Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. október 2024 15:24 Margrét Tryggvadóttir er formaður Rithöfundasambands Íslands. Hún hefur áhyggjur af því að rithöfundar muni ekki fá jafn mikla umfjöllun í ár vegna tímasetningu alþingiskosninganna. Þrátt fyrir að það hafi komið í ljós í könnun Maskínu á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé ánægður með stjórnarslit þá eru rithöfundar uggandi vegna kosninganna og þeirri fyrirferð sem óhjákvæmilega fylgir þeim. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé smá skellur að fá kosningar ofan í þann tíma sem skipti langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi. Það er hefð og árviss viðburður að landsmenn kynna sér á haustmánuðum nýútkomnar bækur sem gjarnan rata síðan í jólapakkann til vina og vandamanna. Það er ekki að ástæðulausu sem orðið jólabókaflóð er notað. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins segir að mun minna hafi farið fyrir umfjöllun um bækur frá því kosningaumfjöllunin tók yfir. „Ég held það sé öllum ljóst sem hafa einhverja þekkingu á þessu og hafa fylgst með jólabókaflóðinu og stemningunni og stuðinu að það er svolítið verið að stela okkar tíma, finnst okkur, það er ekki það að við séum á móti lýðræðislegum kosningum. Það var smá skellur að fá niðurskurð í bókasafnssjóð í fjárlagafrumvarpinu og svo kosningar ofan í okkar besta tíma og þann tíma sem skiptir langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi.“ Margrét segir að fjárhagsáhyggjur og afkomuótti sé fyrir viðvarandi hjá rithöfundum og að nú sé helsti sölutíminn kominn í uppnám - umfjöllun fjölmiðla hafi líka þýðingu fyrir framgang rithöfundaferils fólks. „Við höfum sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli, við höfum náttúrulega prufað ýmislegt, jarðhræringar og eldgos, heimsfaraldur og allt mögulegt síðustu árin en þetta er alveg sérstakt og það sem er sérstaklega vont fyrir okkur núna er þessi rosalega athygli í fjölmiðlum sem fylgir.“ Hún skilji vel að það sé mikil umfjöllum um kosningar, enda mikið í húfi á þeim vettvangi líka en hún biðlar til fólks að gleyma ekki bókmenntunum. „Tungumálið okkar er í stórri hættu og við verðum að eiga sterka stétt höfunda og styðja hana með öllum ráðum þannig að ég bara biðla til fólks að vinda sér út í bókabúð og skoða úrvalið og jafnvel velja sér eitthvað gott og hvíla hugann frá pólitíkinni, í og með.“ Alþingiskosningar 2024 Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Það er hefð og árviss viðburður að landsmenn kynna sér á haustmánuðum nýútkomnar bækur sem gjarnan rata síðan í jólapakkann til vina og vandamanna. Það er ekki að ástæðulausu sem orðið jólabókaflóð er notað. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins segir að mun minna hafi farið fyrir umfjöllun um bækur frá því kosningaumfjöllunin tók yfir. „Ég held það sé öllum ljóst sem hafa einhverja þekkingu á þessu og hafa fylgst með jólabókaflóðinu og stemningunni og stuðinu að það er svolítið verið að stela okkar tíma, finnst okkur, það er ekki það að við séum á móti lýðræðislegum kosningum. Það var smá skellur að fá niðurskurð í bókasafnssjóð í fjárlagafrumvarpinu og svo kosningar ofan í okkar besta tíma og þann tíma sem skiptir langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi.“ Margrét segir að fjárhagsáhyggjur og afkomuótti sé fyrir viðvarandi hjá rithöfundum og að nú sé helsti sölutíminn kominn í uppnám - umfjöllun fjölmiðla hafi líka þýðingu fyrir framgang rithöfundaferils fólks. „Við höfum sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli, við höfum náttúrulega prufað ýmislegt, jarðhræringar og eldgos, heimsfaraldur og allt mögulegt síðustu árin en þetta er alveg sérstakt og það sem er sérstaklega vont fyrir okkur núna er þessi rosalega athygli í fjölmiðlum sem fylgir.“ Hún skilji vel að það sé mikil umfjöllum um kosningar, enda mikið í húfi á þeim vettvangi líka en hún biðlar til fólks að gleyma ekki bókmenntunum. „Tungumálið okkar er í stórri hættu og við verðum að eiga sterka stétt höfunda og styðja hana með öllum ráðum þannig að ég bara biðla til fólks að vinda sér út í bókabúð og skoða úrvalið og jafnvel velja sér eitthvað gott og hvíla hugann frá pólitíkinni, í og með.“
Alþingiskosningar 2024 Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira