Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 29. október 2024 19:02 Ég var í barnaafmæli um helgina og umræðan barst að kosningum. ,,Er búið að ákveða hvað á að kjósa?” heyrðist fleygt. Ég sagðist vera búin að ákveða það enda væri ég á lista. ,,Nú, nú hvar ertu á lista?” var auðvitað spurt. ,,Ég er alveg vinstra megin” sagði ég. ,,Ég verð sem sagt á lista Sósíalista í Reykjavík”. ,,Nú, já þú ert alveg þar?” var sagt með blöndu af forvitni, hlátri og hneykslan. Þessi viðbrögð eru engin nýlunda. Ég hef starfað með flokknum síðan 2018 og þekki þessi viðbrögð vel. Fólk veit ekki hvort það á að hlæja að gráta því það tengir orðið Sósíalisti við eitthvað gamalt og hræðilegt. Einhverja „Kommagrýlu” þar sem allir eru fátækir, ríkið stjórni öllu lífi fólks og engin blómleg viðskipti eða frumkvöðlastarf eigi sér stað. Þetta er auðvitað orðræða sem Valhöll og Mbl hefur haldið á lofti lengi og ekki síst eftir að Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður. Margir taka undir. Borgarastéttin hlær. Meira að segja Kratar sem sækja hugsjónir sínar beint til Sósíalismans hlæja með og frussa kampavíninu sínu. Sósíalismi er auðvitað ekkert annað en beint lýðræði. Kjarni hans er valddreifing og almannahagsmunir. Hvað er vandamálið? Jú, jú einhverjir fasistar hafa gegnum tíðina notað orðið Sósíalismi til að réttlæta valdatöku sína. En er það endilega alvöru Sósíalismi? Nei, það er það ekki. Fólk hefur notað alls konar hugtök og trúarbrögð í gegnum söguna til að réttlæta ofbeldi sitt og valdníðslu. Það þýðir ekki að grunngildi hugtaksins sé þar að verki. Vissulega er það í hugmyndafræði Sósíalisma að ríkið reki ákveðna grundvallarinnviði og stofnanir. Það er okkur ekkert fjarri enda kjarnahugmynd allra landa Skandinavíu. Þannig er margt rekið í okkar samfélagi í dag. Almenna skólakerfið, almenna heilbrigðiskerfið, almannatryggingarkerfið o.s.frv. Fólki finnst þetta sjálfsagt. Þetta er ekkert annað en Sósíalismi. Hlæjið þá og hneykslist af sjálfum ykkur og ykkar stjórnvöldum seinustu áratugi. En með nýfrjálshyggjunni, sem Sjálfstæðismenn hafa verið duglegastir við að tefla fram og setið í nær öllum stjórnvöldum frá upphafi lýðveldis 1944, hafa hagsmunir fjármagnseigenda trompað hagsmuni almennings. Þess vegna tel ég þörf á Sósíalistaflokk Íslands á alþingi. En hvað með alþjóðasamvinnu og viðskipti. Vilja Sósíalistar ekki bara einangra fólk og þjóðir banna viðskipti og frumkvöðlastarf? Ég meina má einhver græða í Sósíalistaflokknum? Margir halda að það sé raunin. Einhverjir Sósíalistar hafa líka skrifað á þessum nótum og talið ekki hægt að hafa Sósíalisma samhliða alþjóðasamvinnu sem dæmi. Ég er hins vegar algerlega óssammála því og er Evrópusinnaður Sósíalisti. Ég tel fullreynt að hafa krónu sem gjaldmiðil sem hentar í raun eingöngu hagsmunum kvótakónga eða þeim sem flytja út fisk. Margir hafa áhyggjur á verðbólgu og vöxtum sem er reglulegt fyrirbæri hjá okkur Íslendingum en ég tel það aðallega orsakast af krónunni sem gjaldmiðli. Ég held að almenningur hefði meira gagn af stöðugri gjaldmiðli. Alla vega eru húsnæðislán og matarkarfan betri fyrir almenning í Evrópu en hér á landi. Ég veit alveg að Evrópusambandið er kapítalískt að einhverju leyti eins og öll Vesturlönd. Ég er samt fylgjandi inngöngu í það þar sem ég ég er búin að fá mig fullsadda af íslenskum fjármagnseigendum og kvótakóngum. Á Íslandi virkar markaðshagkerfið reyndar aðallega sem fákeppnismarkaður sem hafa regluleg verðsamráð eins og sagan hefur sýnt. Í raun er ekki frjáls heilbrigður markaður í gangi. Ef allir hefðu sömu spil á hendi til að byrja með og þeir sem hefðu skapandi hæfileika og frumkvöðlahugmyndir gætu skarað fram úr og grætt vel fyrir það væri það alls ekki andstætt hugmyndum Sósíalismans. Ef allir hefðu nóg fyrir sig og sína væri frábært að leyfa litlum fyrirtækjum og skapandi frumkvöðlastarfi að blómstra. Höfundur er framhaldsskólakennari og á lista Sósíalista í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég var í barnaafmæli um helgina og umræðan barst að kosningum. ,,Er búið að ákveða hvað á að kjósa?” heyrðist fleygt. Ég sagðist vera búin að ákveða það enda væri ég á lista. ,,Nú, nú hvar ertu á lista?” var auðvitað spurt. ,,Ég er alveg vinstra megin” sagði ég. ,,Ég verð sem sagt á lista Sósíalista í Reykjavík”. ,,Nú, já þú ert alveg þar?” var sagt með blöndu af forvitni, hlátri og hneykslan. Þessi viðbrögð eru engin nýlunda. Ég hef starfað með flokknum síðan 2018 og þekki þessi viðbrögð vel. Fólk veit ekki hvort það á að hlæja að gráta því það tengir orðið Sósíalisti við eitthvað gamalt og hræðilegt. Einhverja „Kommagrýlu” þar sem allir eru fátækir, ríkið stjórni öllu lífi fólks og engin blómleg viðskipti eða frumkvöðlastarf eigi sér stað. Þetta er auðvitað orðræða sem Valhöll og Mbl hefur haldið á lofti lengi og ekki síst eftir að Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður. Margir taka undir. Borgarastéttin hlær. Meira að segja Kratar sem sækja hugsjónir sínar beint til Sósíalismans hlæja með og frussa kampavíninu sínu. Sósíalismi er auðvitað ekkert annað en beint lýðræði. Kjarni hans er valddreifing og almannahagsmunir. Hvað er vandamálið? Jú, jú einhverjir fasistar hafa gegnum tíðina notað orðið Sósíalismi til að réttlæta valdatöku sína. En er það endilega alvöru Sósíalismi? Nei, það er það ekki. Fólk hefur notað alls konar hugtök og trúarbrögð í gegnum söguna til að réttlæta ofbeldi sitt og valdníðslu. Það þýðir ekki að grunngildi hugtaksins sé þar að verki. Vissulega er það í hugmyndafræði Sósíalisma að ríkið reki ákveðna grundvallarinnviði og stofnanir. Það er okkur ekkert fjarri enda kjarnahugmynd allra landa Skandinavíu. Þannig er margt rekið í okkar samfélagi í dag. Almenna skólakerfið, almenna heilbrigðiskerfið, almannatryggingarkerfið o.s.frv. Fólki finnst þetta sjálfsagt. Þetta er ekkert annað en Sósíalismi. Hlæjið þá og hneykslist af sjálfum ykkur og ykkar stjórnvöldum seinustu áratugi. En með nýfrjálshyggjunni, sem Sjálfstæðismenn hafa verið duglegastir við að tefla fram og setið í nær öllum stjórnvöldum frá upphafi lýðveldis 1944, hafa hagsmunir fjármagnseigenda trompað hagsmuni almennings. Þess vegna tel ég þörf á Sósíalistaflokk Íslands á alþingi. En hvað með alþjóðasamvinnu og viðskipti. Vilja Sósíalistar ekki bara einangra fólk og þjóðir banna viðskipti og frumkvöðlastarf? Ég meina má einhver græða í Sósíalistaflokknum? Margir halda að það sé raunin. Einhverjir Sósíalistar hafa líka skrifað á þessum nótum og talið ekki hægt að hafa Sósíalisma samhliða alþjóðasamvinnu sem dæmi. Ég er hins vegar algerlega óssammála því og er Evrópusinnaður Sósíalisti. Ég tel fullreynt að hafa krónu sem gjaldmiðil sem hentar í raun eingöngu hagsmunum kvótakónga eða þeim sem flytja út fisk. Margir hafa áhyggjur á verðbólgu og vöxtum sem er reglulegt fyrirbæri hjá okkur Íslendingum en ég tel það aðallega orsakast af krónunni sem gjaldmiðli. Ég held að almenningur hefði meira gagn af stöðugri gjaldmiðli. Alla vega eru húsnæðislán og matarkarfan betri fyrir almenning í Evrópu en hér á landi. Ég veit alveg að Evrópusambandið er kapítalískt að einhverju leyti eins og öll Vesturlönd. Ég er samt fylgjandi inngöngu í það þar sem ég ég er búin að fá mig fullsadda af íslenskum fjármagnseigendum og kvótakóngum. Á Íslandi virkar markaðshagkerfið reyndar aðallega sem fákeppnismarkaður sem hafa regluleg verðsamráð eins og sagan hefur sýnt. Í raun er ekki frjáls heilbrigður markaður í gangi. Ef allir hefðu sömu spil á hendi til að byrja með og þeir sem hefðu skapandi hæfileika og frumkvöðlahugmyndir gætu skarað fram úr og grætt vel fyrir það væri það alls ekki andstætt hugmyndum Sósíalismans. Ef allir hefðu nóg fyrir sig og sína væri frábært að leyfa litlum fyrirtækjum og skapandi frumkvöðlastarfi að blómstra. Höfundur er framhaldsskólakennari og á lista Sósíalista í Reykjavík.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun