Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 29. október 2024 20:01 Mig langar að þakka þér Inga Sæland fyrir þitt framlag, þinn mikla kraft og sterku réttlætiskennd að ná fram Jólabónus fyrir öryrkja og aldraða enn eitt árið. Og mér skilst að við fáum hann ekki seinna en 1. Desember ef heimildir mínar eru réttar og verður hann í kringum 70 þúsund. Mamma mín nefnilega ákvað ekki að fá versta krabbamein sem hægt er að fá. Pabbi minn ákvað ekki að detta 6 metra niður af húsþaki og næstum deyja. Það er í raun kraftaverk að hann sé á lífi. Og ég ákvað ekki að fá flogaveiki. Þó mamma sé farin af þessari jörð þá munu tveir jólabónusar hjálpa minni fjölskyldu að eiga gleðileg jól. Bjarni Ben segir að öryrkjar eigi að hafa einhvern hvata til að fara á vinnumarkað. Mér finnst ennþá ótrúlegt að þessi peninga maður hafi virkilega látið þetta út úr sér í fjölmiðlum. Það hefur engin stjórnmálamaður né stjórnmálakona gert eins mikið og þú Inga fyrir öryrkja og aldraða og ég held að ég fái leyfi frá öllum til að þakka þér innilega fyrir. Í gegnum tíðina höfum við Íslendingar nánast einungis fengið bara brotin loforð frá fólki sem vildi í raun bara komast á þing og hafa það gott fyrir sig og sína. Afsakið, en þannig sé ég þetta og finnst það augljóst. Að brjóta loforð einu sinni getur verið mistök en að gera það oft er val. Ég vona að Íslendingar haldi ekki áfram að gera það sama eins og það gerir alltaf. Það kýs röngu flokkana og kvartar síðan í fjögur ár. Ég vona að sem flestir Íslendingar noti rétt sinn og kjósi þegar kemur að því. Og ég vona að það kjósi Flokk Fólksins og það góða einbeitta fólk í honum sem hugsar um ÞIG og ÞÍNA en ekki bara sjálft sig. Kjósið Flokk Fólksins fyrir þá sem eru lamaðir, vantar útlimi á, eru með krabbamein, MS og aðra taugasjúkdóma. Kjósið Flokk Fólksins fyrir fólk með geðraskanir og kjósið líka fyrst og fremst Flokk Fólksins fyrir ykkur sjálf og framtíð Íslands. Kjósið hann fyrir börnin okkar jafnt sem aldraða. Þetta er eini flokkurinn sem mun berjast fyrir ykkur. Inga Sæland hefur sýnt það og sannað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég bið ykkur allavega öll að staldra aðeins við og hugsa ykkur um í kjörklefanum áður en þið kjósið þegar kemur að því. Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Miðflokkurinn og allir þeir sem ég nefni ekki, valda bara vonbrigðum eins og alltaf. Þeir lofa og lofa og þetta er bara sami vítahringurinn í fjögur ár og allir kvarta út af sínu eigin vali á hvaða flokk það kaus. Hvernig væri að brjóta vítahringinn? Hvernig væri að gefa Flokki Fólksins tækifæri til að gera raunverulegar og góðar breytingar fyrir land og þjóð á mörgum sviðum? Við höfum engu að tapa heldur allt að vinna. Hvernig væri að breyta til og sjá hvað gerist? Allavega, Inga mín og samstarfsmenn og konur. Takk fyrir jólagjöfina og Gleðileg Jól þótt enn séu tveir mánuðir í þau. Þau verða allavega gleðileg hjá mér og mínum vegna ykkar. Vegna Flokk Fólksins. Þið fáið mitt atkvæði fyrir framtíð Íslands. https://flokkurfolksins.is/ Höfundur er eilífðarstúdent Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Mig langar að þakka þér Inga Sæland fyrir þitt framlag, þinn mikla kraft og sterku réttlætiskennd að ná fram Jólabónus fyrir öryrkja og aldraða enn eitt árið. Og mér skilst að við fáum hann ekki seinna en 1. Desember ef heimildir mínar eru réttar og verður hann í kringum 70 þúsund. Mamma mín nefnilega ákvað ekki að fá versta krabbamein sem hægt er að fá. Pabbi minn ákvað ekki að detta 6 metra niður af húsþaki og næstum deyja. Það er í raun kraftaverk að hann sé á lífi. Og ég ákvað ekki að fá flogaveiki. Þó mamma sé farin af þessari jörð þá munu tveir jólabónusar hjálpa minni fjölskyldu að eiga gleðileg jól. Bjarni Ben segir að öryrkjar eigi að hafa einhvern hvata til að fara á vinnumarkað. Mér finnst ennþá ótrúlegt að þessi peninga maður hafi virkilega látið þetta út úr sér í fjölmiðlum. Það hefur engin stjórnmálamaður né stjórnmálakona gert eins mikið og þú Inga fyrir öryrkja og aldraða og ég held að ég fái leyfi frá öllum til að þakka þér innilega fyrir. Í gegnum tíðina höfum við Íslendingar nánast einungis fengið bara brotin loforð frá fólki sem vildi í raun bara komast á þing og hafa það gott fyrir sig og sína. Afsakið, en þannig sé ég þetta og finnst það augljóst. Að brjóta loforð einu sinni getur verið mistök en að gera það oft er val. Ég vona að Íslendingar haldi ekki áfram að gera það sama eins og það gerir alltaf. Það kýs röngu flokkana og kvartar síðan í fjögur ár. Ég vona að sem flestir Íslendingar noti rétt sinn og kjósi þegar kemur að því. Og ég vona að það kjósi Flokk Fólksins og það góða einbeitta fólk í honum sem hugsar um ÞIG og ÞÍNA en ekki bara sjálft sig. Kjósið Flokk Fólksins fyrir þá sem eru lamaðir, vantar útlimi á, eru með krabbamein, MS og aðra taugasjúkdóma. Kjósið Flokk Fólksins fyrir fólk með geðraskanir og kjósið líka fyrst og fremst Flokk Fólksins fyrir ykkur sjálf og framtíð Íslands. Kjósið hann fyrir börnin okkar jafnt sem aldraða. Þetta er eini flokkurinn sem mun berjast fyrir ykkur. Inga Sæland hefur sýnt það og sannað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég bið ykkur allavega öll að staldra aðeins við og hugsa ykkur um í kjörklefanum áður en þið kjósið þegar kemur að því. Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Miðflokkurinn og allir þeir sem ég nefni ekki, valda bara vonbrigðum eins og alltaf. Þeir lofa og lofa og þetta er bara sami vítahringurinn í fjögur ár og allir kvarta út af sínu eigin vali á hvaða flokk það kaus. Hvernig væri að brjóta vítahringinn? Hvernig væri að gefa Flokki Fólksins tækifæri til að gera raunverulegar og góðar breytingar fyrir land og þjóð á mörgum sviðum? Við höfum engu að tapa heldur allt að vinna. Hvernig væri að breyta til og sjá hvað gerist? Allavega, Inga mín og samstarfsmenn og konur. Takk fyrir jólagjöfina og Gleðileg Jól þótt enn séu tveir mánuðir í þau. Þau verða allavega gleðileg hjá mér og mínum vegna ykkar. Vegna Flokk Fólksins. Þið fáið mitt atkvæði fyrir framtíð Íslands. https://flokkurfolksins.is/ Höfundur er eilífðarstúdent
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun