Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 29. október 2024 19:02 Ég var í barnaafmæli um helgina og umræðan barst að kosningum. ,,Er búið að ákveða hvað á að kjósa?” heyrðist fleygt. Ég sagðist vera búin að ákveða það enda væri ég á lista. ,,Nú, nú hvar ertu á lista?” var auðvitað spurt. ,,Ég er alveg vinstra megin” sagði ég. ,,Ég verð sem sagt á lista Sósíalista í Reykjavík”. ,,Nú, já þú ert alveg þar?” var sagt með blöndu af forvitni, hlátri og hneykslan. Þessi viðbrögð eru engin nýlunda. Ég hef starfað með flokknum síðan 2018 og þekki þessi viðbrögð vel. Fólk veit ekki hvort það á að hlæja að gráta því það tengir orðið Sósíalisti við eitthvað gamalt og hræðilegt. Einhverja „Kommagrýlu” þar sem allir eru fátækir, ríkið stjórni öllu lífi fólks og engin blómleg viðskipti eða frumkvöðlastarf eigi sér stað. Þetta er auðvitað orðræða sem Valhöll og Mbl hefur haldið á lofti lengi og ekki síst eftir að Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður. Margir taka undir. Borgarastéttin hlær. Meira að segja Kratar sem sækja hugsjónir sínar beint til Sósíalismans hlæja með og frussa kampavíninu sínu. Sósíalismi er auðvitað ekkert annað en beint lýðræði. Kjarni hans er valddreifing og almannahagsmunir. Hvað er vandamálið? Jú, jú einhverjir fasistar hafa gegnum tíðina notað orðið Sósíalismi til að réttlæta valdatöku sína. En er það endilega alvöru Sósíalismi? Nei, það er það ekki. Fólk hefur notað alls konar hugtök og trúarbrögð í gegnum söguna til að réttlæta ofbeldi sitt og valdníðslu. Það þýðir ekki að grunngildi hugtaksins sé þar að verki. Vissulega er það í hugmyndafræði Sósíalisma að ríkið reki ákveðna grundvallarinnviði og stofnanir. Það er okkur ekkert fjarri enda kjarnahugmynd allra landa Skandinavíu. Þannig er margt rekið í okkar samfélagi í dag. Almenna skólakerfið, almenna heilbrigðiskerfið, almannatryggingarkerfið o.s.frv. Fólki finnst þetta sjálfsagt. Þetta er ekkert annað en Sósíalismi. Hlæjið þá og hneykslist af sjálfum ykkur og ykkar stjórnvöldum seinustu áratugi. En með nýfrjálshyggjunni, sem Sjálfstæðismenn hafa verið duglegastir við að tefla fram og setið í nær öllum stjórnvöldum frá upphafi lýðveldis 1944, hafa hagsmunir fjármagnseigenda trompað hagsmuni almennings. Þess vegna tel ég þörf á Sósíalistaflokk Íslands á alþingi. En hvað með alþjóðasamvinnu og viðskipti. Vilja Sósíalistar ekki bara einangra fólk og þjóðir banna viðskipti og frumkvöðlastarf? Ég meina má einhver græða í Sósíalistaflokknum? Margir halda að það sé raunin. Einhverjir Sósíalistar hafa líka skrifað á þessum nótum og talið ekki hægt að hafa Sósíalisma samhliða alþjóðasamvinnu sem dæmi. Ég er hins vegar algerlega óssammála því og er Evrópusinnaður Sósíalisti. Ég tel fullreynt að hafa krónu sem gjaldmiðil sem hentar í raun eingöngu hagsmunum kvótakónga eða þeim sem flytja út fisk. Margir hafa áhyggjur á verðbólgu og vöxtum sem er reglulegt fyrirbæri hjá okkur Íslendingum en ég tel það aðallega orsakast af krónunni sem gjaldmiðli. Ég held að almenningur hefði meira gagn af stöðugri gjaldmiðli. Alla vega eru húsnæðislán og matarkarfan betri fyrir almenning í Evrópu en hér á landi. Ég veit alveg að Evrópusambandið er kapítalískt að einhverju leyti eins og öll Vesturlönd. Ég er samt fylgjandi inngöngu í það þar sem ég ég er búin að fá mig fullsadda af íslenskum fjármagnseigendum og kvótakóngum. Á Íslandi virkar markaðshagkerfið reyndar aðallega sem fákeppnismarkaður sem hafa regluleg verðsamráð eins og sagan hefur sýnt. Í raun er ekki frjáls heilbrigður markaður í gangi. Ef allir hefðu sömu spil á hendi til að byrja með og þeir sem hefðu skapandi hæfileika og frumkvöðlahugmyndir gætu skarað fram úr og grætt vel fyrir það væri það alls ekki andstætt hugmyndum Sósíalismans. Ef allir hefðu nóg fyrir sig og sína væri frábært að leyfa litlum fyrirtækjum og skapandi frumkvöðlastarfi að blómstra. Höfundur er framhaldsskólakennari og á lista Sósíalista í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ég var í barnaafmæli um helgina og umræðan barst að kosningum. ,,Er búið að ákveða hvað á að kjósa?” heyrðist fleygt. Ég sagðist vera búin að ákveða það enda væri ég á lista. ,,Nú, nú hvar ertu á lista?” var auðvitað spurt. ,,Ég er alveg vinstra megin” sagði ég. ,,Ég verð sem sagt á lista Sósíalista í Reykjavík”. ,,Nú, já þú ert alveg þar?” var sagt með blöndu af forvitni, hlátri og hneykslan. Þessi viðbrögð eru engin nýlunda. Ég hef starfað með flokknum síðan 2018 og þekki þessi viðbrögð vel. Fólk veit ekki hvort það á að hlæja að gráta því það tengir orðið Sósíalisti við eitthvað gamalt og hræðilegt. Einhverja „Kommagrýlu” þar sem allir eru fátækir, ríkið stjórni öllu lífi fólks og engin blómleg viðskipti eða frumkvöðlastarf eigi sér stað. Þetta er auðvitað orðræða sem Valhöll og Mbl hefur haldið á lofti lengi og ekki síst eftir að Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður. Margir taka undir. Borgarastéttin hlær. Meira að segja Kratar sem sækja hugsjónir sínar beint til Sósíalismans hlæja með og frussa kampavíninu sínu. Sósíalismi er auðvitað ekkert annað en beint lýðræði. Kjarni hans er valddreifing og almannahagsmunir. Hvað er vandamálið? Jú, jú einhverjir fasistar hafa gegnum tíðina notað orðið Sósíalismi til að réttlæta valdatöku sína. En er það endilega alvöru Sósíalismi? Nei, það er það ekki. Fólk hefur notað alls konar hugtök og trúarbrögð í gegnum söguna til að réttlæta ofbeldi sitt og valdníðslu. Það þýðir ekki að grunngildi hugtaksins sé þar að verki. Vissulega er það í hugmyndafræði Sósíalisma að ríkið reki ákveðna grundvallarinnviði og stofnanir. Það er okkur ekkert fjarri enda kjarnahugmynd allra landa Skandinavíu. Þannig er margt rekið í okkar samfélagi í dag. Almenna skólakerfið, almenna heilbrigðiskerfið, almannatryggingarkerfið o.s.frv. Fólki finnst þetta sjálfsagt. Þetta er ekkert annað en Sósíalismi. Hlæjið þá og hneykslist af sjálfum ykkur og ykkar stjórnvöldum seinustu áratugi. En með nýfrjálshyggjunni, sem Sjálfstæðismenn hafa verið duglegastir við að tefla fram og setið í nær öllum stjórnvöldum frá upphafi lýðveldis 1944, hafa hagsmunir fjármagnseigenda trompað hagsmuni almennings. Þess vegna tel ég þörf á Sósíalistaflokk Íslands á alþingi. En hvað með alþjóðasamvinnu og viðskipti. Vilja Sósíalistar ekki bara einangra fólk og þjóðir banna viðskipti og frumkvöðlastarf? Ég meina má einhver græða í Sósíalistaflokknum? Margir halda að það sé raunin. Einhverjir Sósíalistar hafa líka skrifað á þessum nótum og talið ekki hægt að hafa Sósíalisma samhliða alþjóðasamvinnu sem dæmi. Ég er hins vegar algerlega óssammála því og er Evrópusinnaður Sósíalisti. Ég tel fullreynt að hafa krónu sem gjaldmiðil sem hentar í raun eingöngu hagsmunum kvótakónga eða þeim sem flytja út fisk. Margir hafa áhyggjur á verðbólgu og vöxtum sem er reglulegt fyrirbæri hjá okkur Íslendingum en ég tel það aðallega orsakast af krónunni sem gjaldmiðli. Ég held að almenningur hefði meira gagn af stöðugri gjaldmiðli. Alla vega eru húsnæðislán og matarkarfan betri fyrir almenning í Evrópu en hér á landi. Ég veit alveg að Evrópusambandið er kapítalískt að einhverju leyti eins og öll Vesturlönd. Ég er samt fylgjandi inngöngu í það þar sem ég ég er búin að fá mig fullsadda af íslenskum fjármagnseigendum og kvótakóngum. Á Íslandi virkar markaðshagkerfið reyndar aðallega sem fákeppnismarkaður sem hafa regluleg verðsamráð eins og sagan hefur sýnt. Í raun er ekki frjáls heilbrigður markaður í gangi. Ef allir hefðu sömu spil á hendi til að byrja með og þeir sem hefðu skapandi hæfileika og frumkvöðlahugmyndir gætu skarað fram úr og grætt vel fyrir það væri það alls ekki andstætt hugmyndum Sósíalismans. Ef allir hefðu nóg fyrir sig og sína væri frábært að leyfa litlum fyrirtækjum og skapandi frumkvöðlastarfi að blómstra. Höfundur er framhaldsskólakennari og á lista Sósíalista í Reykjavík.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun