Tónlistarkonan Olivia Rodrigo fékk að heyra það út af kjöri Rodri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 07:30 Tónlistarkonan Olivia Rodrigo og knattspyrnumaðurinn Rodri eru með svipað nafn og það skapaði ákveðinn misskilning. Getty/Frazer Harrison/MI News Nettröllin lentu í ákveðnu vandamáli þegar þau vildu herja á spænska miðjumanninn Rodri eftir að hann fékk Gullhnöttinn, Ballon d'Or, á mánudagskvöldið. Það er þekkt vandamál í dag að frægt íþróttafólk fær yfir sig alls konar leiðindi á samfélagsmiðlum þegar einhver er ósáttur með þau. Vettvangur til að koma þessum leiðindum á framfæri er svo sannarlega til staðar með öllum þessum samfélagsmiðlum sem eru í boði. Margir aðdáendur Vinícius Júnior og Real Madrid voru virkilega ósáttir með að Brasilíumaðurinn fékk ekki þessi virtustu verðlaun fótboltamanna. Þessir ósáttu aðdáendur hans fóru á netið og leituðu af samfélagsmiðlum spænska miðjumannsins Rodri sem hafði betur í kjörinu. Það gekk skiljanlega mjög illa vegna þess að besti fótboltamaður heims er ekki með neina samfélagsmiðla. Rodri finnst ekki á Instagram, Tik Tok, Facebook eða á X-inu. Hann hafði því ekki birt neina mynd af sér stoltum með Gullhnöttinn eftirsótta. Sum nettröllin voru ekki með það á hreinu eða sættu sig bara ekki við þá staðreynd. Þeir fóru að leita að aðgangi Rodri og margir þeirra fundu í staðin samfélagsmiðla bandarísku tónlistarkonunnar Oliviu Rodrigo. Eftirnafn hennar, Rodrigo, er auðvitað mjög líkt Rodri. Hann heitir líka fullu nafni Rodrigo Hernández Cascante. Tónlistarkonan fékk því að heyra það út af kjöri Rodri og kom örugglega alveg af fjöllum. Alls konar skilaboð ekkert tengd henni. Hún hefur auðvitað verið upptekin á hljómleikaferðlagi, Guts World Tour, og hélt tónleika síðast í Sydney í Ástralíu. Rodri er heldur ekkert á leiðinni á samfélagsmiðla á næstunni enda þekktur fyrir að lifa mjög venjulegu lífi laus við öll látalæti og óþarfa athygli. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Það er þekkt vandamál í dag að frægt íþróttafólk fær yfir sig alls konar leiðindi á samfélagsmiðlum þegar einhver er ósáttur með þau. Vettvangur til að koma þessum leiðindum á framfæri er svo sannarlega til staðar með öllum þessum samfélagsmiðlum sem eru í boði. Margir aðdáendur Vinícius Júnior og Real Madrid voru virkilega ósáttir með að Brasilíumaðurinn fékk ekki þessi virtustu verðlaun fótboltamanna. Þessir ósáttu aðdáendur hans fóru á netið og leituðu af samfélagsmiðlum spænska miðjumannsins Rodri sem hafði betur í kjörinu. Það gekk skiljanlega mjög illa vegna þess að besti fótboltamaður heims er ekki með neina samfélagsmiðla. Rodri finnst ekki á Instagram, Tik Tok, Facebook eða á X-inu. Hann hafði því ekki birt neina mynd af sér stoltum með Gullhnöttinn eftirsótta. Sum nettröllin voru ekki með það á hreinu eða sættu sig bara ekki við þá staðreynd. Þeir fóru að leita að aðgangi Rodri og margir þeirra fundu í staðin samfélagsmiðla bandarísku tónlistarkonunnar Oliviu Rodrigo. Eftirnafn hennar, Rodrigo, er auðvitað mjög líkt Rodri. Hann heitir líka fullu nafni Rodrigo Hernández Cascante. Tónlistarkonan fékk því að heyra það út af kjöri Rodri og kom örugglega alveg af fjöllum. Alls konar skilaboð ekkert tengd henni. Hún hefur auðvitað verið upptekin á hljómleikaferðlagi, Guts World Tour, og hélt tónleika síðast í Sydney í Ástralíu. Rodri er heldur ekkert á leiðinni á samfélagsmiðla á næstunni enda þekktur fyrir að lifa mjög venjulegu lífi laus við öll látalæti og óþarfa athygli. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira