höfundur er fjölmiðlamaður og rithöfundur sem skipar þriðja sætið fyrir Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun